Freyr

Årgang

Freyr - 15.04.1990, Side 37

Freyr - 15.04.1990, Side 37
Helgi Þórsson, Ingólfur Jóhannsson, Samson B. Harðarson, Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi Kúalundir og aðrir lundir Undanfarin ár hefur mikið verið rœtt um skógrœkt í sveitum, bœði til nytja og sem landprýði, og ýmislegt hefur verið framkvœmt í þeim efnum. Bændur hafa plantað í skóga ogleða skjólbelti eða látiðþað vera. Paðfer eftirýmsu, svo sem áhuga, landkostum, fjárhag o.fl. Eflaust eru þeir margir sem fylla þann flokkinn að treysta sér ekki út í stórfellda skógrækt, en hafa þó áhuga á að skapa fjölbreyttara landslag og gróðurfar. Ýmsa möguleika má benda á í þessu sambandi. Stakstæð tré og litlar grúppur eða lundir geta sómt sér vel og gefið landi mikinn svip, ekki síður en stórir skógar. Slíkt býður m.a. upp á: ★ Skjól fyrir búpening. ★ Lítill tilkostnaður og litlu hætt þótt illa fari. ★ Umhirða er viðráðanleg. ★ Er gjarnan landprýði. Litlir lundir eða skjólraðir við beitiland eða útihús geta haft veru- leg áhrif á vellíðan og afurðir bú- penings og augljóst er að skepna sem stendur á berangri, í misjöfn- um veðrum, eyðir meiri orku til viðhalds heldur en skepna sem stendur í skjóli. Skjólgróður við matjurtagarða getur flýtt uppskeru verulega og gert mönnum kleift að rækta teg- undir sem ekki kæmust til þroska á óskýldu landi. Víða á túnum eru horn sem vélar komast ekki að, grjóteyjar og óræktarblettir sem eru í raun gott ræktunarland en nýtast ekki til grasræktar. Þessa bletti er tilvalið að planta í. Einnig býður landslag oft upp á að það sé brotið upp með gróðri og stakstætt tré við hús eða blómrunni við mjókurhúsdyrnar, getur verið staðarprýði. Svona bletti þarf eflaust að girða af, í mörgum tilfellum, eigi búpen- ingur ekki að valda skaða á gróðr- inum, en girðingarkostnaður ætti þó að vera í lágmarki vegna lítils flatarmáls og staðsetningar. Þá má nefna að þegar plantað er í lítil svæði, fá plönturnar minna skjól hver af annarri, heldur en þegar um stærri útplantanir er að ræða og gróðurinn launar því vel fyrir skýlingu fyrstu 4-5 árin. Einnig ætti að gæta þess að bera á tilbúinn áburð á hverju vori og gamlan húsdýraáburð á nokkurra ára fresti. Girðingarhorn þar sem ekki verður komið við vélum eru kjörin til trjárœktar.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.