Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1993, Síða 7

Freyr - 01.09.1993, Síða 7
17.’93 FREYR 583 flutningi hafa verið DV, Neytendasam- tökin og Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands. Boðað hefur verið að matvælaútgjöld íslenskra heimila gætu lækkað um á annan tug milljarða króna, 12-16 milljarða kr., með slíkum aðgerð- um. Nýlega kom út skýrsla á vegum Hag- fræðistofnunar Háskóla íslands, sem er rekin á vegum Viðskipta- og hagfræði- deildar skólans. Þar kemur fram að svo- kallaður markaðsstuðningur við íslenskan landbúnað sé yfir 100% og að lækka megi matarútgjöld heimilanna um 40% ef þau byðust neytendum á svokölluðu heims- markaðsverði. Skýrsluhöfundar láta sig þar að vísu engu varða að í veigamiklum atriðum er þar ekki komið nærri raunveruleikanum. Má þar nefna að nýmjólk er hvergi á boðstólum á reiknðu heimsmarkaðsverði. Þá er þess að gæta að svokallað heims- markaðsverð á vörum er víða mjög mikið niðurgreitt, enda um offramleiðslu að ræða og vörugæði breytileg. Þá eru það einungis um 2-4% af matvælum heims sem seld eru á milli landa, þannig að verðið héldist ekki lengi lágt ef margir nýttu sér þau tilboð og engin trygging fyrir varan- legri offramleiðslu. Það eykur svo enn á óraunveruleika þessara hugmynda gagnvart útgjöldum heimilanna að ótalinn er flutningskostnað- ur til landsins, dreifingarkostnaður innan- lands og hvergi er minnst á rýrnun á viðkvæmum matvælum. En fleira er hér á ferð. í útreikningum Hagfræðistofnunar Háskóla íslands er einungis reiknuð útgjaldahliðin við mat- vælakaup þjóðarinnar. Fyrir er í landinu aðstaða til búvöruframleiðslu, fólk sem vinnur við þessa framleiðslu, byggingar, vélar og ræktun og öll þjónustustarfsemi við íslenskan landbúnað og dreifbýli, enda myndar byggð í landinu, framleiðsla, þjónusta og mannlíf eina órofa heild. Skýrsluhöfundar Hagfræðistofnunar Háskóla íslands fjalla ekki um þessa hlið málsins. Spyrja verður hvort á boðstólum séu arðvænlegri störf fyrir þjóðarbúið og einstaklinga ef reynt yrði að gera skýja- borgir skýrsluhöfunda að veruleika? Hvað kostar að koma á fót nýjum atvinnutæki- færum og er þau yfirleitt að finna? Hvaða trygging er fyrir að offramleiðsla og niður- greitt verð verði til frambúðar á mat í heiminum? Geta Hagfræðistofnun Háskóla íslands, DV og Neytendasamtök- in ábyrgst eitthvað í þeim efnum? Þjóðir Vesturlanda hafa búið við vel- megun og jafnvel ofgnótt síðustu áratugi. Hagfræðingar hafa verið sjálfskipaðir hug- myndafræðingar þessa tímabils og hafa lagt þar margt þarft til málanna. í einu hafa þeir lengi vel brugðist, þeir hafa litið á náttúruna sem óþrjótandi uppsprettu verðmæta og talið að hún taki endalaust við úrgangi og mengun án þess að neitt fari úrskeiðis. Þessari hagfræði hefur verið líkt við járnbrautarlest sem er á fullri ferð fram af hengiflugi. A síðustu árum eru farnir að koma fram hagfræðingar sem boða það að taka verði tillit til „slits“ á náttúrunni við útreikninga á framleiðslukostnaði, efnaferlarnir gangi í hring og framleiðslukostnaður er ekki fullreiknaður fyrr en efnin eru tilbúin til notkunar á nýjan leik. Þessi sjónarmið hafa þó ekki náð inn á borð Hagfræði- stofnunar Háskóla íslands. Þar er spurt um hámarks skammtímahagnað en ekki hagkvæmustu lausn til langs tíma litið. Það er afar dapurlegt að fylgjast með því hvernig stofnun sem vill kenna sig við vísindalegar starfsaðferðir stundar talna- leik sem er víðs fjarri hinum raunverulegu vandamálum. M.E.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.