Freyr

Volume

Freyr - 01.09.1993, Page 8

Freyr - 01.09.1993, Page 8
584 FREYR 17.’93 Fjölskyldurnar á Halllandi I og IV: Sitjandi f.v. Lára Magnea Hrafnsdóttir, situr með dóttur sína Jóhönnu Ester Guðmundsd., Guðmundur Helgi Guðmundsson, situr með Harald Má, son sinn. Máni Guðmundsson, Hólmfríður Freysdóttir, situr með Sindra Má Mánason. Standandi, hjónin Hólmfríður Sigurgeirsdóttir og Guðmundur Haraldsson og sonarsonur þeirra Hlynur Már Mánason. - Freysmyndir. „Öll vilja þau helst vera hérna í varpanum“ Frá heimsókn til Guðmundar og Hólmfrfðar á Halllandi Umhverfls sumt fólk er sérstakt andrúmsloft, frá því stafar eln- hvers konarsjálfsagðri orku, lífs- vllja og bjartsýnl. Þefta á vlð um hjónln Guðmund Haraldsson og Hólmfríðl Ásgelrsdóttur sem nú hafa búlð á Hallandl á Sval- barðsströnd í 46 ár. En þau eru þar ekki aldeilis ein. Fimm af tíu börnum þeirra hafa sest að á Halllandi og önnur tvö hafa eignast þar landskika. Þar fer saman tryggð við heimatorfuna og nágrenni við Akureyri með mögu- leikum til að sækja þangað vinnu. „Öll vilja þau helst vera hérna í varpanum" segir Guðmundur. Bærinn Hallland stendur í vest- urhlíð Vaðlaheiðar á hjalla undir klettabelti andspænis Oddeyri. Þar var áður ferja til Akureyrar. Rækt- unarlönd eru góð á hjöllunum mót suðri. Bólu-Hjálmar fæddist hér árið 1796. Hallland var áður Hólastólsjörð en hefur verið bændaeign frá 1805. Nú eru þar 4 íbúðarhús: Hallland I, II, III og IV. í Halllandi I búa tveir af sonum Guðmundar og Hólmfríðar, þeir Guðmundur

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.