Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1993, Blaðsíða 9

Freyr - 01.09.1993, Blaðsíða 9
17.’93 FREYR 585 Hólmfríður og Cuðmundur. Helgi og Máni meö fjölskyldum sínum. Þeir búa félagsbúi með föð- ur sínum. Kona Guðmundar Helga er Lára Magnea Hrafnsdótt- ir en Hólmfríður Freysdóttir er kona Mána. Á Halllandi II, sem stendur á 1000 fermetra eignarlóð rétt sunn- an við íbúðarhúsið á Halllandi I, eiga heima Guðrún Guðmunds- dóttir og maður hennar Hrafn Hauksson ásamt börnum sínum. Á Halllandi III búa Ásrún Elín Guð- mundsdóttir og maður hennar Jón Rúnar Þorsteinsson með sínum börnum. Húsið stendur á 700 fer- metra lóð sunnan við gamla bæinn. Ábúendur á Halllandi II og III stunda vinnu á Akureyri. Á Hall- landi IV, í nýlegu húsi, eiga svo Guðmundur og Hólmfríður heima. Einn sonurinn, Haraldur og Sig- urbjörg kona hans reka ferðaþjón- ustu á sumrin niðri við þjóðveginn, þar heitir að Húsabrekku. Fréttamaður Freys lagði leið sína heim í Hallland í júnílok sl. og hitti Guðmund og Hólmfríði að máli. Félagsbúið á Halllandi ræður yf- ir 140 þúsund lítra kvóta „og á þessu lifa þrjár fjölskyldur" segir Guðmundur en bætir við að fyrir komi að heimilisfólk sæki vinnu til Séð heim að Halllandi. Fjós, hlaða og elsta íbúðarhúsið. Pað hefur allt verið endumýjað að innan og eru þar tvær íbúðir. Brœðurnir Guðmundur Helgi og Máni og fjölskyldur þeirra eiga þar heima. Til hœgri er íbúðarhús Hrafns og Guðrúnar á Halllandi II. Akureyrar. Máni vinnur stundum sem dyravörður á Sjallanum og konurnar hafa líka unnið úti en gera það ekki núna vegna þess að vinna hefur dregist saman. Þau Guðmundur og Hólmfríður hófu búskap á Halllandi árið 1947 og bjuggu á hálfri jörðinni til 1958 en á allri jörðinni síðan. Sama ætt- in hefur búið þar nær alla þessa öld. Guðmundur keypti jörðina af Helga föðurbróður sínum árið 1958 og reisti þá fjós fyrir 24 kýr og aftur 1982 bættu þau Guðmundur og Hólmfríður við fjósið rúmum 100 fermetrum fyrir geldneyti í lausgöngu og fyrir norðan þann hluta er mjaltabás, mjólkurhús og snyrting. Álls eru nú 36 básar í fjósinu fyrir mjólkurkýr, annað pláss er fyrir geldneyti og holda- blendinga. Samtals eru um 100 hausar á búinu og 140 þúsund lítra mjólkurkvóti eins og áður sagði „og við kvörtum ekki neitt“, sagði Guðmundur. Áður en vinna hefst á morgnana er haldinn fundur þar sem spjallað er saman um verkefni dagsins, vinnan skipulögð og verkum raðað niður. „Hér ræður enginn einn“ segir Guðmundur, og Hólmfríður bætir því við að enginn hlutur sé keyptur til búsins nema með sam- þykki fjölskyldufundar. Á Halllandi er gróður fjölskrúð- ugur. Trjálundir eru við bæjarhús- in. í brekkunni upp af húsunum standa ung lerkitré og aspir, og trjáplöntur dafna vel í skorunum í klettabeltinu upp af bænum. Hér býr greinilega áhugafólk um skógrækt. „Stærstu trén eru síðan 1950“,

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.