Freyr - 01.09.1993, Side 10
586 FREYR
17.'93
rætur hennar hefur Hólmfríður
gróðursett villiblóm, en uppi á
klöppinni er tvennt sem maður sér
ekki venjulega heima við sveita-
bæi, en það er akkeri og varða og
snýr akkerið bugnum utanverðum
að vörðunni. „Þetta er til að vísa
leiðina að settu marki,“ segir Guð-
mundur. Hann segist alltaf hafa
haft þetta fyrir framan bústað sinn
og flutti með sér að nýja húsinu.
Hólmfríður er Bárðdælingur,
ættuð frá Stóru-Tungu í Bárðar-
dal. Guðmundur segir að hún hafi
græna fingur. „Þrjú af börnum
okkar eru búin að byggja hérna og
tveir af sonum okkar eiga hér lóðir
líka þar fyrir utan. Allt þetta fólk
vinnur á Akureyri, nema strákarn-
ir tveir, sem eru við búskapinn.
Peir eru báðir fjölskyldumenn."
Fram að þessu höfum við Guð-
mundur og Hólmfríður staðið úti á
hlaði í sólarblíðu sumarsins, því nú
hafði birt upp í ótíðinni. Handan
fjarðarins blasti við höfuðstaður
Norðurlands með öllum sínum
grænu trjágörðum, baðaður í síð-
degissól.
Nú héldum við inn í íbúðarhúsið
á Halllandi IV, en það reistu þau
Guðmundur og Hólmfríður og
fluttu í fyrir tveimur árum. Pau
gerðu sér garðskála syðst í húsinu,
dvelja þar oft og nota stundum
fyrir borðstofu. Sunnan við garð-
skálann er verönd með útsýni fram
Eyjafjarðarsveit.
„Strákarnir byggðu húsið með
okkur og þeir eiga hér hlut í þessu.
Við hættum líklega að búa í haust
eða um áramót. Pá fá þeir íbúðirn-
ar heima upp í þessa,“ segir Guð-
mundur, en heima í íbúðarhúsinu á
Halllandi I eru tvær íbúðir.
„Það er þægilegt að eiga heima
svona nálægt bænum upp á vinnu.
Margt af fólkinu sem á hér heima
stundar þar vinnu, þetta er svona
sjö mínútna akstur í bæinn. En ég
hugsa jafnvel að Hallland sé ein af
þessum jörðum sem ekki ætti að
búa á, þetta er svoddan kot. Túnið
okkar er allt saman snarbratt og
eintómir smáhjallar. En það hefur
samt tekist að byggja þetta svona
upp.“
Við (búðarhús Guðmundar og Hólmfríðar á Halllandi IV stendur akkeri og
varða. Bílskýli er í norðurenda hússins, verönd við suðurstafn.
segir Guðmundur og bendir á tré
sem ber yfir lækinn „hitt allt hefur
konan mín borið uppeftir og sett í
skriðurnar."
Hólmfríður hefur búið þessi
fósturbörn út með nesti, þ.e.a.s.
hún hefur borið mold upp í hlíðina
og lagt að rótum hvers trés sem
hún hefur gróðursett í hrjóstugum
brekkunum. Trén dafna þarna yf-
irleitt vel, enda segir Guðmundur
að flest dafni í umsjá konu sinnar.
Framan við nýja húsið þeirra
hjónanna er lág klöpp og þar við
Ferðaþjónustustöð Haraldar og Sigurbjargar í Húsabrekku.