Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1993, Side 12

Freyr - 01.09.1993, Side 12
588 FREYR 17.’93 Fullvinnsla œðardúns Þrymur Guðberg Sveinsson Kröfur markaðarins. Saga dún- og fiðurvöruframleið- andans Northern Feather Ltd. er samkvæmt JETRO (Japan Ex- ternal Trade Organization) skóla- bókadæmi um það er gerist þegar skollaeyrum er skellt við kröfum markaðarins. Þetta danska fyrir- tæki varð fyrst til að kynna Japön- um dúnsængur árið 1955 og seldi þær gegnum innflutningsfyrirtæki fram til 1976 þegar Danirnir settu upp útibú í Japan. Northern Feat- her Ltd. varð strax markaðsráð- andi og naut stöðugs vaxtar allt fram til 1985 en þá breyttist staðan algerlega. Japönsk fyrirtæki höfðu uppgötvað að dúnvörur seldust vel í Japan svo að þau komu meira á markaðinn með eigin vörur og Northern Feather Ltd. tapaði söl- unni niður í tíunda part þess sem það hafði haft er það var á toppn- um. Ástæðan var einföld, fyrirtæk- ið daufheyrðist við kröfum neyt- enda á meðan hinir nýju sængur- framleiðendur heimamanna lög- uðu sig að þeim. Japanir vildu lykt- arlausar dúnsængur og þvoðu því dúninn vandlega, skoluðu hann átta sinnum á meðan Northern Feather Ltd. skolaði hann bara fjórum sinnum sem ekki var nóg til að hindra lykt. Að vísu skemmdist fyllingarkraftur dúns og fiðurs við þennan mikla þvott en Japanir sættu sig alveg við það, bara að þeir losnuðu við gæsalyktina. Þá var fiður yfirgnæfandi í vörum Northern Feather Ltd. eða yfir 70% en afgangurinn dúnn, á með- an japönsku fyrirtækin lögðu áherslu á gæði og stærstur hluti (90%) fyllingar þeirra sænga var dúnn. Samsteypunni Northern Feath- er International Group munu hafa tilheyrt samnefnd fyrirtæki í Dan- mörku (Nordisk Fjær a/s), Þýska- landi (Nord Feder GmbH), Ástralíu og Singapore en þýska fyrirtækið varð gjaldþrota og engar sængur frá Northern Feather voru í verðkönnun SH í Tokyo 1991, þannig að samsteypunni tókst ekki að endurheimta stöðu sína á japanska dúnvörumarkaðinum sem samkvæmt áliti JETRO veltir 500 milljörðum yena árlega. Lífefnafrœði dúns og ólykt. Hér verður að verulegu leyti stuðst við upplýsingar þýska efna- framleiðandans Zeller+Gmelin GmbH & Co um dún- og fiður- þvott almennt. Fiðurvöruverslun hefur aukist mjög hin síðari ár, aðallega útflutningur frá Evrópu til Austurlanda fjær og er varan flutt í lokuðum plastumbúðum með skipum um svæði með hita- beltisloftslagi. Þessu hafa fylgt auknar kvartanir um ólykt af vör- unni en vandi er að fást við þetta þar sem ekki eru til heppileg tæki til að mæla lykt, og bandarískar og japanskar aðferðir við prófun fel- ast einungis í því að lykta af vör- unni og í þýskum reglum er um- fjöllun um lykt sleppt. Lykt af fiðri stafar af fitusýrum og skyldum efn- um en náttúrleg fita fiðursins klofnar niður í fitusýrur og glyseról. Til samanburðar er sauðafita ullar um 10% óbundnar fitusýrur. Lykt sem stafar af ó- bundnum fitusýrum og skyldum efnum er mismunandi frá einu dýri til annars og að sumu leyti háð fæðu. Þannig er lykt gæsafiðurs önnur en andafiðurs. Hægt er að losna við lykt af fitusýrum með lífrænum leysiefnum eða með þvotti úr alkalískum efnum. Báðar aðferðirnar fjarlægja fituna alveg en eyðileggja um leið hina eftir- sóttu eiginleika fiðurs sem fylling- arefnis, endingu, fyllingarkraft og fjöðrun. Notkun lífrænna leysiefna veldur umhverfisvanda og sé reynt að „endurfita“ fiðrið með því að úða það með lyktarlausri gervifitu í gufutæki verður fitudreifingiri alltaf ójöfn og hætta er á að sængurefni verði blettótt af gervifitunni. Þar fyrir utan er gerfifitan mynduð úr lífrænum efnasamböndum og gerlar finna í Japönsk dúnsœngurver eru oft úr silkilbómullarefnum, skreytt blómamynstr- um, í undurfögrum, mildum litum.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.