Freyr - 01.09.1993, Blaðsíða 14
590 FREYR
17.’93
vegna ólyktar af æðardúni. Þar er
ekki um sérvisku eða einstaka
erfðabundið lyktnæmi að ræða,
enda finna Japanir ekki lykt af
æðardúni á íslandi eða í Þýska-
landi fremur en Evrópubúar. Hins
vegar fóru Japanir ekki að neyta
sjófugla- og dýrakjöts fyrr en fyrir
120 árum og höfðu fram að því
fengið eggjahvítuefni úr fiski. Þeir
hafa því aðra líkamslykt en Evr-
ópubúar, eru ekki vanir lykt fugla
og dýra, hafa ekki notað leður að
sögn Myiake forstjóra Sanwa Co.,
Ltd. Þótt neysluvenjur Japana hafi
breyst þá vinna þeir t.d. enn leður-
áklæði í bíla fyrir Japansmarkað,
algerlega lyktarlaus, en láta leður-
lyktina halda sér í áklæði þeirra
bíla sem fluttir eru út til Evrópu og
Bandaríkjanna. Japanir taka sæng-
urnar úr rúminu yfir daginn, brjóta
saman og geyma við litla loftun.
Þar að auki er heitt, rakt loftslag í
Japan á sumrin og eru því aðstæður
fyrir hina súrefnisfælnu gerla á-
kjósanlegar, enda er lyktarvand-
inn mestur á sumrin hjá Japönum.
Eftir að hafa viðrað sængina vel í
nokkurn tíma, hverfur lyktin síðan
aftur.
Hindrun gerlamyndunar.
Eftir þvott, gufumeðferð og
þurrkun eru það fáir gerlar í fiðr-
inu að þeir valda ekki lykt nema
fiðrið sé flutt og geymt við aðstæð-
ur sem henta súrefnisfælnum gerl-
um, t.d. þétt troðnu í plastpoka, og
þeir nái því að fjölga sér ört. Tvær
aðferðir eru notaðar til að hindra
gerlafjölgun. Notuð eru gerladrep-
andi efni í gufumeðferðinni sem
eyðast líka upp í henni. Önnur
aðferð og nokkru endingarbetri er
að nota efni („Catonic product")
sem blandað er í síðasta skolvatnið
og binst efnið yfirborði fiðursins og
hindrar/takmarkar gerlafjölgun
eftir að fullvinnslu er lokið.
Sérstök rakavarnarefni sem auka
loftrými sjálfs firðursins hafa
nokkur lyktarhindrandi áhrif
vegna þess að með meira lofti
minnka líkur á því að súrefnisfæln-
ir gerlar þrífist. Fjölgun gerla getur
verið mjög hröð við aðstæður hag-
stæðar þeim, fræðilega getur einn
Coli-gerill skipt sér það oft að
gerlamassinn verði orðinn 1 kg á 24
tímum. Gufumeðferð og hitun í
125 gr. C eru gerladrepandi en
firðið „smitast" að sjálfsögðu aftur
af gerlum við notkun. í fiðri eru
fyrir utan fitu og eða vaxefni, fitu-
sýrur, aldehýð, ketónar og brenni-
steinssambönd. Hornfrumur
mynda dún og fiður. Fiður hefur á
sér hart yfirborð úr keratin. Um
enda fjöðurstafs fer næring sú sem
fjöðrin vex upp af en þegar fjöðrin
hefur verið reitt eiga gerlar greiðan
aðgang að þessari næringu. Fjöð-
urstafur dúnstjörnu er hin örsmái
kjarni hennar og er því miklu
minni gerlanæring í æðardúni en
gæsafiðri burt séð frá ryki æðar-
dúns. Gerlar finna einnig næringu
þar sem keratínhúðin er rofin á
brotnum dún- og fiðurgreinum og
aðgangur er greiður að dauðum
hornfrumum.
Staða œðardúns.
Framleiðsla á gæsafiðri nemur
tugþúsundum tonna árlega og er
þar um að ræða tiltölulega hreina
og einsleita aukaafurð við kjöt-
framleiðslu. Fiðrið er flokkað eftir
eðlisþyngd í dún og fjaðrir með
blæstri. Æðardúnn er hins vegar
eina sængurfyllingarefnið sem fell-
ur til af lifandi fuglum og það á
náttúrulegan hátt, losnar og fellur í
hreiður fuglsins, þar blandast sam-
an við dúninn raki, gras, mold,
skítur, sandur, maðkað þang og
utanaðkomandi skordýr en frá
fuglinum sjálfum hefur dúnninn
flær sem geta lifað í honum óhituð-
um mánuðum saman. Á rökum
varptíma byrjar dúninn strax að
fúna og hann losnar og gæðin rýrna
því lengur sem hann er í hreiðrinu.
Islenska þurrhreinsunin, sem er
reyndar eftirlíking af þýskri tækni
frá miðöldum, gengur einungis út á
að hita, þurrka og mylja stærstu
utanaðkomandi óhreinindi úr. Eft-
ir verður blandað ryk úr framan-
greindum aðskotaefnum sem loðir
vel við fíngerðan, smágreinóttan
dúninn. Þetta sofa svo íslendingar,
Austurríkismenn og Þjóðverjar
með ofan á sér en gufuþvottur
Þjóðverja er engin hreinsun á
þessu ryki. Dæmi eru um að fólk
hafi fengið ofnæmi af æðardúns-
sængum og mæður eru farnar að
forðast að nota æðardúnssængur
ofan á ung börn. Áður hefur verið
gerð grein fyrir hinum einstöku og
eftirsóknarverðu eiginleikum æð-
ardúns sem, ásamt því hversu
sjaldgæfur hann er, gerir hann að
langdýrasta fyllingarefni í sængur
sem völ er á.
Markaðssjónarmið.
Vitað er að fyrir 20 árum fóru
Japanir að falast eftir þvegnum
æðardúni hérlendis og enn eru þeir
að bjóða miklu hærra verð fyrir
þveginn dún. Svarið er enn það
sama og þá: Dúnn er ekki þveginn
á íslandi. Hann er það ekki nú
frekar en fyrir 1000 árum er land-
námsmenn hófu dúntekju hér líkt
og þeir höfðu stundað heima í Nor-
egi. Við íslendingar höfum ónýtt
tækifæri til fullvinnslu og það með
vöruþróunar bókstaflega við fætur
okkar. Það er mikill áhugi fyrir
hráefninu og vörum úr því á tveim-
ur ríkustu markaðssvæðum heims
og við ráðum yfir •% heimsfram-
leiðslunnar sem er náttúrlega tak-
mörkuð og verður því aldrei of-
framleidd. Eftir ítarlegar athugan-
ir og upplýsingaöflun um markaðs-
ferli æðardúns frá hreiðri til neyt-
anda má álykta að meirihluti vinnu
sem alls hefur farið í smásöluvör-
una hafi þegar verið unnin hér-
lendis en 90% verðmætasköpunar-
innar fari samt fram erlendis. Þetta
verður skiljanlegra þegar bent er á
að íslendingar nota í grundvallar-
atriðum sömu aðferðir við vinnslu
æðardúns og Þjóðverjar á miðöld-
um og hérlendis hefur einungis
verið lögð áhersla á vonlausar til-
raunir til að „auka“ æðarvarp. Æð-
ur er villt önd sem ekki verður
tamin og þessum villta stofni eru
Frh. á bls. 587.