Freyr - 01.09.1993, Side 18
594 FREYR
17.’93
3. mynd. Helstu svœði sem einkennast af áfoksgeirum og helstu sandleiðir.
vafasöm út frá þeim forsendum
sem hér hafa verið taldar.
Auðnirnar eru margbreytilegar
og því er nauðsynlegt að skipta
þeim í undirflokka. Reynsla fyrstu
tveggja ára þessa verkefnis hefur
verið notuð til þess að leggja drög
að flokkun auðna með tilliti til
jarðvegsrofs, en ekki verður fjallað
um þá flokkun hér.
Utbreiðsla einstakra rofmynda
Mjög er mismunandi hvernig hinar
einstöku rofmyndir dreifast um
landið. Auðnirnar einkenna vita-
skuld stóran hluta hálendisins og
nokkur láglendissvæði. Rofabörð
er að finna þar sem áfoksjarðvegur
er nægjanlega þykkur neðan rótar-
mottunnar þannig að rofstallar
myndast. Könnun á útbreiðslu rof-
abarða hófst árið 1985 og voru lögð
drög að útbreiðslukorti það ár.
Síðan hefur það verið endurbætt
undanfarin tvö ár (2. mynd)
Útbreiðsla rofabarða er nátengd
gosbeltinu sem sker landið frá suð-
vestri til norðausturs en á því svæði
er mest gjóskufall, sem veldur því
að jarðvegurinn þykknar. Á þessu
svæði eru líka stórar sandauðnir
sem valda miklu áfoki. Utan rofa-
barðasvæðisins eru mörg alvarleg
eyðingarsvæði þar sem aðrar rof-
myndir eru ráðandi. Það er því
mjög mikilvægt að horfa ekki ein-
göngu á rof út frá rofabörðum, því
að þá fæst skökk mynd af rofinu í
landinu.
Alvarlegasta rofið sem Land-
græðslan berst við eru áfoksgeirar
og sandleiðir á Haukadalsheiði,
Heklu-Tungnársvæðinu og á Mý-
vatnssvæðinu. Útbreiðsla áfoks-
geira og helstu sandleiðir eru
sýndar á 3. mynd. Efnin sem valda
sandfokinu eiga oft uppruna sinn í
jökulsöndum eins og glögglega sést
á myndinni, en einnig á vikur-
breiðum á Tungnársvæðinu.
Rofdflar eru nokkuð jafndreifð-
ir um landið þar sem er gróið. Því
verður ekki birt kort hér sem sýnir
útbreiðslu þeirra. Rof utan þeirra
svæða sem einkennast af rofabörð-
um, sandleiðum og áfoksgeirum,
er einkum af völdum jarðsils,
skriða og vatnsrofs (4. mynd).
Dœmi um rannsóknlr á
eyðingu.
Á vegum Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins er nú unnið að
margvíslegum rannsóknum á jarð-
vegseyðingu í samvinnu við Land-
græðslu ríkisins. Rannsakað er eðli
rofs við rofabörð og rofhraði
mældur. Þá fara fram rannsóknir á
áfoksgeirum, einkum á Norðaust-
urlandi. M.a. er kannað hve sand-
burðurinn er mikill og hvaðan
sandurinn kemur. Tilraunir eru
4. mynd. Helstu svœði þar sem jarðsil, skriður og vatnsrásir eru algengar
rofmyndir.