Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1993, Side 24

Freyr - 01.09.1993, Side 24
600 FREYR 17.’93 notað í nokkra daga. Þær tölur sem fram koma benda til að tveggja mm munur muni vera á mældri vöðvaþykkt með þessum tækjum. Pess má raunar geta að þegar gögn voru takmörkuð við lömb undan sæðingarhrútum, þannig að leið- rétting fékkst fyrir faðerni lamba, þá reyndist þessi munur í nær öll- um tilfellum þar sem hann varð mældur nær nákvæmlega tveir mm. Engin athugun hefur hins vegar farið fram á því hvort munur geti verið á mælingum hjá einstök- um tækjum. Hitt er líklegri skýring að ekki sé fullt samræmi á milli þeirra aðila sem með tækin vinna, hvernig úr myndunum er lesið. Þriðji möguleikinn er sá að hér komi fram munur á milli héraða í eðliseiginleikum fjárstofna. Þetta má að hluta fá mælikvarða á þegar skoðun er bundin við lömb undan sæðingarhrútum og þannig leiðrétt fyrir faðerni lambanna. Þá verður munur milli héraða minni. Par er Skagafjörður samt með allnokkru hærri mælingar en önnur svæði þó að tekið sé tillit til tækjamunar. Strandasýsla kemur einnig með miklu hærri gildi en önnur héruð, en þessi haust er nær ekkert af lömbum úr sæðingum mæld þar í héraði þannig að þeir koma ekki með í þann samanburð. Við slíkan samanburð á Suðurlandi á milli Vestur-Skaftafellssýslu annars vegar og Arnes- og Rangárvalla- sýslu hins vegar hverfur sá munur sem fram kemur í töflunni, sem er bending um að hann megi skýra sem mun á fjárstofnum. I þessum gögnum er ekki hægt að meta áhrif frá einstökum búum vegna þess að víðast er aðeins um að ræða mælingu á örfáum lömb- um frá hverju búi. Það er heldur ekki ólíklegt að verulegan hluta af þeim mun megi rekja til mismunar í vænleika fjár á milli bæja. Þegar mælingar eru skoðaðar eru hins vegar flest rök sem hníga að því að einangra þann mun sem fram kem- ur í mælingum vegna þungamunar lambanna. Þungi lambsins reynd- ist einnig sá einstaki þáttur sem skýrði langsamlega mest af breyti- leika í mælingunum. Línulegt sam- band þunga og mælinga reyndist nánast alveg jafn öflugt til að eyða þessum mun og boglínusamband. Fyrir þykkt bakfitu reyndust áhrif þau að fyrir hvert kg sem lambið var þyngra var þykkt bakfitu 0,073 mm meiri. Þetta þýðir að fyrir hver 13 kg í mismun í þunga á fæti er eðlilegt að reikna með eins mm mun í þykkt bakfitu. Fyrir þykkt bakvöðva var þetta samband á þann veg að fyrir hvert kg sem lambið var þyngra á fæti þá jókst þykkt bakvöðva um 0,168 mm. í raun þýðir það að fyrir hver 5-6 kg í mismun í þunga á fæti er eðlilegt að reikna með eins mm mun í þykkt bakvöðva. Það var einnig kannað hvort þessi þungaáhrif væru breyti- leg eftir héruðum. Ekki reyndist þar koma fram munur sem nokkur ástæða væri að taka tillit til. Ef eitthvað má benda á í því sambandi þá voru þungaáhrif heldur minni hjá lömbum á Ströndum en á öðr- um stöðum. Þær niðurstöður sem hér koma fram eru í mjög góðu samræmi við niðurstöður hjá Ólöfu Einarsdóttur varðandi áhrif þessara sömu þátta, sem rennir stoðum undir það að þær tölur sem hér hafa verið raktar séu vel hæfir leiðréttingarstuðlar til notkun hér á landi. Eins og fram hefur komið voru einnig metin áhrif þess hvernig lambið var fætt og hafði gengið undir (einlembingur, tvílembingur o.s.frv.) á mælingarnar. Þessi áhrif reyndust marktæk en voru það lítil að líklega er ekki ástæða til þess að taka tillit til þeirra. Bendingar voru um að hluti af þessum mun gæti skapast af þungamun og yrðu því til þess að hann væri frekar vanmetinn. Bendingar eru samt um að tvílembingar séu örlítið fitu- minni við sama þunga en ein- lembingar. Aðrir þættir sem ætla mætti að gæti verið ástæða til að taka tillit til eru aldur lambsins og aldur móð- ur. Þess má samt vænta að mest af hugsanlegum áhrifum þeirra þátta skýrist í þungamun lamba. Niður- stöður í verkefni Ólafar Einars- dóttur styðja raunar þá tilgátu. Þessar niðurstöður benda því ein- dregið til að þegar verið er að meta niðurstöður ómsjármælinga við lambhrútaval sé nægjanlegt að leiðrétta þær mælingar með tilliti til áhrifa af mismunandi vænleika þeirra lamba sem mæld eru. Verulegur hluti þeirra hrút- lamba sem mæld hafa verið eru undan hrútum á sæðingarstöðvum. Samtals voru það 1393 af þessum lömbum sem þannig voru feðruð. Lagt var mat á kynbótagildi sæð- ingahrútanna fyrir þessar tvær mælingar. í töflu 2 eru sýnd meðal- töl fyrir þá hrúta á stöðvunum sem áttu 10 mæld lömb eða fleiri. í því Tafla 1. Meðaltöl eftir svœðum, þegar eytt er áhrifum þunga og burðar lambsins. 1991 1992 Svæði Fjöldi Vöðvi Fita Fjöldi Vöðvi Fita Vesturland .... 40 23,1 3,3 347 22,4 3,3 Strandir .... 259 25,1 4,2 112 25,7 4,5 V.-Hún . . . . 251 23,5 4,2 Skagafjörður .... , 148 ' ' ' ' ^ 111 27.3 25.3 2,9 2,7 124 25,5 3,3 Eyjafjörður .... 405 23,3 3,8 161 23,4 3,8 S.-Þing .... 84 22,9 4,4 68 22,6 4,4 V.-Skaft .... 177 22,5 2,8 176 24,8 2,8 Árn.ogRang. . . . .... 177 23,4 2,9 459 25,2 2,8

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.