Freyr - 01.09.1993, Page 36
r
SÓLDAGAR
Ijóðasafn Guðmundar Inga Kristjánssonar
Bók þessi er heildarljóðasafn Guðmundar Inga Kristjánssonar á Kirkjubóli í Bjarnardal í
Önundarfirði (f. 1907). Efni Sóldaga er fimm bækur skáldsins, Sólstafir (1938), Sólbráð
(1945), Sóldögg (1958), Sólborgir (1963) og Sólfar (1981), en að auki forvitnilegt úrval
kvæða þess frá seinni árum. Helgi Sæmundsson bjó Ijóðasafnið til prentunar.
Guðmundur Ingi er listhagur á mál og rím og gerðist snemma sérstæður meðal íslenskra
nútímaskálda. Hann yrkir gjarnan um líf sitt og starf sem vestfirskur bóndi, svo og um sveit
sína og átthaga, samferðamenn og tilefni líðandi stundar, en einnig um ísland í blíðu og
stríðu, atburði úr sögu þjóðarinnar og brýna skyldu okkar við fósturjörðina. Jafnframt er
Guðmundur Ingi víðsýnn heimsborgari sem lætur sig varða framtíð mannkyns og örlög
veraldar.
Dæmi um viðhorf og afstöðu skáldsins er
austurlandaför:
Dimmt loft
og drungalegt,
augað er þó glatt.
Vot jörð
og vindhviður,
þó er fótur feginn.
Ijóðið Stigið á ísland, ort við heimkomu úr
Hánótt
og haustveður,
samt er maður sæll.
ísland
autt og svalt.
Ég á heima hér.
Kvæðin í Sóldögum bera Guðmundi Inga Kristjánssyni vitni sem einlægu og djarfmæltu
skáldi er ennþá gegnir köllun sinni í hárri elli.
Hörpuútgáfan býður Sóldaga á sérstöku kynningarverði við útkomu í haust. Verð í
bókaverslunum er áætlað kr. 3420, en áskriftarverð hins vegar ákveðið kr. 2900.
Þeir sem vilja eignast bókina með þessum vildarkjörum riti nöfn sín á meðfylgjandi
pöntunarseðil, og fá áskrifendur hana þá senda. Þeir sem vilja ekki klippa blaðið er bent á
að Ijósrita pöntunarseðilinn.
Hörpuútgáfan, Stekkjarholti 8-10, sími 93—12860, 300 Akranes.
PÖNTUNARSEÐILL
GREIÐSLUHÁTTUR:
Já, takk.
Ég undirritaður/uð tek tilboði Hörpuútgáfunnar
og panta_______eintak/eintök af bókinni Þóstkrafa 0
Verð bókarinnar er kr. 2.900, að viðbættu
póstburðargjaldi.
VISA □ EUROCARD □
Nafn:
Númer kortsins:
Heimili:
Póstnúmer: Staður:
i i m ..............................................
Gildistími kortsins: □□ m
Einnig er hægt að framvísa pöntunarseðli í forlaginu
J