Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1994, Blaðsíða 2

Freyr - 01.10.1994, Blaðsíða 2
JARÐVEGSFRÆÐI r Út er komin Jarðvegsfræöi, kennslubók fyrir búnaðarskóla og almennt fræðslurit, eftir Þorstein Guðmundsson, jarðvegsfræðing. Bókin fjallar m.a. um: *Jarðvegsmyndun, *Eðlis- eiginleika og vatn í jarðvegi, *Næringarefni í jarðvegi, *Vist jarðvegsins, *Jarðvegseyðingu, mengun, þjöppun og jarðvegsvernd, *Jarðvegs- flokkun, *Vatnsmiðlun og *Jarðvinnslu. Nauðsynlegt leiðbeiningarit og handbók fyrir alla sem stunda ræktun. Verð kr. 2.000, auk sendingarkostnaðar. Til sölu hjá útgefanda: Búnaöarfélagi íslands Pósthólf 7080, 127 Reykjavík Sími 91-630300 Osta- og smjörsalan sf. tekur upp gœðakerfi ISO 9002 Osta- og smjörsalan sf. hefur tekið upp gæðakerfi ISO 9002 og fékk nýlega staðfestingu þar um frá úttektarfyrirtækinu Vottun hf. Osta- og smjörsalan sf. hefur unnið að uppbyggingu kerfisins undanfarin misseri og er hún fyrsta íslenska matvælafyrirtækið innan landbúnaðargeirans sem tekur upp vottað gæðakerfi, en stefnt er að því að mjólkurbúin taki einnig upp ISO kerfið og byggi þá m.a. á þeirri reynslu sem fengist liefur hjá Osta- og smjörsölunni sf. Ljóst er að með væntanlegum milliríkjaviðskiptum með búvörur mun samkeppni harðna og nauðsyn- legt er að íslenskur mjólkuriðnaður standi sem best að vígi og sé með viðurkennt gæðakerfi, sambærilegt og notað er í mjólkuriðnaði í ná- grannalöndunum. Frá afhendingu staðfestingarskjalsins um að Osta- og smjörsalan sf. hafi staðist kröfur ISO 9002. Frá vinstri Gunnar H. Guðmundsson, ráðgjafi Ráðgarðs hf, en hann aðstoðaði við uppbyggingu gœðakeifisins, Kjartan ./. Kárason, fram- kvœmdastjóri Vottunar hf., Oskar H. Gunnarsson, forstjóri OSS, Þorsteinn Karlsson, framkvœmdastjóri tœknisviðs OSS.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.