Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.1994, Side 8

Freyr - 01.10.1994, Side 8
I svona hop verður að vera góður andi Petrea Hallmannsdóttir ó Þormóðsstöðum í viðtali við Frey „Eg hóaði saman nokkrum ein- staklingum og við settum á fót Gallerí ÍSunnuhlíð" Petrea Hallmannsdóttir. Freysmyndir. 688 FREYR - 19'94 Petrea Hallmannsdóttir er húsfreyja á Þorinóðsstöðum í Sölvadal í Eyjafjarð- arsveit. Maður hennar heitir Egill Þór- ólfsson og eiga þau tvo syni. Bústofninn er nokkrar kýr og kindur fyrir heimilið og af þeini hafa þau aðal tekjurnar. Petrea hefur starfað með starfshópnum „Hagar hendur“ en frumkvæði að þeim félagsskap kom frá atvinnumálanefnd Eyjafjarðar með aðstoð Elínar Antons- dóttur. - Ég er búin að stunda handiðnað alveg síðan ég var ung og byrjaði að búa, sagði Petrea í viðtali við Frey. Ég átti heima á ísafirði í 10 ár, bjó svo í Húnavatnssýslu í 5 ár, og þar málaði ég mikið „Drottinn blessi heimilið" á silki og hnýtti blóma- hengi. Þar eignaðist ég minn fyrsta brenni- penna sem er atvinnutæki mitt nú. Tvenns konar handverks- hópar Ég kom hingað í Eyjafjörð 1982 og fyrir þremur árum var hafist handa með átaksverkefni hjá atvinnumálanefnd og í framhaldi af því voru Hagar hendur stofn- aðar. Ég var með í þeim félagsskap til að byrja með. Þetta eru nær eingöngu konur með stór bú, þannig að þær vinna að fram- leiðslu sinni í hjáverkum. Svona hópum þarf eiginlega að tvískipta þannig að þær sem stunda þetta sem atvinnu séu ekki heftar af þeim sem nota þetta sem afþreyingu. Mér finnst afþreyingarfólkið eiga að vera með, en alls ekki að stjórna. Ég framleiði of mikið til að það henti mér að fara á markað nokkrum sinnum á ári, enda er þetta atvinna mín. Svo er ég búin að stunda þetta í svo mörg ár og vera sjálfs míns húsbóndi að mér fannst ég bara alls ekki passa inn í þetta dæmi. En það var gaman að vera með í uppbyggingu Hagra handa og ég hef trú á að þær konur spjari sig, enda allar á svipuðu róli. Þegar þetta gekk ekki upp, hóaði ég saman nokkrum einstaklingum sem hafa handverk ýmiss konar að atvinnu, en inn í þann hóp hafa svo bæst nokkrir sem hafa þetta sem aukavinnu og við settum á stofn Gallerí í Sunnuhlíð. Þessi hópur er ekki bundinn við hrepparíg, við erum úr öllum Eyjafirði, þó vantar einhvern úr austan- verðum firðinum. Mér finnst alveg fárán- legt að fólk skuli ekki geta fengið að vera með af því að það býr ekki í réttu sveitar- félagi, ég vil geta unnið með fólki hvar sem það býr á svæðinu. Vinnur maðurinn þinn við búið? Já, en hann er rafvirki og hefur unnið við þá grein með búskapnum, nema mjög lítið síðastliðið ár, það er samdráttur í þeirri iðn lfka. Sölubúð og vinnustofa í Sunnuhlíð Getur þú sagt mér eitthvað um Sunnu- hlíð? Sunnuhlíð er verslunarmiðstöð utan I búðinni er margt eigulegra muna.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.