Freyr

Volume

Freyr - 01.10.1994, Page 9

Freyr - 01.10.1994, Page 9
Glerár. Þar eru fataverslanir, fatahreins- un, raftækjaverslun, vefnaðarvöruverslun, filmuframköllun, hljóðfæraverslun sem ég held að sé sú eina hér á Akureyri, matvöruverslun og banki, brauðbúð, krá og fleira. Þetta er mjög góður kjarni og góður andi í húsinu. Við leigðum eitt verslunarplássið og opnuðum þar 21. október 1993. Að þessu standa 14 konur á svæðinu milli Ólafs- fjarðar og Sölvadals. Þær eru frá Ólafs- fírði, Dalvík, Hauganesi, Akureyri og Eyjafjarðarsveit. Ög þangað koma þær með sína fram- leiðslu? Já, og hún er mjög fjölbreytt, sem dæmi má nefna smávöru og dúka úr bútasaum, skálar, vasa, ljós o.fl. úr leir, heimaunna ull, hatta, lampaskerma, ýmislegt úr leðri, roði, selskinni tré o.fl. sem of langt mál yrði upp að telja. Þetta Gallerí er ekki eingöngu stílað upp á erlenda ferðamenn, þar eru miklu heldur vörur sem höfða til Islendinga, þá bæði til gjafa og svo til að fegra heimilið. Galleríið er opið alla daga eins og venjuleg verslun, á bak við höfum við vinnupláss og vinnum þama allar jafnt, tökum allar ákvarðanir saman. Ég er ekki einræðisherra eins og sumir vilja halda fram. Eru einhverjir sem halda það? Já, svona utan að komandi; sumir minna gömlu félaga í Högum höndum halda það, en það er ekki rétt. Ég vil taka það fram að karlmenn eru velkomnir í hópinn. Einn eiginmaðurinn er svona að hálfu leyti með okkur. Virðisaukaskattur á selda handiðju sveitakvenna - ekki kaupstaðakvenna Úr ullarvöruhorninu. Hvernig gengur reksturinn? Hann gengur bara mjög vel, við þurfum ekkert að kvarta. Það er alltaf að aukast að fólk viti af okkur þarna. Við erum svolítið út úr en ferðamaðurinn er farinn að finna okkur líka. Ég held að svona gallerí verði ekki sett af stað með góðu móti nema allir vinni jafnt að því. Það er eina ráðið til þess að við höldum tengslum við við- skiptavini og við vöruna okkar. Þá heyrum við sjálf hvað betur má fara, hvað það er sem viðskiptavinurinn er að leita að. Með því að vinna einn dag eða hálfan dag í viku finnum við viðbrögð viðskiptavin- anna. En ef við þyrftum að vera í umboðssölu einhvers staðar fjarri okkur, þá fengjum við aldrei að vita hvað er að. Og svona losnum við líka við álagninguna á vöruna. Það er mjög stórt atriði. þó að við Með því að vinna einn dag í viku finnum við viðbrögð viðskiptamanna. Vigdís Sœvaldsdóttir var við afgreiðslu í versluninni. 4;.. yji wr 19'94 -FREYR 689

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.