Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1994, Síða 16

Freyr - 01.10.1994, Síða 16
Sýningardráttarvélar frá Valmet á hlaðinu við verksmiðjttna í Suolahti. Freysmyndir. Valmet dráttarvélar í farar- broddi á Norðurlöndum Dráttarvélar frá Finnlandi hafa bœst við á þungavinnuvélamarkaðinn á íslandi. Vélarnar koma frá Valmetverksmiðjunum í Finnlandi en það eru einu verk- smiðjunar á Norðurlöndum, sem framleiða dráttarvélar. Valmet er eitt af stærstu fyrir- tækjum Finnlands og framleiðir auk dráttarvéla, díselhreyfla, þunga- vinnuvélar, skógarvélar, vélar fyrir pappírsiðnað o.fl. Fyrsta maí í vor sameinuðust deildir úr Valmet finnska ríkis- fyrirtækinu Sisu sem þekkt er fyrir að framleiða vörubíla, brynvagna og beltavagna. Valmet á að baki meira en 40 ára sögu í smíði dráttarvéla, en þær tegundir sem nú eru á markaðinum eru hannaðar og fram- leiddar í samvinnu við Volvo í Sví- þjóð. Þetta eru vandaðar vélar sem hafa náð mikilli útbreiðslu á hinum Norðurlöndunum. Þannig var meira en fjórði hver traktor sem seldist þar árið 1993 Valmet. Hér á landi hafa þegar selst nokkur eintök. Bújöfur hf flytur Valmet inn, en fyrirtækið var stofnað fyrir rúmu ári. Nú ætla ég að segja frá ferð sem við sex íslendingar fórum til Finn- lands í apríl í vor í boði Bújöfurs hf. og Valmet-fyrirtækisins. Við heim- sóttum reyndar fleiri fyrirtæki held- ur en Valmet. Við lögðum af stað árla morguns laugardaginn 23. apríl og flugum í ágætis veðri, komum við í Stokk- hólmi og héldum svo þaðan áleiðis til Helsinki. Noregur og Svíþjóð voru grábrún yfir að líta úr flug- vélinni, hvergi var grænku að sjá því vorið hafði verið kalt. í Helsinki komum við út í vor- veður, en skammt var síðan að hlýna tók því allstaðar voru vötn ísilögð og snjór ennþá víða í skógarbotnum. En nú var kominn 14-16 stiga hiti og þegar við fórum heim aftur fjórum dögum síðar, þá var vetrar- hveitið farið að spíra og gras farið að næla sunnan í móti. Við gistum fyrstu nóttina á hóteli í miðborginni sem heitir Hotelli Turni og áttum þar góða vist, fórum m.a. í finnska sánu. Við komum á rúss- neskt veitingahús sem heitir Kós- akkinn, þar sem allt var í stíl gamla 696 FREYR- 19 94

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.