Freyr

Volume

Freyr - 01.10.1994, Page 17

Freyr - 01.10.1994, Page 17
íslendingarnir skoða finnsku rúlluvafningsvélina hjá Nkh-Keskus-fyrírtœkinu. keisaratímanns, innréttingar og hús- búnaður. Sérkennilegt var að sjá þama íburðarmikil málverk af rúss- neskum zörum og furstum og rúss- neskum bændabýlum frá fyrri tímum í þungum, giltum römmum sem þöktu alla veggi. Finnsk rúlluvafningsvél sem sparar mann og traktor. Daginn eftir héldum við norður í land til borgar sem heitir Jyváskylá. Við höfðum til umráða ágætan lítinn Mersedes Benz hópferðabíl með einkabílstjóra. Aftast í bílnum var kringlótt borð sem hægt var að vinna við. Á leiðinni heimsóttum við fyrirtæki sem heitir Nkh-Keskus Oy. Þetta fyrirtæki framleiðir og selur vafningsvélar fyrir heyrúllur. Pökkunarvélin er fest aftan í rúllu- pressu þannig að það má nota sömu dráttarvélina fyrir bæði tækin í einu og þá að sjálfsögðu einn ekil. Sölustjóri fyrirtækisins er kona, Petra Korhonen að nafni, mesta dugnaðarkona. Hún skýrði fyrir okkur starfsemina í fyrirtækinu sem þróar og selur vörur af ýmsu tagi. Þar vinna ekki nema fimm starfs- menn. Samt sem áður hefur fyrir- tækið í þjónustu sinni tvö sölunet um landið og fimmtíu sölumenn. Þeir hafa sett á markað fimm vöru- tegundir á síðustu þremur árum, og selt heima og erlendis. Kváðust þeir hafa selt 120 rúllupökkunarvélar í Finnlandi síðastliðið ár og eitthvað svipað til útlanda. Umsetningin hjá þessu fyrirtæki er um 20 millj. marka. Þeir sögðust leggja áherslu á að hagræða og útbúa kerfi sem sparar tíma, peninga og starfsfólk. Þessi finnska rúlluvafningsvél er afskaplega einföld og virtist mjög áhugaverð. íslensku bændumir sem voru í förinni voru hrifnir af henni og töldu sig geta sparað vélar og mannskap með því að nota hana. Við kvöddum síðan Petru og hennar föruneyti, það voru tveir karlmenn, aðstoðarmenn hennar. Annar þeirra var jafnframt bóndi sem hafði búið í Wisconsin í Ameríku og talaði ensku með sterkum amerískum hreim, mjög skemmtilegur maður, hinn maðurinn er verkfræðingur að mennt. Þessir menn leystu greiðlega úr spum- ingum okkar. I ferðinni voru, auk Þorgeirs Amar Elíassonar, forstjóra Bújöfurs hf., Finnur Haraldsson, bóndi á Háafelli í Dölum, Kristján Sigfús- son, bóndi, Húnsstöðum, A.-Hún., Bessi Vésteinsson, bóndi og vél- smiður Hofstaðaseli, Skagafirði, Leifur Guðmundsson, bóndi í Klauf í Eyjafirði, Sveinn Jónsson, bóndi og byggingameistari í Kálfsskinni á Árskógsströnd og sá sem þessar línur ritar. Finnland er mjög flatlent, að mestu skógivaxið. Eina samfellda hálendissvæðið er í norðvesturhluta landsins. Stórir mýraflákar eru um miðbikið. Vegir eru mjög góðir; þama skiptust á akrar og skógar á báðar hendur. Þetta var algjörlega tilbreytingalaust landslag; það var ekkert útsýni nema í næsta skógar- jaðar og hér og þar voru bændabýli og vötn á stangli. Húsin voru yfir- leitt úr timbri og margt um gamla niðumídda kofa. Fréttir frá Finnlandi herma að margir bændur þar horfi með kvíða til framtíðarinnar, því líklegt er að Finnar gangi í Evrópusambandið. Finnskir bændur eru yfirleitt and- vígir því, einkum þeir sem búa í Suður-Finnlandi þar sem kornrækt er mest. Þar er ræktað bæði hveitú bygg, hafrar og rúgur, og gangi Finnar í Evrópusambandið, fá þessir kombændur að sögn lítinn stuðning. Hins vegar fengju bændur sem búa í harðbýlli sveitum og á minni jörðum með óhagkvæmara búskaparlag norðar í landinu meiri styrki sam- kvæmt þessum reglum, þannig að þeir bændur eru kannski ekki ýkja óánægðir. Sextíu og fimm prósent Finnlands er skógi vaxið og sex til átta prósent landsins er ræktað. í landinu eru fimmtíu og fimm þúsund vötn sem eru stærri en einn hektari. Trjáteg- undir eru þarna aðallega greni og fura og geysimikið af birki með hvít- um berki. Þessi hvíti börkur finnsku bjarkarinnar er nafnkunnur í finnsk- um bókmenntum. í Sögum her- læknisins eftir Zakarias Topelius er þess getið að í hungursneyðum í Finnlandi fyrr á tíð hafi menn satt sig á barkarbrauði sem búið var til úr möluðum berki. Næframir voru líka notaðir í skó. Þessi birkitré eru há, allt að því tuttugu metrar á hæð. Heimsókn í Valmet- verksmiðjuna. Við héldum síðan áfram til borgar sem heitir Jyvaskylá. Það er borg með sjötíu og fimm þúsund fbúa um það bil tvö hundruð og fimmtíu kílómetra norðan við Helsinki. Byggingar eru þar nýtískulegar; við bjuggum á hóteli sem heitir Alex- andra. í smábæ skammt þar frá sem heitir Suolahti eru Valmet dráttar- vélaverksmiðjumar. Þrjú hundruð starfsmenn vinna í þeim. Fyrirtækið framleiðir margt fleira, t.d. papp- írsvélar; það er eitt hið stærsta í heiminum á því sviði og er þar í 19*94 - FREYR 697

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.