Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1994, Blaðsíða 19

Freyr - 01.10.1994, Blaðsíða 19
Hannu Niskanen sýnir Bessa Vésteins- syni í Hofsstaðaseli og Sveini Jónssyni í Syðra-Kálfsskinni Valmet-hreyfil. finnskir verkfræðiskólar væru sniðnir eftir þýskri fyrirmynd og hélt því svolítið drjúgur fram að finnskir verkfræðingaskólar væru jafnvel betri en þeir sænsku sem væru sniðnir eftir enskri fyrirmynd, að henni ólastaðri. Hann taldi að finnskar iðnaðarvörur væru yfirleitt vandaðar. Það er áreiðanlega engar ýkjur, því þær hafa gott orð á sér. Valmet dráttarvélin er talin afar vönduð að gæðum og frágangi og þeir voru með ýmsar nýjungar, t.d. rofa aftan á vélinni til að slökkva á mótomum t.d. ef slys bæri að hönd- um. Finnskir bœndur áhrifamiklir í landsstjórninni. Niskanen sagði okkur frá því að fjögur hundruð þúsund manns hefðu orðið að flýja frá þeim landssvæðum á Karelasvæðinu sem Rússar tóku af Finnum í seinni heimstyrjöldinni, og þessum fjögur hundruð þúsund sálum varð að finna húsnæði og vinnu. Og ekki nóg með það: Þegar ungu hermennimir komu heim úr stíðinu, varð sjá þeim fyrir jarðnæði og þá greip ríkisstjórnin til þess ráðs að skipta stórum jarðeignum niður á milli þeirra til þess að þeir gætu séð sér farborða. Þetta olli því að of- fjölgun varð á bændum í Finnlandi og jafnframt offramleiðsla á bú- vörum og fátækt í stéttinni að sögn Niskanens. Dráttan'élarnar eru smíðaðar áfœriböndum. Bændur urðu mjög sterkt pólitískt afl í Finnlandi. Þeir stofnuðu Miðflokkinn sem hefur lengi haft sterka oddastöðu í finnskum stjórn- málunr. Ef Finnar ganga í Evrópu- sambandið, minnka pólítisk áhrif finnsku bændastéttarinnar og það kemur niður á kjörum þeirra, sagði Niskanen. Hannu Niskanen taldi að hinn nýi forseti Finnlands væri afar öflugur maður; sá er sósialisti og vill að Finnar gangi í Evrópusambandið og Niskanen taldi ekki nokkum vafa á svo yrði. Hann sagði að þeir vildu fá erlent fjármagn inn í landið því að lítið fjármagn lægi þar á lausu. Atvinnuleysi í Finnlandi jókst úr 4% í 18% 1993. Daginn eftir héldum við áfram í rútunni með bílstjóranum sem átti reyndar sjálfur fyrirtækið sem gerir út þennan og fleiri slíka langferða- bíla. Þetta var þægilegur maður og velviljaður og gerði það sem hann gat til að skýra fyrir okkur það sem fyrir augum bar. Við ókum eftir góðum þjóðvegi sem skyndilega breikkaði á einum stað, kannski fimm eða sexfalt, og þá vorum við komnir á flugbraut, s.k. herflugbraut, sem bílstjórinn sagði að væru víða eru í Finnlandi. Við fórum oft fram hjá sögun- armyllum. Við þær voru háir hlaðar af trjábolum og drumbum og svo aðrir hlaðar af söguðu timbri. Við héldum til staðar sem heitir Wiro- makki; það er gríðarstórt íþrótta- svæði þar sem okkur var sagt að kæmu fimm miljónir gesta á ári. Þar eru tennisvellir, golfvellir, aðstaða til skíðaiðkana og yfirleitt mjög góð aðstaða til íþróttaiðkana og útivistar. Til dæmis um það þjálfar rússneska landsliðið ísknattleik þar að stað- aldri. Verksmiðjuframleidd timburhús. Þar skoðuðum við orlofshús frá Rantasalmi-fyrirtækinu, en Bújöfur flytur inn hús frá þeim. Á flugvellinum í Helsinki hittum við mann sem heitir Úrpú Salminen, viðfeldinn mann á miðjum aldri, sem er forstjóri fyrir húsaverksmiðju Rantasalmi sem er hluti af fyrirtæk- inu Mátse Sárla Oy en það er eitt af sex stærstu fyrirtækjum í Finnlandi. Þeir vinna úr fimmtán þúsund rúmmetrum af timbri á ári og flytja fullbúin hús til Svíþjóðar, Japans, Þýskalands og Frakklands. Þetta er samvinnufyrirtæki 130 þúsund skógareiganda en finnskir skógar eru í einkaeign. Fyrirtækið rekur eina stærstu timburhúsaverksmiðju í Norður-Evrópu. Þeir framleiða heilsárshús og orlofshús og sérstakar tegundir af baðstofum (sánum) til að hafa inni í húsum og selja mikið af þeim til Mið-Evrópu. Þessi verk- smiðja flytur hús til íslands og er 19'94 - FREYR 699

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.