Freyr - 01.10.1994, Qupperneq 21
Kjötumboðið hf., nýtt markaðs- og sölufyrirtœki
Horft til framtfðar með
Kjötumboðinu hf.
Kjötumboðið hf. er nýtt fyrirtœki, reist á gömlum grunni. Fyrirtœkið hyggst haga
rekstri sínum þannig að unnt verði að sinna öllum óskum viðskiptavinarins í
greininni. Að þessu ber að stefna ef sinna á vel kjötmarkaði hér á landi þannig
að neytendur velji innlenda framleiðslu í stað erlendrar og að íslenskir bœndur
geti bœtt sinn hag.
Kjötumboðið hf.
Kjötumboðið hf. var stofnað 25.
maí 1993 til að annast sölu, dreif-
ingu og vinnslu búfjárafurða fyrir
sláturleyfishafa. Kjötumboðið hf.
annast einnig markaðssetningu kjöt-
vara á innlendum og erlendum
mörkuðum. Þessu til viðbótar selur
Kjötumboðið hf. kost í skip og rekur
dúnhreinsistöð.
Hluthafar í félaginu eru 17 slátur-
leyfishafar. Samkvæmt samþykktum
er félagið opið fyrir svínabændum, í
beinum viðskiptum, og búgreina-
samböndum sem vilja gerast nýir
hluthafar. Flestir hluthafa ráða yfir
smáum hlut en fjórir aðilar skera sig
nokkuð úr: Kf. Vestur-Húnvetninga
með 21.5% hlutafjár, Afurðastöðin
hf. með 12.4%, Kf. Eyfirðinga með
10.5% og Kf. Þingeyinga með 9.6%
hlut. I stjóm fyrirtækisins eru: Öm
Bergsson bóndi Hofi, Öræfum,
Svavar Jensson bóndi Hrappsstöð-
um, Dalabyggð, Þórður Pálsson
bóndi og framkvæmdastjóri, Ref-
stað, Vopnafirði, Jón Alfreðsson
kfstj. KSH Hólmavík og Þorgeir
Hlöðversson kfstj. KÞ Húsavík sem
jafnframt er stjómarformaður.
Kjötumboðið tók yfir rekstur kjöt-
dreifingar og vinnslu Goða hf. 18.
október síðastliðinn og leigir hús-
næði og vélar af Goða. Starfs-
mannafjöldi Kjötumboðsins hf. er
um 70 manns. Framkvæmdastjóri
fyrirtækisins er Helgi Óskar Óskars-
son rekstrarhagfræðingur.
Útflutningur á
umsýslukjöti
Kjötumboðið hf. flytur út megnið
af umsýslukjöti og kjöt innan 100-
Helgi Óskar Óskarsson, framkvœmda-
stjóri.
105% greiðslumarks í samstarfi við
alla sláturleyfishafa í landinu. I
ágústbyrjun var heildarútflutningur
af framleiðslu 1993 hjá Kjötumboð-
inu orðinn 964 tonn sem var yfir
80% af öllum kjötútflutningi í land-
inu. Þar af er umsýslukjöt um 600
tonn. Ýmislegt hefur verið gert til að
ná hærra verði og má þar nefna sölu
á kældu kjöti beint til neytenda í
Evrópu. Slíkur útflutningur er háður
viðurkenningu Evrópusambandsins
og hafa nú tvö íslensk sláturhús
viðurkenningu til að selja beint inn á
markaði sambandsins. I síðustu slát-
urtíð voru seld um 12 tonn af kældu
kjöti til Danmerkur og í haust
verður þessum útflutningi haldið
áfram og undirbúningur sölu á
kældu kjöti til Þýskalands er langt
kominn. Aukin áhersla hefur verið á
útflutning á stykkjuðu og pökkuðu
kjöti sem gefur betra verð en heilir
Úlfar Reynisson, skrifstofustjóri.
skrokkar. Tilraunir eru í gangi með
útflutning á hangikjöti og fleiri
iðnaðarvörum.
Utflutningur á sviðum og innmat
hefur verið talsverður og hrossa-
kjötsútflutningur er í stöðugri sókn
og hefur Kjötumboðið gert nýjan
samning við japanskan hrossa-
kjötskaupanda um kaup á fersku
hrossakjoti fyrir mun hærra verð en
áður. A síðastliðnu ári kannaði
Kjötumboðið útflutningsmöguleika
á húðum og innmat úr nautgripum,
svínum og hrossum. Tilraunasend-
ingar hafa lofað góðu og eru kaup-
endur ánægðir með gæðin á
vörunum.
Framtíð kjötútflutnings
frg íslandi
íslenska dilkakjötið er alls staðar
viðurkennt sem gæðavara. Vænt-
ingar um framtíðina liggja í vist-
19*94 - FREYR 701