Freyr - 01.10.1994, Qupperneq 26
Auðhumla ’94
Mœttum við fá meira af slíku
Landbúnaðarsýningin Auðhumla
’94 sem haldin var í sumar á
Hrafnagili í Eyjafirði var ánægju-
legur viðburður í þjóðlífinu og
styrkur íslenskum landbúnaði. Það
var vel til fallið að halda þessa
sýningu í Eyjafirði, hinu blómlega
landbúnaðarhéraði. Sýningarstaður-
inn, Hrafnagil, sögufrægt höfuðból
er vel í sveit sett til slíkra viðburða.
Staðurinn er í miðju héraði með
góðbýlin allt um kring og Akureyr-
arkaupstað á næsta leiti.
Fjölbreytt dagskrá hófst laug-
ardaginn 20. ágúst með kynningu
Péturs Helgasonar, formanns Bún-
aðarsambands Eyjafjarðar og söng
Samkórs Eyjafjarðarsveitar undir
stjóm Þórdísar Karlsdóttur. Heiðurs-
gestur sýningarinnar, Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir borgarstjóri flutti
ávarp. Haukur Halldórsson formað-
ur Stéttarsambands bænda flutti
ræðu, Baldvin Kr. Baldvinsson
bóndi í Torfunesi í Kinn söng ein-
söng við undirleik Juliet Faulkner.
Þá opnaði Halldór Blöndal landbún-
aðarráðherra sýninguna með ræðu
og séra Pétur Þórarinsson í Laufási
Pétur Helgason form. Hsb. Eyjafjarðar
kynnti sýninguna. Freysmyndir.
Samkór Eyjafjaröarsveitar söng undir stjórn Þórdísar Karlsdóttur
flutti hugvekju; loks söng Samkór
Eyjafjarðarsveitar á ný. Gestir
dreifðust nú unr sali og torg því
sýningin var bæði úti og innandyra.
A útisvæði sýndu vélasalar fjöl-
breytt úrval nýjustu búvéla og tækja,
þjónustufyrirtæki og afurðasölur
kynntu vörur sínar og þjónustu,
dráttarvélar og bflar frá ýmsum
tímum vélaaldar stóðu meðfram
gangstígum.
A svæði milli húsa Hrafna-
gilsskóla hafði verið skipulagt torg,
myndað af smáhýsum úr torfi og
Sýndir góÖhestar.
Heiðursgestur sýningarinnar, Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri.
706 FREYR- 19'94