Freyr - 01.10.1994, Síða 29
Haustverkin í heimilis-
gróöurhúsinu
Garðar R. Árnason
Haustið er andstœða vorsins í gróðurhúsinu. Að vori er rœktandinn fullur
eftirvœntingar og framkvœmdagleði, en að hausti leggst í þess stað oft drungi
bœði yfir menn og plöntur.
Gróðurhúsið er þá meira eða
minna fullt af plöntum sem hafa
lokið eða nær lokið hlutverki sínu
og jafnvel gætu ýmsar óæskilegar
lífverur tekið sér þar bólfestu, t.d.
svejjpasjúkdómar og meindýr.
Ymsa þá erfiðleika sem eru sam-
fara haustinu í gróðurhúsinu má oft
rekja beint til ræktandans sjálfs. I
fyrsta lagi gæti ioftunin hafa verið
of lítil er líða tók að hausti, þar sem
oft er freistandi að loka gluggum
tiltölulega snemma til að halda
hitanum betur inni. Hættan sem því
fylgir er að dögg myndist á plönt-
unum þegar loftið kólnar að nóttu,
sérstaklega ef loftraki er hár, en
ýmsir sveppasjúkdómar (t.d. grá-
sveppur) þrífst vel á döggvotum
plöntum. Gæta þarf þess því að lofta
nægilega mikið síðla sumars og
skilja t.d. alltaf eftir um 5 cm rifu á
gluggum að nóttu, þ.e. þegar vindur
leyfir slíkt á annað borð. Það tekst
hvort eð er ekki að halda daghitan-
um að nóttu í óupphituðu gróður-
húsi. Ef húsið er búið kyndingu er
henni að sjálfsögðu beitt.
Garðar R. Arnason.
Reyna ber eftir því sem tök eru á
að hafa ekki of þétt á plöntunum, til
að lofthreyfingin um plöntumar
verði ekki of treg. Oft mætti t.d.
fjarlægja neðstu og elstu blöð
plantnanna, en taka verður þau alveg
inn við stofninn, því að stubbar sem
skildir væru eftir eru kjömar inn-
gönguleiðir fyrir sveppasjúkdóma. í
stað þess að afblaða plöntumar, sem
ætíð skilur eftir sig varhugaverð sár
á stönglunum, kæmi einnig til greina
að fjarlægja einstaka plöntur í heilu
lagi. Gæta þarf þess að láta ekki
visnuð blöð og ónýt aldin liggja á
gólfinu sem kjörin gróðrastía fyrir
ýmsa sveppasjúkdóma. Gott hrein-
læti og snyrtimennska skilar sér
ætíð.
í öðru lagi dregur oft úr árverkni
ræktandans er líða tekur á sumarið,
þannig að hætta er á að ýmis
meindýr fái gott næði til að koma
sér fyrir og fjölga sér og uppgötvist
ekki fyrr en of seint. Einnig af
þessari ástæðu er mikilvægt að ekki
sé of þétt á plöntunum.
Hvort sem okkur líkar betur eða
verr kemur ætíð að þeim degi að
ræktunartímabilinu ljúki. Reynir þá
oft á viljastyrkinn til að hreinsa út úr
gróðurhúsinu og þrífa húsið. Dragist
verkið á langinn fá sjúkdómar og
meindýr gott tækifæri til að fjölga
sér enn frekar, sem eykur hættuna á
óþarfa erfiðleikum næsta vor.
Frh. á bls. 715.
Bœndaferð til írlands í lok nóvember
Margar bændaferðir hafa verið
famar í ár og allar tekist vel.
Síðasta ferðin að þessu sinni verður
farin til írlands.
Sunnudaginn 27. nóvember verð-
ur farið til Cork, sem er á Suður-
írlandi og er þriðja stærsta borg
írlands með um 140 þúsund íbúa.
Famar verða 2 skoðunarferðir. Sú
fyrri verður skoðunarferð um borg-
ina Blamey, sem reyndar er aðeins
rústir einar í dag.
Þá verður farin dags ferð yfir á
vesturströndina og m.a. verður
komið við í Killamey og farið hinn
svokallaði Kerry-hringur en það er
mjög falleg leið.
Komið verður heim úr írlands-
ferðinni fimmtudaginn 1. desem-
ber. Verð á mann er kr. 28.500.
Innifalið: Flug og flugvallarskatt-
ar, gisting í 2ja manna herbergjum
og morgunverður, allur akstur á Ir-
landi og fararstjóm.
Hafið samband við Agnar eða
Halldóru hjá Stéttarsambandi bænda
í síma 91 -630300 ef þið óskið eftir
að taka þátt f ferðinni.
19*94 - FREYR 709