Freyr

Volume

Freyr - 01.10.1994, Page 30

Freyr - 01.10.1994, Page 30
Er markaður fyrir íslenskar búvörur erlendis? Agnar Guðnason Frá því að ég fyrst kom til starfa hjá bœndasamtökunum fyrir u.þ.b. 40 árum hefur það ekki farið fram hjá mér að margir bœndur álíta að það sé tiltölulega auðvelt að selja íslenskt dilkakjöt erlendis. Kjötið sé svo gott og heilnœmt að það selji sig sjálft. Ég hafði óljóst hugboð um það á sínum tíma þegar útflutningsbætur voru greiddar að söluaðilar legðu ekkert ofurkapp á að fá gott verð heldur aðeins að fá einhvem til að taka við kjötinu erlendis. Sölumenn voru sendir út um hvippinn og hvappinn, til Banda- rfkjanna, Afríku, Asíu og flestra landa í Evrópu. Það væri engu líkara en að við værum með nokkur hundr- uð þúsundir tonna til að sölu. Þó að tækist að selja nokkur tonn þá fannst ekki sá kaupandi sem vildi greiða meira fyrir íslenskt dilkakjöt en fyrir annað dilkakjöt sem völ var á og í raun enginn tryggur markaður nema þá helst á Norðurlöndum. Sá markaður sem ég taldi raun- hæfastan fyrir okkur fyrir 40 árum er það ennþá. Og ég er enn sann- færðari um að við gætum náð þar einhverjum árangri. Sá markaður er í Svíþjóð og í raun ættum við aðeins að velja eina sæmilega borg í Sví- þjóð þar sem einhverju væri til- kostað til að kynna kjötið. Það er ennþá verið að reyna að selja kjöt í allar áttir og það undantekningalaust á mörkuðum sem eru yfirfullir af kjöti af innlendri framleiðslu. Hvers vegna Svíþjóð? Það má segja að reynslan af sölu dilkakjöts til Svíþjóðar ætti að afsanna þetta hugboð mitt. Því mið- ur hefur tekist eins óhönduglega og hugsast getur með dilkakjötssölu til Svíþjóðar allt fram undir þetta. Kjötsala sænsku bændasamtakanna sá um innflutning og sölu. Á þeim bæ var ekki nokkur áhugi fyrir að selja kjötið. Þeir vildu frekar hafa söluna á hendi en að einhver Agnar Guðnason. kjötheildsalinn tæki það að sér, því hann hefði getað farið að keppa við sænska dilkakjötsframleiðendur. Þegar við gengum í EFTA varð það að samkomulagi að Norðurlöndin keyptu ákveðið magn af dilkakjöti héðan - mig minnir að samið hafi verið um árlega sölu til Svíþjóðar á 600 tonnum, sama magn og var selt til Noregs. Markaðssetning íslenska dilkakjötsins var með þeim hætti í Svíþjóð að hún fór fram hjá flestum ef ekki öllum sem hefðu haft áhuga sérstaklega. Þrátt fyrir að þannig hafi tekist til hefi ég ennþá þá trú að við getum selt umframframleiðslu okkar á dilkakjöti til Svíþjóðar. Það er mikið um erlenda verkamenn frá Tyrklandi og Grikklandi í Svíþjóð, en í þeim löndum er löng hefð fyrir mikilli neyslu á kinda- og geitakjöti. Neysla á hvem íbúa af kindakjöti í Evrópu er mest hér á landi en þar næst í Grikklandi. Þar er neyslan talin vera um 20 kg. á mann. Aftur á móti neyta Svíar innan við 200 gr á mann að meðaltali á ári af kinda- kjöti. Ég hefi haft þó nokkur afskipti af sænskum ferðahópum hér á landi og það er ekki ósjaldan að rígfullorðið fólk hafi bragðað dilkakjöt í fyrsta sinn í þessum ferðum. Nær undan- tekingarlaust hæla Svíarnir kjötinu, sama hvort þeir fá það í kjötsúpu eða matreitt á annan hátt. Islenskt dilkakjöt fellur því ágætlega að matarsmekk Svía þó að þeir neyti lítils af því heima fyrir. Framboð á kindakjöti er lítið í Svíþjóð vegna þess að í þarlendri sauðfjárrækt hefur verið lögð meiri áhersla á gæru- og ullarframleiðslu en kjöt- gæði. Lífrœnt eða vistvœnt? í Svíþjóð hefur um langt árabil verið mikill áhugi fyrir lífrænt ræktuðu grænmeti. Á síðari árum hefur eftirspurn á lífrænt framleiddu kjöti og mjólkurafurðum verið tölu- verð. Sænsku bændasamtökin hafa stutt við bakið á þeim bændum sem breytt hafa út hefðbundinni fram- leiðslu í lífræna. Þar er strangt eftir- lit með að reglum sé fylgt. Ekki má nota tilbúinn áburð og bannað er að nota lyf gegn sýklalyfi handa búfé eða hormóna sem örva vöxt eða mjólkurframleiðslu. Með óbreyttri framleiðslu á dilkakjöti, þ.e.a.s. með hefðbundinni fóðrun sauðfjár yfir vetrarmánuðina, er varla hægt að búast við að íslenska dilkakjötið geti flokkast sem lífrænt framleitt, en örugglega gætum við auglýst það sem vistvænt, að minnsta kosti frá þeim svæðum sem hóflega eru beitt. 710 FREYR - 19*94

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.