Freyr

Volume

Freyr - 01.10.1994, Page 31

Freyr - 01.10.1994, Page 31
Hvað er vistvcenna en sœllegurfénaður í fögru umhverfi? Þetta mundum við hafa fram yfir þau tvö önnur lönd í Vestur Evrópu sem framleiða kindakjöt umfram þarfir heimamarkaðarins, en það er Holland og írland. f báðum þessum löndum er loftmengunin mun meiri en hér og þá sérstaklega í Hollandi. Við þurfum að keppa við Nýsjá- lendinga og það verður vandi okkar um ókomin ár. Ef okkur tækist vel í Svíþjóð að selja dilkakjötið út á vistvæna stimpillinn, má gera ráð fyrir að Ný- sjálendingar mundu einnig leggja áherslu á að þeir séu með vistvæna framleiðslu, engu síðri en íslend- ingar. Þótt við þurfum ekki að selja nema 1500 ti! 2000 tonn árlega, en það er varla meira en 1% á því sem Nýsjálendingar flytja út, þá mundu þeir ekki sitja aðgerðarlausir og horfa á ef við næðum umtalsverðum árangri t.d. Svíþjóð. Það er eina sem við getum gert er að vanda okkar vöru, vera með samkeppnisfært verð og tryggja góða og trausta söluaðila í Svfþjóð sem sjá sér hag í að markaðssetja íslenska dilkakjötið á sem hag- stæðustu verði og skapa ánægðan neytendahóp sem jafnvel væri reiðubúinn til að greiða eitthvað lítilsháttar meira fyrir íslenskt dilka- kjöt en nýsjálenskt. Þannig gætum við myndað og mótað markaðinn en við þurfum önnur vinnubrögð en tíðkast hafa fram til þessa. Zanotti-kæli- og frystibúnaður. Einföld uppsetning á allra færi. ALKUL Höfðatúni 23, 210 Garðabær Sími 91-657470 GSM 989-32636 19*94- FREYR 711

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.