Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.10.1994, Qupperneq 33

Freyr - 01.10.1994, Qupperneq 33
RITFRCGNIR Skógrœktarritið 1994 Út er komið Skógræktarritið 1994, ársrit Skógræktarfélags Is- lands. Skógræktarritið er helgað málefnum skógræktar á Islandi og birtist þar hvers kyns efni sem tengist því málefni. Skógrækt er annar aðalþátturinn í að klæða landið gróðri, ásamt með land- græðslu, og er Skógræktarritið eitt öflugasta rit sem út er gefið hér á landi í sókn og vöm fyrir því. Áður fyrr, meðan málefni náttúruvemdar náðu ekki eyrum almennings.eins og nú, var Ársrit Skógræktarfélags ís- lands, eins og það nefndist þá, á undan öðrum að vekja athygli á þeim málum. Þar var þá fremstur í flokki þáverandi skógræktarstjóri, Hákon Bjarnason. Bókin „Heimur á heljarþröm", sem hann þýddi og út kom um miðjan fimmta áratug ald- arinnar, var tímamótarit í þessum efnum hér á landi. SKOGRÆKTAR RITIÐ 1994 m Ársrit Skógræktarlélags íslands Hér verða ekki raktar einstakar greinar í Skógræktarritinu 1994. Þær spanna allt frá sögulegum fróð- leik, skýrslum um félagsmál skóg- ræktamanna og yfir í fræðilegar greinar, svo sem um erfðafræði trjá- tegunda. Sameiginlegt öllu efni í rit- inu er að hvergi hefur verið til sparað að gefa því aðlaðandi búning með litmyndum og skýringarmynd- um, þannig að vart getur fegurri prentgrip. Nú þegar orðið hefur vakning með þjóðinni um að klæða landið aftur gróðri, er hér á ferð rit sem er örvandi fyrir alla þá sem vilja ganga þeim málstað á hönd. Skógræktarritið 1994 fæst hjá Skógræktarfélagi íslands, Ránargötu 18, 101 Reykjavík, sími 91-18150, símfax 91-627131 og kostar kr. 1.140-, auk sendingarkostnaðar, kr. 190. M.E. Horft til framtíðar með Kjötumboðinu hf. Frli. afhls. 701. verður lögð áhersla á stöðluð vörugæði og vel samkeppnishæft verð. Hvað varðar önnur mál má nefna aukið gæðaeftirliti og öflugri vöruþróun. Einnig er stefnt að þvf að höfða meira til yngra fólks, sem þegar allt kemur til alls eru neyt- endur framtíðarinnar." segir Bjöm. Hvernig sérð þú Kjötumboðið hf. fyrir þér íframtíðinni? „Ég sé það fyrir mér sem öflugt og framsækið sölufyrirtæki sem markaðssetur afurðir íslenskra bænda í samkeppni við innflutt matvæli," segir Björn að lokum. Kristján Einarsson hóf störf sem framleiðslustjóri hjá Kjötumboðinu hf. í júní síðastliðnum. Kristján útskrifaðist sem vélaverkfræðingur frá Háskóla íslands 1988 og lauk mastersnámi sem iðnaðarverkfræð- ingur frá danska tækniháskólanum (DTH) 1990. Síðustu ár hefur Kristján starfað sem rekstrarráðgjafi hjá Ráðgarði hf. og unnið þar m.a. við uppbyggingu gæðakerfa. Hverjar eru helstu áherslur hjá þér sem nýr framleiðslustjóri Kjöt- umhoðsins hf? „Mín áhersla endurspeglast í þeirri framtíðarsýn sem fyrirtækið hefur sett sér. Meðal verkefna sem verið er að vinna að í dag er verkefnið um Hreina framleiðslutækni þar sem farið er yfir efnisflæði í fyrirtækinu og fundnar leiðir til að draga úr sóun. Hér er ég að tala um sóun á orku sem og á hráefni. Jafnframt er verið að vinna að krafti í því að bæta og staðla vörugæði og bæta skipu- lagið til að vara sé til á réttum tíma og í réttu magni. Til viðbótar má nefna að unnið er að uppbyggingu innra eftirlits í sam- ræmi við reglugerð sem tekur gildi á næsta ári. Lykilatriðið í vinnunni er svokölluð áhættugreining. Áhættan getur verið þrenns konar áhætta vegna öryggis vöru, heilnæmis og réttmætra viðskiptahátta. Þegar við erum búin að finna áhættupunktana þurfum við að ákveða hvernig við ætlum að hafa stjóm á þeim. í kringum þessa innanhússrannsókn endurbætum við síðan gæðakerfi okkar,“ segir Kristján. Hvernig sérðu Kjötumboðið hf. fyrirþér að nokkrum árum liðnum? „Ég sé það fyrir mér sem fyrirtæki sem býður viðskiptavinum sínum sem og eigendum góða þjónustu með lágmarks tilkostnaði. Til þess að þetta sé unnt verðum við að sinna þörfum viðskiptavina okkar þannig að þeir sækist eftir að eiga viðskipti við fyrirtækið. Við teljum að þetta sé vel hægt með hagkvæmni stærð- arinnar. Fyrirtækið og kjötvinnslur eigendanna myndi öflugustu og stærstu vinnslu á landinu sem vinni sem ein heild þannig að hagsmunir hvers og eins verði meiri því nánari sem samvinnan er,“ segir Kristján að lokum. 19'94-FREYR 713

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.