Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.1994, Side 35

Freyr - 01.10.1994, Side 35
anum á Hólum í samstarfi við Embætti yfirdýralæknis. Verkefni hennar er að vinna að rannsóknum og kennslu í öllu því er lýtur að heilbrigði hrossa, jafnframt þvf sem hún vinnur að sérverkefnum á vegum Embættis yfirdýralæknis. Sigríður er stúdent frá ML árið 1984 og lauk dýralæknaprófi frá Dýralæknaháskólanum í Oslo árið 1992. Eftir það vann hún almenn dýralæknastörf í Þrændalögum í Noregi í eitt ár. Frá þeim tíma hefur hún búið á Laugarvatni og starfað þar sjálfstætt sem dýralæknir. Maður hennar er Ólafur Ingi Sig- urgeirsson, líffræðingur. Sigríður Bjamadóttir var ráðin fóðurfræðingur hjá Tilraunastöðinni á Möðruvöllum frá 1. september 1994. Verkefni hennar verða eink- um á sviði nautgriparæktar. Sigríður er stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1986, bú- fræðingur frá Bændaskólanum á Hólum árið 1987 og lauk prófi sem búfræðikandidat (cand. agric.) frá Landbúnaðarháskóla Noregs, NLH, árið 1983, með búfjárrækt sem aðal- grein. Sigríður er frá Eyhildarholti í Hegranesi. Maður hennar er Brynjar Skúlason, skógfræðikandidat. Brynjar Skúlason var ráðinn skóg- ræktarráðunautur hjá Skógrækt rík- isins frá 15. ágúst 1994, með aðsetur á Búgarði á Akureyri. Verkefni hans verða m.a. áætlanagerð og ráðgjöf fyrir Skógrækt ríkisins á Norður- landi og bændur sem rækta nytja- skóg í þeim landshluta en einnig fleiri störf er varða skógrækt. Brynjar er búfræðingur frá Bændaskólanum á Hólum árið 1987 og stúdent frá Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki árið 1989 og lauk kandidatsprófi í skógfræði, (cand. forst.) frá Landbúnaðarháskóla Nor- egs, NLH, á Ási árið 1994. Brynjar er frá Lynghóli í Skriðdal. Kona hans er Sigríður Bjamadóttir, búfræðikandidat, frá Eyhildarholti. Guðrún Lára Pálmadóttir var ráðin héraðsfulltrúi Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins með aðsetri á Húsavík frá 17. maí 1994. Guðrún Lára er stúdent frá MK árið 1987, búfræðingur frá Bænda- skólanum á Hvanneyri árið 1988 og búfræðikandidat frá Búvísindadeild skólans árið 1993. Skólaárið 1993- '94 lagði hún stund á landnýtingar- fræði við Utah State University í Logan, Utah, USA. Guðrún Lára ólst upp í Kópavogi. Maður hennar er Böðvar Baldurs- son, búfræðingur og bóndi í Ysta- Hvammi í Aðaldal. í landi þeirrar jarðar eiga þau sér íbúðarhús sem nefnt er Heiðargarður. Sigurborg Daðadóttir var ráðin framkvæmdastjóri Nautastöðvar BI á Hvanneyri frá 1. október 1994. Sigurborg er stúdent frá VI árið 1979 og lauk dýralæknaprófi frá Dýralæknaháskólanum á Hannover í Þýskalandi árið 1985. Að loknu því námi kynnti hún sér rekstur sæð- ingarstöðva og fósturvísaflutninga í Þýskalandi. Sigurborg var framkvæmdastjóri Einangrunarstöðvar ríkisins í Hrísey á árunum 1986-1993, með tveggja ára hléi, þegar hún starfaði sjálfstætt sem dýralæknir í Eyjafirði. Síðast- liðið ár hefur hún verið deildardýra- læknir hjá Hollustuvemd ríkisins. Haustverkin í heimilisgróöurhúsinu. Frh. afbls. 709. Byrjað er á því að tæma gróður- húsið. Þegar búið er að fjarlægja einærar plöntur (og illgresi), eru allir pottar teknir og tæmdir (í græn- metisgarðinn eða á safnhauginn) og þvegnir vandlega. Hafi borið á meindýrum undir lokin er gott að fjarlægja einnig efsta lag (2-3 cm) beðanna, því að þau gætu leynst þar í. Að lokum er allt húsið þvegið hátt og lágt með góðum bursta og græn- sápu, ekki má gleyma borðum og öðrum „föstum innréttingum" og skrúbba vel inni í allar glufur. Áður en vetur gengur í garð gæti í stöku tilfellum verið æskilegt að setja styrkingu undir mæni hússins, þar sem hætta er á miklum snjó- þyngslum. Slíkar stoðir ættu þó ekki að standa beint á gólfi óupphitaðra gróðurhúsa sökum hættu á frost- lyftingu, betra væri að láta stoðimar ná skáhalt niður á grunnmúrinn, þ.e. tvær hvor á móti annarri hvorri til sinnar hliðar. Að lokum þarf að gæta þess að hvergi liggi vatn í slöngum og rör- um, best er að taka allar slöngur inn yfir veturinn. 19'94-FREYR 715

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.