Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1997, Síða 12

Freyr - 01.01.1997, Síða 12
Ánægður kaupandi Hinn alkunni og ágæti búmaður síra Amljótur Olafsson skrifar: Mér er sönn ánægja að votta, að skilvindan og strokkurinn Alfa Colibri hafa reynzt nrér ágætlega í alla staði, og því tel jeg hiklaust, að þessi verkfæri sé hin þarfasta eign fyrir hvern búandi mann hér á landi, er hefír nteðal mjólkurbú, eður stærra, með því þau spara rnikið vinnu, drýgja smjörið töluvert, og gjöra það að góðri og útgengilegri vöru: þau fyrirgirða, að mjólkin skemmist í sumarhitunum af súr, og óhreinkist í moldarhúsum, með því að mjólkin er þegar sett úr skepnunni í skilvinduna, og þar af leiðir einnig, að mjólkurílát vor þurfa eigi framar. En það álít jeg nauðsynlegt, að leiðarvísir á íslenzku fylgi hverri skilvindu. Sauðanesi 11. rnarz. 1899. Arnljótur Ólafsson (19) urður ráðunautur sem fyrstur notaði nafnið skilvinda á prenti; í áður- nefndri ísafoldargrein sumarið 1898 skrifarhann þessa athugasemd neðanmáls: „Skilvindur “ nefni jeg þœrmjólk- urvjelar, sem snúa má með hend- inni eða hreyfa má með hest- eða handafli. En aptur á móti hinar stœrri, er ganga með gufu eða vatnsafli, nefni jeg „skilve'lar". (12) Ekki er þó sjálfgefið að Sigurður sé höfundur skilvindu-nafnsins. Halldóra Þorsteinsdóttir, starfsmað- ur Þjóðarbókhlöðu í Reykjavík, hef- ur það fyrir satt að einn forfaðir hennar, séra Arnljótur Ólafsson, hafi fyrstur komið með þetta orð (13). Nafnið reyndist bæði það þjált og hnitmiðað að síðan datt víst eng- um í hug að reyna önnur. Búnaðarnýjung sem breiddist út Ágæti hins nýja áhalds spurðist fljótt út. Margir vildu eignast skil- vindu, þótt dýr væri. Lætur nærri að skilvinda hafi á árunum laust fyrir aldamótin kostað liðlega eitt og hálft kýrverð. Eftir skattmati í dag svarar það til 80 þúsunda króna. Þótt óneitanlega hafi þetta verið mikið fé urðu margir til þess að kaupa skilvindur. Meðfylgjandi súlurit sýnir innflutning þeirra á árabilinu 1900-1920. Á fyrsta „skilvinduáratugnum" bárust til landsins um það bil 1800 tæki. Bújarðir í landinu voru þá lið- lega 5500 að tölu. Má af þessu marka vinsældir nýjungarinnar. Nefna verður að um þetta leyti er gildi smjörsins sem útflutningsaf- urðar mjög að vaxa. Skilvindan átti ekki hvað minnstan þátt í því hversu vel íslendingum tókst að nýta er- lenda (enska) smjörmarkaðinn. Á skilvindumarkaðinum hérlend- is gekk mikið á. Sumarið 1902 skrifaði til dæmis höfundur undir fangamarkinu G.J. í blaðið Plóg: Það er sorglegt að vita til þess, hve margur íslenzkur bóndi er á tál- ar dreginn með skilvindukaup. Nú eru ótal skilvindur á boðstólum um land allt. Útsölumenn þeirra virðast sumir hafa það eina augnamið, að grœða sem mest á þessari verzlun sinni. Hver lofar sína vél og níðir þœr vélar, sem aðrir selja óbeinlín- is ef ekki beinlínis. En það sem átakanlegast er er, hve vélarnar eru seldar dýrt — hve mikið útsölumenn selja þœr dýrar en þörf er á. Um þetta geta menn lesið greinar í Þjóðólfi eptir kunnuga menn, sem þekkja verksmiðjuverð á skilvindum í Danmörku og víðar.( 14) Og óneitanlega brugðu menn fyr- ir sig nýstárlegum aðferðum við auglýsingar. Þannig fékk Stefán Th. Jónsson, kaupmaður á Seyðisfirði, Sigurð Arngrímsson kennara og síðar kaupsýslumann til þess að semja fyrir sig auglýsingu um skil- vinduna Alexöndru. Augýsingin varð svona: Alexöndru endurbœttu auglýsir hann Stefán minn. Hana kaupa allir œttu og ekki horfa í kostnaðinn. Hún er á við helgidóma hún er góð fyrir þetta land. í henni verður allt að rjóma einnig þó hún skilji hland.(\5) Auglýsingin mun þó aldrei hafa verið birt. Ef til vill þurfti þess ekki, ef marka má skrif Guðmundar Þor- steinssonar frá Lundi sem ólst upp í Múlasýslum: Fyrsta skilvinda, sem eg man eftir, var „Alexandra", og var hún lengi einráð eystra, seld á Seyðisfirði. Henni kynntist eg náið, utan og innan, og skildi oft í henni... “ (16) Ráðunautar Búnaðarfélags ís- lands og fleiri kunnáttumenn gáfu ráð um skilvindukaup og er frá leið lét Búnaðarfélagið einnig gera at- huganir á nothæfi skilvindutegunda kaupendum til hagræðis. Skilvinda á flesta bæi Og svo kom að því að skilvindan eignaðist sinn sess á flestum bæj- um. Islenska smjörið batnaði og víða um land risu rjómabú sem greiddu því leið á erlendan markað. En jjað er önnur saga. Árið 1945 voru skilvindur taldar vera liðlega 3900 í landinu - næst algengasta búvélin. Aðeins kerrum- ar voru fleiri. Sveitaheimilin voru þá talin vera um 5000 (17). í lok seinni heimsstyrjaldarinnar var því skilvinda komin á fjögur sveita- heimili af hverjum fimm og þeim átti eftir að fjölga. Mjólkurtrogum og kirnum fækkaði að sama skapi. Hin mikla vinna við þrif þeirra til- heyrði sögunni. I staðinn kom lág- vært suð skilvindunnar þar sem henni var snúið í takt við tímann, sextíu snúninga á mínútu eða þar um bil svo að rjóminn yrði hæfilega þykkur. Sr. Þórhallur Bjarnarson í 8 FREYR -1. ‘97

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.