Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1997, Side 13

Freyr - 01.01.1997, Side 13
Laufási, biskup og búnaðarfrömuð- ur, orðaði þátt skilvindunnar þannig í Nýja kirkjublaðinu árið 1913: Skilvindan er öllum prédikunum betri tilþrifnaðar og hreinlœtis.(\%) Það reyndu landsmenn. Síðar breyttust tímamir. Þótt ein og ein skilvinda suði enn á grónum sveitaheimilum eru það þó aðeins liðlega tuttugu gljáandi stórskil- vindur í mjólkurbúum landsins, knúðar afli fossanna, sem nú sjá um að skilja rjómann úr þeirri mjólk sem þjóðin þarfnast. Enn ein sagan um þróun tækninnar. Heimildir: 1. Menn og og minjar IX, bls. 155-156. 2. Boggild, B.: Mælkeribruget i Danmark, bls. 343-344. 3. Bdggild, B.: Mælkeribruget i Danmark, bls. 350. 4. ísafold, 23. árg. 1896, 29. tbl. bls. 116. 5. Fjallkonan, XIII, 37, 1896, bls. 149- 150. 6. Búnaðarfélag Islands. Aldarminning II, bls. 381. 7. Þorvaldur Thoroddsen: Lýsing Islands III, bls. 268. 8. ísafold, 23. árg. 1896, 51. tbl. bls. 203. 9. Bjami Símonarson: Arið 1895. Búnað- arrit X. ár 1896, bls. 185. 10. Skýrsla búnaðarf. suðuramtsins, 1897, bls. 29. 11. ísafold, XXV, 1898, 47. blað. 12. Sigurður Sigurðsson: Um mjólkurbú í Danmörku og Noregi, Búnaðarrit, XIII. ár, bls. 14. 13. Halldóra Þorsteinsdóttir starfsmaður Þjóðarbókhlöðu: Munnleg frásögn 1996. 14. G.J.: Skilvindukaupin, Plógur IV. árg., nr. 4, bls. 30. 15. Gunnar Valdimarsson frá Teigi f Vopnafirði: Munnleg frásögn 1996. 16. Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi: Horfnir starfshættir, 2. útg. 1990 bls. 83. 17. Ami G. Eylands: Búvélar og ræktun, bls. 432-433. 18. Þórhallur Bjarnarson: Nýtt kirkjublað, VIII. árg. 1913, bls. 277. 19. Þjóðviljinn ungi. ísaftrði, VII, 1899, 32. Um utgafu Freys o.fl. Sú breyting verður á útgáfu Freys um þessi áramót að Áskell Þórisson ritstjóri Bænda- blaðsins tekur einnig við ritstjórn Freys jafnframt því sem hann verður ábyrgðarmaður blaðsins. Frá sama tíma hættir Matthías Eggertsson sem ábyrgð- armaður Freys að eigin ósk en verður ritstjóri blaðs- ins áfram í hálfu starfi og fer jafnframt á eftirlaun. Þá verður sú nýbreytni á útgáfumálum Freys að setning og umbrot blaðsins flyst á skrifstofu Freys hjá Bændasamtökunum í Bændahöllinni á sama hátt og setning og umbrot Bændablaðsins hefur farið fram frá því útgáfa þess hófst. Þröstur Haraldsson, blaða- og útvarpsmaður. hefur verið ráðinn í starf hjá Frey og Bændablað- inu í sameiningu til að vinna við umbrot beggja blaðanna og er hann hér boðinn velkominn til starfa. Þegar útgáfa Bændablaðsins hófst fyrir tveimur árum tók það við því hlutverki að verða fréttamið- ill um landbúnaðarmál sem nær til allra bænda og á hraðvirkari hátt en Freyr hafði áður gert. Það er al- mannarómur að þar hafí vel tekist til. Við það skýrðist enn frekar hlutverk Freys sem leiðbeiningarit um hvaðeina sem búskap varðar er legði áherslu á að birta efni sem héldi gildi sínu til nokkurs langframa. Til að stuðla að því er birt efnisyfirlit hvers árgangs í síðasta tölublaði hvers árs en vitað er að Frey er mikið haldið til haga og algengt að hann sé bundinn inn. Útgáfa rita um landbúnað hefur tekið verulegum breytingum síðustu u.þ.b. 15 ár. Á þessu tímabili hefur fest sig í sessi útgáfa á sérritum um einstakar búgreinar sem eru ritin Nautgriparæktin, Sauðfjár- ræktin og Hrossaræktin, öll gefin út af Bændasam- tökum íslands, áður Búnaðarfélag íslands. Á hinn bóginn hafa horfið önnur rit, svo sem hið gagnmerka rit, Ársrit Ræktunarfélags Norður- lands, sem komið hafði út frá árinu 1905, og tímarit í einkaeign og var þar tímaritið Bóndinn, sem átti sitt útkomuskeið á þessu tímabili, fyrir- ferðamest. Þá stendur nú fyrir dyrum að sameina útgáfu Búnaðarritsins, sem komið hefur út frá árinu 1886 og mun vera næstelsta tímarit sem nú er gefið út hér á landi, lengst af í eigu Búnaðarfélags Islands, og Árbók landbúnaðarins sem Fram- leiðsluráð landbúnaðarins hefur gefið út frá árinu 1950. Fyrsti sameiginlegi árgangur þessara rita er þegar í undirbúningi. Vart er við öðru að búast en að samdráttar og þrenginga í landbúnaði sjái einnig nokkum stað í útgáfumálum hans. Jafnframt er ljóst að varnar- og sóknarbarátta landbúnaðarins stendur og fellur með öflugri kynningarstarfsemi, hvort sem um er að ræða miðlun búfræðilegs fróðleiks eða kjara- barátta. Barátta fyrir lífvænlegum landbúnaði er barátta fyrir lífvænlegri íslenskri þjóð. Sú barátta fer fram í öllum fjölmiðlum en eigin útgáfa íslensks land- búnaðar gegnir þar einnig miklu hlutverki. M.E 1. ‘97- FREYR9

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.