Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1997, Page 14

Freyr - 01.01.1997, Page 14
Erfðaframfarir í íslenska kúastofninum Hefur eitthvað áunnist? Að undanfömu hefur nautgripa- rækt verið þónokkuð í umræð- unni. Miklar vangaveltur hafa verið í gangi hvað varðar möguleika þess að kynbæta íslenska mjólkurkúa- kynið með erlendum erfðavísum. Eitt af því sem hefur verið skegg- rætt um í því sambandi er hvort ís- lenski stofninn eigi sér nægileg sóknarfæri í kynbótum einn og sér, og í framhaldi af því hvort nokkuð hafi áunnist á þeim árum sem skipu- legt kynbótastarf hefur verið stund- að í íslenskri nautgriparækt. Hverjar hafa áherslurnar veriö? íslenska kúakynið hefur alla tíð ver- ið ræktað með mestri áherslu á eig- inleika tengda mjólkurframleiðslu. Einu breytingar á hinu opinbera ræktunartakmarki hafa verið að færa vægið af fitu yfir á prótein í takt við neyslubreytingar í þjóðfé- laginu. En vegna þess hversu sterkt þessir tveir eiginleikar mjólkurinnar eru tengdir þá telst það einungis ör- Eftir dr. fltjust Sigurðsson, búfjárerfðafræðing, Bændasamtökum Islands lítil leiðrétting á kúrs en ekki nein stefnubreyting. Við val á kynbóta- nautum til notkunar í sæðingum er í dag fyrst og fremst litið til erfðaeðl- is gripanna til framleiðslu á mjólk- urpróteini. Rétt er þó að minna á að einnig eru hafðar til hliðsjónar upp- lýsingar um dóma á dætrum þeirra hvað varðar skrokk, júgur, spena, mjaltir, frjósemi, skap og frumu- tölu. Ahugavert er því að skoða hverju kynbótastarfið hefur skilað með tilliti til mjólkurframleiðslu- eiginleika á síðustu áratugum. Erfðaframför í mjólkurfram- leiðslueigínleikum Til að kanna erfðaframfarir í ís- lenska kúastofninum má nýta nið- urstöður kynbótamatsins. Að af- loknum útreikningum kynbótamats nú í október síðastliðnum var gerð slík könnun á erfðaframförum í mjólkurframleiðslueiginleikum. Erfðaframfarimar má skoða með því að reikna meðalkynbótagildi gripa innan fæðingarára og setja þessi meðalgildi síðan upp í línurit- um fyrir hvem eiginleika fyrir sig. Á myndum 1 til 5 má sjá meðal- kynbótagildi íslenskra mjólkurkúa innan fæðingarára fyrir magn mjólkur, fitu og próteins og fitu- og próteinprósentu. Tekið er fyrir tímabilið (fæðingaár) 1980 til 1993. Þróunin er svipuð hvort sem skoðað er línuritið fyrir magn mjólkur, magn fitu eða magn prót- eins. Greinilegt er að framfarir hafa orðið á þessu tímabili. Á línuriti fyrir fituprósentu virðist ástandið hafa haldist nokkuð stöðugt en aftur á móti er greinilegt á línuriti fyrir próteinprósentu að þar er um svolítið fall að ræða. Ákjósanlegast er að halda efnasamsetningu mjólk- urinnar stöðugri og því hefur verið lögð svolítil vikt á próteinprósentu í heildarkynbótaeinkunn þeirri sem valið er nú eftir í ræktunarstarfmu, Erfðaframfarir í kúastofninum Magn mjnlkur -1. mj.skeið -2. mj.skcið -3. mj.skcið Mynd 1. Mjólkurmagn 10 FREYR-1. ‘97

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.