Freyr - 01.01.1997, Qupperneq 19
ennþá. Til að eyða maurum úr
gripahúsum, hlöðum og umhverfi
þeirra þarf að nota efni til viðbótar
venjulegri sótthreinsun. Maurar
virðast geta lifað á túnum yfir vetur-
inn og borist aftur í hlöður með nýju
heyi. Þeir fjölga sér ekki en geta þó
lifað í heyi í loftþéttum umbúðum.
Minni hætta er því á að riðuveiki
komi aftur ef nýjum fjárstofni er
gefið rúlluhey í votabandi eingöngu
en ekki þurrhey. Fylgja skal fyrir-
sögn héraðsdýralæknis um allt
varðandi framkvæmd á förgun fjár-
ins, sótthreinsun, frágang o.fl.
Einkenni riðu: Ótti, fælni, titr-
ingur, tannagnístur, sjóntruflun,
kláði, álappalegt göngulag,
brokk, deyfð, lömun, krampaköst
og vanþrif. Riðukindur snarast
um ef fengist er við þær, eyrun
lafa og þær láta vel við klóri
(kjamsa). Fjáreigendur eiga að láta
rannsaka grunsamlegar kindur hve-
nær sem er og strax. Slík rannsókn
er þeim kostnaðarlaus. Tilkynna
skal dýralækni eða lögreglu tafar-
laust um hverja grunsamlega kind.
Þetta á við alla, ekki bara við eig-
endur eða heimilisfólk á viðkom-
andi bæ. Rúningsmenn eru oft fyrst-
ir til að frnna veikina. Best er að
þeir noti klippur og hlífðarföt frá
viðkomandi bæ. Annars þurfa þeir
að sótthreinsa útbúnaðinn milli
bæja á riðusvæðum.
Arangur er þessi: Riðutilfellum
hefur stórfækkað, útbreiðsla hefur
stöðvast, veikin hefur ekki borist í
nautgripi eins og á Bretlandseyjum
og víðar og íslenskir neytendur
virðast sáttir við það sem gert hefur
verið, gagnstætt því sem orðið hef-
ur víða í Evrópu. Riða fannst síðast
á nýju svæði fyrir rúmum 8 árum og
vonir styrkjast með hverju ári að
tekist hafi að uppræta veikina úr
nokkrum vamarhólfum, sem áður
vom sýkt. Riðafannst þó á 8 bœjum
alls árið 1996. Þar af vom 5 bæir á
Norðurlandi og 3 á Austfjörðum í 5
vamarhólfum samtals. Arangurinn
sem náðst hefur er fyrst og fremst
að þakka þegnskap, ósérhlífni og
samviskusemi bænda og annarra
fjáreigenda. Sama var viðhorf
sveitafólks, þegar barist var við
Karakúlsjúkdómana fyrir hálfri öld
og stuðlaði að því að vel tókst til.
Það gæti orðið afdrifankt fyrir sölu
á kindakjöti innanlands og útflutn-
ingur yrði erfiðari eða legðist niður,
ef riðuveiki breiddist út að nýju. Sú
hætta vofir yfir að nautgripir gætu
smitast. Enn er löng barátta fram-
undan. Heilasýni verða tekin úr
fullorðnu vanhaldafé og sláturfé
(heimaslátmn líka) víða um land.
Skoða verður fé í réttum og húsum
og skrá vanhöld.
Nýjan fjárstofn skal merkja
Hvorki má láta til lífs né kaupa fé
nema frá ósýktum svæðum. Þetta
skulu einnig aðrir virða, sem búa á
svæðum þar sem riðuveiki hefur
fundist, ekki bara þeir, sem riðan
hefur fundist hjá. Slíkt bann við
verslun með fé innan riðusvæða ætti
að gilda ótiltekinn tíma eða þar til
hættan er liðin hjá. Kynbætur fást
með því að láta sæða bestu æmar
og/eða kaupa lambhrúta frá ósýkt-
um hólfum. Aldrei ætti að hafa ketti
og hunda í fjárhúsum eða hlöðum.
Útrýma skal músum. Hægt er með
blóðrannsókn (DNA) að finna mót-
stöðumikla einstaklinga, t.d. hrúta,
og nýta það við val á ásetningsfé.
Ekki má hafa nautgripi í sömu hús-
um og sauðfé. Sala á nautgripum frá
riðubæjum til lífs er óheimil án
leyfis, einnig sala á nautgripum
milli varnarhólfa.
Danir stofna matvælaráðuneyti
Um síðustu áramót varð breyting á skipan ráðuneyta í Danmörku á
þann veg að stofnað var Matvæla-, landbúnaðar- og sjávarútvegs-
ráðuneyd í stað Landbúnaðar- og Sjávarútvegsráðuneytis áður.
Stofnun hins nýja ráðuneytis fór fram í góðri sátt allra hlutaðeigandi
aðila. Hið nýja ráðuneyti hefur það verkefni að gæta hagsmuna bæði
landbúnaðar, sjávarútvegs, matvælaiðnaðarins og neytenda og eru tals-
menn þessara hópa jákvæðir gagnvart því að ágreiningsmál sem upp
konta verði betur leyst innan eins ráðuneyds heldur en milli ráðuneyta.
Fá dærni ef nokkurt er um að í öðrum löndum finnist þessi samsetning
á málaflokkum í einu ráðuneyti. Matvælaframleiðsla og útflutningur
matvæla er stærri þáttur í jijóðarbúskap Dana en í flestum löndum og fær
ráðuneydð m.a. það verkefni að hafa opinbera stjórn á öllu eftirlid með
matvælum á öllum sdgum framleiðslu og viðskipta.
Ráðherra hins nýja ráðuneytis er Henrik Dam Kristensen.
(Landsbladet nr. l/'97).
Tóbaksbændur í Evrópu anda léttar
Tóbaksbændur og starfsmenn í tóbaksiðnaði í sunnanverðri Evrópu,
alls um 200 þúsund manns, geta nú andað léttara eftir að embættis-
mannaráð ESB ákvað að breyta styrkjum bandalagsins sem tóbaksiðn-
aðurinn nýtur, í stað þess að leggja þá niður, eins og kröfur voru uppi
unt.
Styrkir til tóbaksframleiðslu og tóbaksiðnaðar nema um 115 milljörð-
urn króna á ári í ESB og hafa |ieir verið gagnrýndir harðlega á þeim for-
sendum að reykingar séu heilsuspillandi.
Talsmenn ESB benda hins vegar á að nú þegar séu 77% af tóbaki, sem
neytt sé í ESB, flutt inn. Afnám styrkjakerfisins leiði eingöngu til þess
að 100% tóbaks, sem neytt sé yrði innflutt og 200 þúsund manns í Evr-
ópusambandinu bætist við í hópi atvinnuleysingja.
(Landsbladet nr. l/'97).
1. ‘97-FREYR15