Freyr - 01.01.1997, Side 20
Ræktun jarðarberja
Ræktun garðjarðarberja á sér alllanga sögu
á íslandi. Með nýjum afbrigðum og nýrri
ræktunartækni hefur ræktunin smám saman
orðið auðveldari
Garðjaröarber á íslandi
Garðjarðarber eru önnur tegund en
smávöxnu, villtu íslensku jarðarber-
in. Garðjarðarber urðu til fyrir 200-
250 árum, þegar tveimur amerísk-
um jarðarberjategundum var æxlað
saman í Frakklandi. Það er ekki vit-
að hvenær fyrst var reynt að rækta
garðjarðarber á Islandi.
Einar Helgason skrifar í Hvannir
árið 1926: „Það er alveg á takmörk-
unum að hin útlendu jarðarber geti
þrifist hér á landi, og þau ná ekki
þroska á bersvæði fyrr en svo seint
á sumri að uppskeran verður sára
lítil.“ A öðrum áratug aldarinnar
virðist lítið vera ræktað af garðjarð-
arberjum á Islandi.
Árið 1941 skrifaði Martínus Sim-
son, ljósmyndari á ísafirði, grein í
Garðyrkjuritið og segist hafa ræktað
jarðarber þar vestra um tíu ára
skeið, með góðum árangri. Hann
notaði afbrigðið Deutsch evem og
fékk um 200 g af berjum af plöntu,
sem verður að teljast mjög góð upp-
skera, vegna þess að hann notaði
ekki gróðurhlífar. Hins vegar lagði
Simson áherslu á að skýla plöntun-
um vel. I klausu frá ritstjóra Garð-
yrkjuritsins, sem fylgir greininni,
segir að ræktun jarðarberja sé stöð-
ugt að aukast á Islandi.
Unnsteinn Olafsson (1939) lagði
áherslu á að nota sólreiti, ylreiti eða
gróðurhús til að rækta garðjarðar-
Eftir Magnús Óskarsson frá
Hvanneyri
ber. Hann stakk upp á því að rækta
berin á hillum í gróðurhúsum, að-
ferð sem á seinni árum hefur rutt
sér til rúms.
Sturla Friðriksson (1952) sagði:
„Árið 1947 voru fluttar til landsins
all margar tegundir af jarðarberja-
jurtum á vegum Atvinnudeildar Há-
Jarðarber íblóma í tilraun á Hvanneyri. (Ljósm. M.Ó.)
16 FREYR-1. ‘97