Freyr - 01.01.1997, Síða 23
Varahlutir úr grísastíunni
Aþað að vera svínalifur? Að
þessu sinni er það ekki þjónninn
sem spyr, heldur læknirinn. Læknar
sem stunda líffæraflutninga skortir
líffæri og eru í líffæraleit. Það geng-
ur ekki að bíða eftir að nógu margir
deyi í umferðaslysum. Biðin eftir líf-
færum myndi styttast ef unnt væri að
sækja þau út í svínahús.
Hér er einkum um að ræða nýru,
lifur og lungu, en einnig sjálft tákn-
ið fyrir lífið, hjartað. Á máli sér-
fræðinga er flutningur á líffærum
milli dýrategunda nefndur xeno-
transplantation og það er erfðatækni
sem gerir kleift að stunda hana.
Mannslíkaminn mundi samstundis
hafna “venjulegu” líffæri úr grís, ef
því yrði komið fyrir í honum.
Onæmiskerfið sæi um það. Við því
er til ráð. Inn í frjóvgaða eggfrumu
úr svíni er bætt genum úr manns-
litningum sem ónæmiskerfi manna
kannast við og samþykkir. Grísinn
með nýju genunum lítur út ná-
kvæmlega eins og aðrir grísir, en
allar frumur hans veifa ”manns”-
fána. Þetta er líkast fölsku flaggi,
sem fær mannslíkamann til að trúa
því að nýju líffærið sé kunnuglegt.
Vísindamenn beita einnig fleiri
ráðum til að blekkja líkama manna.
Sérfræðingar í erfðatækni í Bret-
landi eru sannfærðir um að öll
vandamál í þessu sambandi megi
leysa. Grísir með mennsk gen eru í
ræktun til að gera tilraunir með þá.
Tekist hefur að láta apa lifa allt upp
í tvo mánuði með hjarta úr grís.
Þessar tilraunir hafa vakið gífurlega
athygli. Bæði vísindamenn í læknis-
fræði, lyfjaiðnaðurinn, opinberir
aðilar og almenningur fylgist með
þróuninni.
Ef það tekst að leysa öll þau
vandamál sem þrátt fyrir allt eru
enn óleyst, vakna margar nýjar
spumingar, bæði læknisfræðilegar
og siðferðilegar.
Veirufræðingar eru afar tor-
tryggnir. Ut frá þekkingu þeirra á
því hvemig smitefni aðlagast um-
Hvað þarf maðurinn
að fá mörg líffœri úr
svíni áður en hann
hættir að nota kenni-
tölu ogfœr œttbókar-
númer?
hverfi sínu vita þeir að nýir sjúk-
dómar geta orðið til þegar sýkillinn
kemst í nýtt “umhverfi”. Fólk með
líffæri úr öðrum tegundum er kjör-
inn vettvangur fyrir myndun nýrra
sjúkdómsvalda. Þar sem fólkið er
háð lyfjum sem halda ónæmiskerf-
inu niðri. Spánskaveikin árið 1918
var eins konar svínainflúensa sem
lagðist á fólk. Eyðni og Ebóla veik-
in eiga e.t.v. rætur að rekja til sjúk-
dóma meðal apa.
Jafnvel þótt þess sé ítarlega gætt
að nota grísi sem eru lausir við
hvers kyns þekkta sjúkdóma er ekki
unnt að vera ömggur. Og ef það
kemur fram ný veirutegund, veiru-
fræðingar segja ekki hvort heldur
þegar, getur veiran dreifst meðal
fólks áður en hún uppgötvast. Þar
með er líffæraflutningur ekki lengur
spuming um hvaða áhættu líffæra-
þeginn vill taka, heldur er um sam-
félagslegt heilsuvandamál að ræða.
Vill fólk fá líffæri úr öðmm dýra-
tegundum? Sumir svara því játandi
umyrðalaust, uppruninn skiptir
engu mál ef unnt er að lengja lífið
með því. Aðrir neita því jafn ein-
dregið.
Er notkun líffæra úr grísum skref
á leið til ódauðleikans? Hvað sem
því líður opnar það nýja möguleika
og kemur huganum á flug. Hve
mörg líffæri úr svínum þurfum við
að fá áður en við hættum að nota
kennitölu og fömm að nota ættbók-
amúmer?
En að öllu gamni slepptu, mikil-
vægast í þessu sambandi er e.t.v.
hin kunna umræða um skiptingu
fjármunanna. Ef líffæraflutningur
úr dýrum í menn yrði framkvæman-
legur lengdust biðlistar þeirra sem
vildu fá ný líffæri. Afrekslæknisað-
gerðir, sem eru dýrar, em oftast í
þágu þeirra sem hafa efni á þeim, en
ekki ætíð þeirra sem þarfnast þeirra
mest. Á þjóðfélagið að gefa þeim
meiri forgang en t.d. bæklunarlækn-
ingum? Hvemig á að verja fjármun-
um sem veitt er til heilbrigðismála
þannig að sem flestir lifi við sem
besta heilsu?
Þegar Chris Bamard framkvæmdi
fyrsta hjartaflutninginn á manni, þá
geri hann það bara. Engin siðfræði-
nefnd fjallað um málið, engir opin-
berir aðilar könnuðu afleiðingar
þess eða settu skilyrði. Vegna þess
hve aðgerðin tókst vel vora umræð-
umar um þessa nýju möguleika að
nokkra leyti kæfðar í fæðingu. Það
er erfitt að stöðva “framþróunina”
og “framfarimar” þó að þær séu
umdeildar.
Núorðið telja hins vegar flestir að
nógu langt sé gengið í þessari þró-
un. Gerð hefur verið skoðanakönn-
un í Englandi um líffæraflutning úr
grísum. I svömm margra kom fram
að það álit að við væmm að gleyma
því að leyfa fólki að deyja í friði
þegar tími þess er kominn.
Þetta er e.t.v. hin heilbirgða lífs-
skoðun mannsins á götunni þegar
læknasjarmöramir verða of ákafir
og risarnir meðal lyfjafyrirtæka
fjárfesta stómm í von um að komast
í feitt.
(Norsk Landbruk nr. 26/’96,
úr grein eftir Karen Johanne Balsrud)
1. ‘97-FREYR19