Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1997, Blaðsíða 31

Freyr - 01.01.1997, Blaðsíða 31
Leið frjálsrœðis getur hentað íslenskum kindakjötsframleiðendum engu síður en þeim nýsjálensku, að áliti greinarhöfundar. (Freysmynd) sjálfsvirðing þeirra hefur aukist. Leið tilslakana og frjálsræðis getur hentað íslenskum kindakjötsfram- leiðendum engu síður en þeim ný- sjálensku þó að magnið sé minna hérlendis og tilkostnaðurinn hærri. Það eitt segir ekkert um að framboð og eftirspurn geti ekki stjórnað kindakjötsframleiðslunni á Islandi. Islenskt kindakjöt verður væntan- lega, vegna sérstöðu sinnar, gæða og hreinleika, að keppa á öðrum mörkuðum en t.d. það nýsjálenska. Stofnun sölusamtaka er vænlegur kostur Á Nýja-Sjálandi eru starfandi sölu- samtök, New Zealand Meat Produ- cer Board, sem á íslensku útleggst „Sölusamtök nýsjálenskra kjöt- framleiðenda11. Hlutverk þessara samtaka er að tryggja nýsjálenskum kjötframleiðendum eins hátt verð og mögulegt er til lengri tíma. Kindakjötsframleiðendum er þó frjálst að standa utan samtakanna og geta þeir látið slátra fyrir sig og selt sjálfir eða selt í eigin reikning í gegnum samtökin. Þetta gefur fram- leiðendum færi á að selja vöruna á hvaða stigi sem er. Þeir geta selt gripina lifandi til slátrunar, látið slátra og selt óunnið, eða látið verka fyrir sig og selt fullunnið. Þetta gef- ur hverjum framleiðenda tækifæri til að haga sölumálum sínum eins og honum hentar best. Til að auka frelsi og aðlaga ís- lenska kindakjötsframleiðslu breyttu rekstaraumhverfi er vænlegt að feta í fótspor Nýsjálendinga og hætta opinberum afskiptum af at- vinnugreininni. Með því móti kom- ast á bein tengsl framleiðandans og markaðarins og framboð og eftir- spum stjóma framleiðslunni. Með- alaldur kindakjötsframleiðenda á Islandi er nokkuð hár og menntun þeirra frekar lítil. Margir þeirra hafa búið við forræðishyggju og mið- stýringu allan þann tíma sem þeir hafa starfað í greininni og því má álykta að margir þeirra ættu erfítt með að fóta sig í harðri samkeppni. Ef allri stjómun og stuðningi við ís- lenska kindakjötsframleiðslu yrði hætt í einu vetfangi er hætt við að mikil ringulreið yrði í greininni sem erlendir kindakjötsframleiðendur gætu nýtt sér til að komast inn á markaðinn. Þá gæti orðið erfitt að byggja aftur upp kindakjötsfram- leiðslu á Islandi. Því er vænlegra að fara hægara í sakirnar og gefa fram- leiðendunum tíma til að aðlagast breyttum aðstæðum. Stofnun sölu- samtaka gæti í þessu tilliti verið vænlegur kostur fyrir íslenska kindakjötsframleiðendur, a.m.k. hefur það reynst vel í sölu á íslensk- um sjávarafurðum. Mögulegt er að nýta þau sambönd og þá reynslu sem fyrir hendi er í sölusamtökum í sjávarafurðum. Til greina kemur að sölusamtök sem þessi kæmu hvergi nærri slátrun eða vinnslu en hefðu umsjón með sölumálum þeirra kindakjötsframleiðenda sem þess óska og myndu þannig tengja fram- leiðandann og markaðinn. Núver- andi afurðastöðvar yrðu því ekki skyldugar að kaupa kjötið af fram- leiðandanum, en væri frjálst að gera það ef hann vill selja. Afurðastöðv- amar gætu því orðið hvort tveggja í senn, kaupendur afurðanna og verk- takar í slátrun fyrir þá sem vildu selja sjálfir eða í gegnum hin nýju sölusamtök. Með þessu yrði til sam- keppni á milli afurðastöðvanna og myndi það að öllum líkindum lækka sláturkostnað. Slík samkeppni hefur leitt til mikillar lækkunar á slátur- kostnaði, t.d. á svínum. Það yrði hluti af hagræðingu í greininni því að sláturkostnaður er hár á Islandi. Með þessu móti væri hægt að koma á kerfí framboðs og eftirspumar á virkum markaði. Kindakjötsfram- leiðendur þurfa að hafa frelsi til að standa utan samtakanna ef þeir telja hag sínum betur borgið þannig. Með því móti er ekki verið að þvinga neinn til viðskipta. Reynsl- an sýnir að þegar selt er í smáum flokkum er líklegra að hærra verð fáist, t.d. vegna aðgreiningar eða af- mörkunar. Því er óæskilegt að sölu- samtökin hafa einokunaraðstöðu eða opinbert valdsvið. Grein þessi er unnin upp úr lokaritgerð höfundar til B.S.-prófs við Samvinnuhá- skólann á Bifröst vorið 1996. Þeir sem hafa áhuga á að nálgast ritgerðina í heild geta snúið sér til afgreiðslu Freys. 1. ‘97 -FREYR 27

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.