Freyr - 01.01.1997, Side 42
Er búið að bolusetja
við garnaveiki ?
Eftir Sigurð Sigurðarson
dýralækni
Ennþá veldur garnaveiki tals-
verðu tjóni á íslandi og hún
breiðist enn út í sauðfé og nautgrip-
um á vissum svæðum. Öll jórturdýr
eru í hættu. Það er óviðunandi að
hvorki skuli hafa tekist að stöðva
útbreiðslu veikinnar né útrýma
henni af Islandi. Það er hægt og að
því þarf að stefna. Á Vestfjörðum
virðist hafa tekist að útrýma veik-
inni með samstilltu átaki. Bólusetn-
ingu hefur nú verið hætt þar. Á sum-
um svæðum vantar aðeins herslu-
muninn. Nokkur héruð hafa aldrei
fengið veikina. Þar er ekki bólusett.
Hvemig á að fara að til að uppræta
veikina?
Eftirtalin atriði skipta miklu
máli:
1. Rannsaka skal alla grunsamlega
gripi, svo að veikin finnist, hvar
sem hún er til staðar, hvort held-
ur sem er í sauðfé, nautgripum
eða geitum.
- Gamasýni þarf að skoða úr öllum
fullorðnum jórturdýrum, sem
slátrað er (einnig heimaslátmðu)
og ekki síður úr öllum vanhalda-
gripum.
- Blóðsýni þarf að taka úr nautgrip-
um og e.t.v. saursýni til sýklaleit-
ar.
2. Bólusetja skal öll ásetningslömb
fyrir áramót en þó er betra að það
sé gert snemma hausts, einkum á
garnaveikibæjum. Lömbin fá
mótefni í móðurmjólkinni. Þau
endast fram í ágúst/sept. Full
vöm fæst fyrst 3-4 vikum eftir
bólusetningu. Ekki má gleymast
að bólusetja síðheimt lömb.
3. Aðskiljið frá hausti, á túni og
húsi, ásetningslömb og fullorðið
fé (vegna smitbera).
4. Gefið aðeins hey/vatn, sem er
ómengað af taði úr smituðu fé
(Ath. smituð beitilönd)
5. Gangið hreinlega um húsin.
Gætið að því að vatn óhreinkist
ekki í drykkjarílátum
6. Varist kaup eða hýsingu á ókunn-
ugu fé, sem kynni að vera smitað.
7. Varist kaup á heyi af sýktu svæði,
einnig túnþökur, vélar, tæki o.fl.
Sveitarstjórn er ábyrg fyrir
bólusetningunni. Eftirlitsmaður
(héraðsdýralæknir), skal fylgjast
með því að bólusetningin sé fram-
kvæmd, aðstoða og leiðbeina.
Senda skal yfirdýralækni skýrslu
um bólusetninguna sem fyrst,
eftir að lokið er.
Áhrif bólusetningarinnar til
vamar eru þeim mun betri sem fyrr
er bólusett að haustinu. Ef seint er
bólusett, er hætt við að sum lömbin
verði smitberar um árabil og skapi
hættu fyrir annað sauðfé og naut-
gripi bæði heima og heiman.
Á einstaka svæðum má fara að at-
huga hvort óhætt sé að gera svipaða
tilraun og á Vestfjörðum með að
hætta bólusetningu. Það verður
aðeins gert með samstilltu átaki í
samvinnu við heimamenn. Allt þarf
að hafa verið í lagi og nokkur ár
verða að hafa liðið frá síðasta gama-
veikitilfelli á viðkomandi svæði.
Gamaveiki barst til landsins með
karakúlfé, sem kom 1933. Með því
bárust einnig veimsjúkdómar, sem
hefur nú verið útrýmt (Votamæði,
þurramæði og visna).
Veikinni veldur sýkill af berkla-
flokki. Hann er lífseigur og lifir í
taði og óhreinindum frá sýktum og
smituðum gripum(l - 1 1/2 ár) og
berst með smituðum gripum og öllu
sem óhreinkast, heyi, tækjum, hlífð-
arfötum, einkum skófatnaði o.fl..
Hreinlæti er því höfuðdyggð í allri
umgengni við smitað fé. Þar sem
bólusett er, verða blóðpróf ekki að
gagni til að leita að smituðu sauðfé.
Stundum er hægt að finna smitbera
með því að leita að sýklunum í saur.
38 FREYR -1.‘97