Freyr - 01.02.1998, Page 16
Sveinn Aðalsteinsson, tilraunastjóri Garðyrkjuskóla ríkisins, í „hitabeltis"gróðurhúsi Garðyrkjuskólans. íhúsinu eru m.a.
rœktaðir bananar og aðrar hitabeltisjurtir til nota í kennslu við skólann.
hæfingin sífellt meiri og ætli menn
að ná verulegum árangri verða þeir
að einbeita sér að einni ræktun. Ekki
geta t.d. allir ræktað tómata eða
gúrkur hérlendis. Að vísu má til
sanns vegar færa að Islendingar
borði alltof lítið af grænmeti og því
sé stærð markaðarins ekki þekkt.
Það er satt og rétt en sú vissa ein og
sér borgar ekki upp lán og annan
kostnað garðyrkjubænda sem fá
alltof lítið fyrir t.d. tómatana sína
um mitt sumar þegar offramboðið
nær hámarki. Það er því þörf á víð-
tækri upplýsingaöflun um nýjar teg-
undir og markaðshæfi þeirra, próf-
unum við íslenskar aðstæður, sam-
hæfðu markaðsátaki og dreifingu
upplýsinga til framleiðenda, e.t.v.
með hjálp alnetsins. Hér er lífsnauð-
synlegt að „finna ekki upp hjólið“,
heldur taka frekar mið af reynslu
annarra og aðlaga íslenskum að-
stæðum. MaRS ætti að stunda í ná-
inni samvinnu við sölusamtök garð-
yrkjubænda og aðra hagsmunaaðila.
Garðyrkjuskólinn hefur sinnt þess-
um þætti með ágætum undanfarna
áratugi.
Ræktun í vikri og öðrum
innlendum
ræktunarefnum
Islenskir garðyrkjubændur hafa um
langt árabil ræktað í vikri í gróður-
húsum hérlendis. Garðyrkjuskólinn
gekkst fyrir stóru tilraunaverkefni í
lok níunda áratugarins og hefur birst
fjöldi skýrslna um það efni. Verk-
efninu er haldið áfram en nú er aðal-
áherslan lögð á endurnýtingu vikurs
og hinir ýmsu eðliseiginleikar vikurs
skoðaðir. Lítil sem engin næring er í
vikri og verður því að vökva með
áburði líkt og gert er með steinull.
Steinull er algengasta ræktunarefnið
í ylrækt í Evrópu um þessar mundir
en notkun hennar fylgja ýmis vanda-
mál, einkum þegar ræktendur þurfa
að losa sig við gamlar steinullar-
mottur en þær hafa takmarkaða end-
ingu. Hollendingar hafa sýnt notkun
vikurs mikinn áhuga en steinullarúr-
gangur er þar verulegt vandamál.
Steinullin hefur þó sína sérstöku
kosti, t.d. bindur hún ekki næringar-
efni í sama mæli og vikur. Halda
þarf þessum vikurtilraunum áfram
og skoða t.d. jónrýmd (CEC) vikurs,
llokkun hans og gæðastýringu,
vatnsrýmd og vökvunarferli, heppi-
legar umbúðir sem geta dregið úr
vinnukostnaði, vandamál við endur-
nýtingu, t.d. niðurbrot koma, og
hvemig og hvort æskilegt sé að
vinna að útflutningi vikurs til rækt-
unar í stærri stíl en verið hefur. Hér,
eins og víða annars staðar, er mikil-
vægt að flytja ekki einungis út hrá-
efni við þurfum einnig að hasla okk-
ur völl með sérþekkingu okkar sem
við seljum með hráefninu.
Nokkrir garðyrkjubændur hafa
reynt fyrir sér með ræktun í rauða-
möl og náð ágætum árangri. Rauða-
mölin er talin hafa minni bindigetu
en vikur og er þar með auðveldari í
12-Freyr 1/98