Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1998, Síða 21

Freyr - 01.02.1998, Síða 21
Oflug endurrœktun og góð hey fylgjast að Túnsberg í Hrunamannahreppi í Árnessýslu Efnagreiningar heysýna, meðaltöl 1995 til 1997 Fjöldi FEm Prótein AAT PBV Ca P Mg 1995 3 0,86 165 91 5 3,9 3,5 2,1 1996 4 0,90 145 89 -10 5,3 3,1 2,5 1997 5 0,83 150 84 3 3,7 3,2 2,2 Viðmiðun 0,80 150 85 1 4,0 3,0 2,1 Gunnar Kr. Eiríksson og Magga S. Brynjólfsdóttir búa á Túnsbergi í Hrunamannahreppi í Amessýslu og eiga þau þrjá stráka. Þau útskrifuðust bæði sem búfræð- ingar frá Hvanneyri árið 1983 og strax árið eftir hófu þau búskap á föðurleifð hans. Þau búa með kýr en um 80-90 hausar eru í fjósi og nokk- ur hross í haga. Um þrír fjórðu hlutar heyfengsins er heyjaður í rúllur en einn fjórði er laust þurrhey. I hlöð- unni er upphituð súgþurrkun því að stutt er í jarðhita. Mjólkurkýmar fá þurrhey í annað málið en rúllur í hitt. Geldneyti og hross fá eingöngu rúll- ur. Þau hafa náð sérlega góðum heyj- um mörg ár í röð og fýsti Frey að komast að því hvernig þau fara að. Hvernig er heyskapurinn undir- búinn? „Undirbúningurinn felst í að bera nógu snemma á eða um leið og túnin verða fær vélunum. Nýta verður sprettudagana sem allra best. Einnig höfum við alltaf gert áburðaráætlun, fyrst handunnum við hana sjálf en í seinni tíð í tölvu hjá Búnaðarsam- bandi Suðurlands. Tekið er tillit til bæði heysýna og jarðvegssýna. Núna er áburðaráætlunin orðin mun markvissari en áður því að reynslan er meiri og forsendurnar em betur þekktar. Arangurinn skilar sér í betra hráefni til heyskapar. Búfjáráburður er borinn á öll tún a.m.k. einu sinni á ári. Eg tel það mjög mikilvægt til að túnin fái einnig ýmis efni sem vantar í tilbúna áburðinn. Búfjáráburðurinn nýtist misvel eftir tíðarfari en best er að dreifa honum í þurrlegu veðri en að það væti fljótlega á eftir. Haug- húsið rúmar ekki allan þann haug Fjölskyldan á Túnsbergi í Hrunamannahreppi, f.v. Atli Örn, Magga, Bragi Viðar, Gunnar og Elvar Logi. Freyr 1/98 - 17

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.