Freyr - 01.02.1998, Page 25
Val á silunganetum
og notkun þeirra
Silunganet sem
veiðarfæri
Silunganet eru það sem kallað eru
„passíf‘ veiðarfæri. Veiðni þeirra
byggist á því hve mikið fiskar hreyfa
sig um svæðið sem netin eru á og
fiskmagninu á viðkomandi stað.
Veiðni netanna minnkar svo eftir því
sem fleiri fiskar koma í þau. Helsti
kostur netanna er sá að þau eru mjög
veljandi veiðarfæri. Þau veiða aðal-
lega fisk á þröngu stærðarbili allt eft-
ir því hvaða möskvastærð er notuð.
Algengast er að lagnet séu notuð í
grunnum vötnum. Lagnet eru lögð
með botni í dýpri vötnum eða stillt
af á völdu dýpi með bólum. Veiðar
með flotnetum er aðferð sem nota
má á sviflægan fisk, svo sem murtu.
Fiskar geta fest sig í netum með
því að ganga í möskva eða ánetjast
með öðrum hætti. Algengast er að
fiskar sem ganga í möskva festi höf-
uðið í möskvanum þannig að
möskvi krækist aftur fyrir tálknbörð
eða að þeir festist með netmöskvann
um sig miðjan fyrir framan bakugga.
Til þess þarf möskvastærð neta að
vera hæfileg fyrir fiskstærðina. Þeg-
ar fiskar festast á höfði teppist oft
öndun svo fiskurinn kafnar. Algeng-
ast er að þetta gerist þegar veiði-
möskvi er of lítill fyrir fiskinn. Fisk-
ar geta ánetjast í netum án þess að
ganga í möskva t.d. með því að
synda á net og vefja um sig netpok-
anum eða þeir festa tennur, gadda
eða kjaftvik í netinu (slíkt er algeng-
ara hjá urriða en bleikju).
Umhirda og lagning
silunganeta
Það sparar tíma við umvitjun að hafa
nokkur net bundin saman í trossu.
eftir Bjarna Jónsson fr-zlA.
fiskifræðing.
Hólaskóla
Slíkar trossur geta verið allt frá
þremur upp í fjörutíu net eftir að-
stæðum. Ef net eru höfð ein og sér
getur umvitjun tekið langan tíma.
Okosturinn við að hafa mörg net
bundin saman og þannig lögð á
sama stað er að veiðivonin er lögð
undir á einum eða fáum stöðum í
stað þess að dreifa henni. Til þess að
leysa þetta vandamál má nota svo-
kallaða leitara. Þá eru eitt eða fleiri
net lögð ein sér á nýja staði. Ef þessi
leitamet veiða vel þá eru trossumar
fluttar á þessa nýju staði.
Bleikjur úr Vatnshlíðarvatni að hrygna.
Góð leið til þess að losna við slý
sem sest á silunganet er að taka netin
jafnóðum upp í bátinn þegar vitjað
er um. Við það hristist nokkuð úr
netum. Net sem látin eru liggja lengi
á sama stað, safna á sig slýi og
gróðri og hætta að veiða.
Gera má netin beint upp í bátinn
eða í netakörfur. Kosturinn við neta-
körfurnar er sá að þær eru auðveldar
í flutningum, halda netum klámm og
körfunum má auk þess snúa til þess
að vinda ofan af snúnum netum.
Körfurnar þurfa hins vegar að vera
mjúkar og óslitnar, annars er hætta á
því að netin festist í þeim og jafnvel
rifni.
Það er góð regla í skaplegu veðri
að greiða úr flækjum og leysa lykkj-
ur jafnóðum og net eru dregin.
Flækjur og lykkjur verða því erfiðari
að leysa því lengur sem þær em látn-
ar afskiptalausar.
Net em gjaman lögð undan vind-
átt. Þannig er auðveldast að leggja
(Mynd: Valgeir Bjamason)
Freyr 1/98-21