Freyr - 01.02.1998, Page 39
Mynd 5. Rekstrarafkoma grœnmetisbúa.
1996 sem varð til þess að hagnaður
þessa hóps varð lægstur á árinu.
Þegar litið er nánar á skuldir
grænmetisbænda á aldrinum 45-55
ára þá kemur í ljós að þær eru tæp-
lega helmingi meiri en ársvelta
þeirra er að jafnaði. Eiginfjárhlutfall
búanna 60 er lágt eða að meðaltali
0,03 og er það helst tilkomið vegna
þess hvað það reynist lágt hjá ald-
urshópnum 45-55 ára eða -0,23 að
jafnaði. Hagstæðast var það hjá elsta
aldurshópnum eða 0,44 að jafnaði
og skilur þar verulega á milli. Sömu
sögu er að segja um veltufjárhlut-
fallið en það reyndist lægst hjá ald-
urshópnum 45-55 ára eða 0,52 að
jafnaði samanborðið við 1,73 hjá
bændum eldri en 55 ára.
Telja má eðlilegt að elsti aldurs-
hópurinn skuldi minnst þar sem sá
hópur hefur náð að greiða niður sín-
ar skuldir á langri starfsævi. Hins
vegar vekja hinar miklu skuldir hjá
aldurshópnum 45-55 ára nokkurn
ugg en þær eru um 7,5 millj. kr.
meiri að meðaltali en hjá aldurs-
hópnum eldri en 55 ára. Astæða er
fyrir þennan hóp að huga að sinni
skuldastöðu og ekki síst að lækka
sínar skammtímaskuldir sem nema
um 5 millj. kr. aðjafnaði.
Afkoma grænmetisbúa
1992-1996
Þau 12 bú sem notuð eru til að meta
afkomuþróun á árunum 1992-1996
eru með í úrtaki 60 grænmetisbúa
ársins 1996 sem rædd hafa verið hér
að framan. Ef þau eru tekin út og
skoðuð sérstaklega kemur í ljós að
þau hafa hærri rekstrartekjur, meiri
hagnað og lægri skuldir en búin 60
að meðaltali á árinu 1996. Með því
að taka þau út úr 60 búa úrtakinu
versnar meðaltals afkoma þeirra sem
eftir verða og mismunur á afkomu
hópanna breikkar. Mismunandi af-
koma hópanna skýrist af því að búin
12 hafa að meðaltali verið lengur í
rekstri og eru þ.a.l. stærri, skuldir
minni og skuldasamsetning hag-
stæðari. Telja má hins vegar að 12
búa úrtakið gefi raunhæft yfirlit yfir
rekstrarþróun í greininni og sýni
meðalafkomu fyrir bú sem eru
a.m.k. 5 ára og eldri.
Það má sjá á mynd 5 að undan-
farin ár hefur rekstrarafkoma græn-
metisbúa verið sveiflukennd. Eftir
nokkur slök ár rétti greinin verulega
við á árinu 1995 þegar hagnaður fyr-
ir skatta náði um 11% af rekstrar-
tekjum. Það sama ár nam veltuaukn-
ing frá árinu á undan að meðaltali
um 41%. Hin jákvæðu teikn sem
verða á rekstrarafkomu grænmetis-
búa á árinu 1995 er hinsvegar ekki
fylgt eftir á árinu 1996 þar sem
hagnaður fyrir skatta lækkar niður í
7% af rekstrartekjum. Rekstrartekjur
aukast um 3,5% á meðan rekstrar-
gjöldin hækka um 8%. Athygli vek-
ur liðurinn „önnur aðkeypt þjón-
usta“ í rekstrarkostnaði búanna en
þar er að stærstum hluta um að ræða
sölukostnað og sjóðagjöld. Þessi
kostnaður telur á árinu 1996 rúmar
1,7 millj kr. að meðaltali hjá búun-
um 12 og hækkar um rúmlega 1,5
millj. kr. milli áranna 1994 og 1995
Tafla 3. Rekstraryfirlit árin 1992-1996; sömu 12 grænmetisbú Fjárhæðir í þúsundum króna á verðlagi ársins 1996 Breyting 1992 1993 1994 1995 1996 1992-1996
Rekstrartekjur 6.055 5.760 5.953 8.400 8.686 43%
Rekstrargjöld 5.607 5.717 5.518 7.179 7.754 38%
- þar af önnur aðkeypt þjónusta 192 202 213 1.730 1.744 810%
Hrein hlutdeild fjármagns 448 43 436 1.221 931 108%
Fjármagnsliðir -356 -463 -399 -331 -260 -27%
- þar af vaxtagjöld/ verðbætur (-) -389 -555 -472 -461 -390 0%
Oreglulegar tekjur og gjöld 12 -7 11 17 -59
Hagnaður/(tap) fyrir skatta 104 -428 47 906 612 488%
Freyr 1/98 — 35