Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 4
Ásbjörn Sigurgeirsson, sauöfjárbóndi á Ásbjarnarstöðum:
Mikilvœgt fyrir greinina
að markaðssetningin takist vel
sbjöm Sigurgeirsson hefur
rekið sauðfjárbú á Ásbjam-
arstöðum í Stafholtstungum
í 20 ár ásamt fjölskyldu sinni. Auk
þess hefur hann tekið þátt í marg-
víslegum félagsmálum fyrir sauð-
fjárbændur, bæði í heimahéraði og
fyrir landssamtökin. Hann var m.a.
í samninganefnd Landssamtaka
sauðfjárbænda í viðræðum um nýj-
an sauðfjársamning sem nú hefur
verið undirritaður. Blaðamaður
Freys tók hús á Ásbimi og ræddi
við hann um búskap hans, greinina
í heild og þá framtíð sem blasir við
henni.
Ásbjöm er fæddur í Borgamesi
1952 og ólst þar upp. Foreldrar
hans eru Dóra Ema Ásbjömsdóttir
frá Borgamesi og Sigurgeir Ingi-
marsson frá Akranesi. Að loknu
grunnskólanámi í Borgamesi hélt
hann til Reykjavíkur til náms í
Verslunarskóla íslands. Þaðan út-
skrifaðist hann sem stúdent 1974
og vann við trésmíðar á sumrin
meðan á náminu stóð. Hann lauk
síðan búfræðiprófi frá Hvanneyri
1976.
Eiginkona Ásbjöms er Kristín
Siemsen frá Reykjavík og eiga þau
þrjú böm, Gústav Magnús 21 árs,
Dóru Ernu 17 ára og Bimu Kristínu
6 ára.
Hvernig kom það til að þú hófst
búskap á Ásbjartiarstöðum ?
Ég hafði lengi haft áhuga á bú-
skap og þegar ég frétti að þessi jörð
var til sölu létum við hjónin slag
standa, seldum hús sem við áttum í
Borgarnesi og keyptum jörðina
1980. Við byrjuðum með sauðfjár-
búskap í 200 kinda fjárhúsum sem
vom hér fyrir og þau fylltust á
fyrsta ári. Nú er ég með 450 kinda
fjárbú með 370 ærgilda greiðslu-
marki og 30-40 hross. Á síðasta ári
lagði ég inn um 9 tonn af kinda-
kjöti.
Hvernig hefur afkoman verið af
búinu ?
Fyrstu árin, þegar við vomm að
koma okkur fyrir og byggja upp
jörðina, voru erfiðust hjá okkur eins
og flestum öðmm sem standa í
þessum sporum. Þessu frumbýl-
ingstímabili lauk eftir 4-5 ár og síð-
an þá hefur reksturinn skilað hagn-
aði eftir reiknuð laun ef árin 1997-
1998 eru undanskilin. Ástæðan fyr-
ir því var fyrst og fremst verðfall á
gærum auk þess sem ég var að end-
umýja vélakostinn og því fylgdu
töluverðar afskriftir. Ég er því ekki
ósáttur við afkomuna en það liggur
náttúrlega mikil vinna að baki
þessu.
Það má reyndar taka fram að þær
tekjur sem heimilið hér aflar em
ekki eingöngu frá rekstrinum sjálf-
um heldur einnig frá ýmsum störf-
um utan búsins. Auk þess höfum
við nokkrar veiðitekjur en Ásbjam-
arstaðir eiga land að Þverá.
Nú skilst mér að þú hafir verið
með fyrstu sauðfjárbœndum til að
tileinka þér rúllutœkni. Hvernig
kom það til?
Fyrsta rúlluvélin var prófuð á
Hvanneyri árið 1983 og þá frétti ég
fyrst af þessari tækni. Þetta sama ár
kaupir Bjami Guðnason á Nesi í
Reykholtsdal rúlluvél sem er fyrsta
vélin sem ég veit til að kemur í hér-
aðið. Ég var á þessum árum að
byggja fjárhús og hlöðu og sá ekki
fram á að geta komið súgþurrkun-
arkerfi í hlöðuna fyrr en næsta sum-
ar á eftir, þ.e. 1984. Það varð því úr
að ég og nágranni minn, Gísli Sig-
4 - FREYR 4-5/2000