Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 22

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 22
Norðurland Vestur- Húnavatnssýsla I Vestur-Húnavatns- sýslu hafa sýningar á full- orðnum hrútum verið látnar víkja fyrir lamba- skoðunum í haustvinnu síðustu ár, enda líklegt að lambavinnan skili meiri ræktunarlegum ávinningi. Þar komu því haustið 1999 aðeins til dóms 22 veturgamlir hrútar. Þessi hrútar voru allir I. verð- launa kindur og voru vænir eða 84,1 kg að meðaltali. Austur- Húnavatnssýsla Þar í sýslu voru sýndir nokkru færri hrútar haust- ið 1999 en árið áður eða samtals 75 hrútar og voru tveir þeirra úr hópi eldri hrúta. Veturgömlu hrút- amir vom heldur léttari en jafnaldrar þeirra haust- ið áður eða 81,1 kg að meðaltali. Flokkun hrút- anna var góð því að 86,3% þeirra fengu I. verðlaun. Besti veturgamli hrút- urinn á sýningu í A - Húnavatnssýslu árið 1999 var Bjartur 98-097 F: Toppur 96-617 M: 94- 455 aðkeyptur frá Hjarð- arfelli. Eigandi Jón Ámi Jónsson, Sölvabakka. Bjartur er hymdur og hvítur. Bjartur hefur þróttmikinn og sterkleg- an haus, háls er sver, herðar kúptar og vel hold- fylltar. Bringa er breið og útlögur góðar. Bakið er sterkt og vel holdfyllt, malir breiðar og vel hold- fylltar. Lærvöðvi er mik- ill og lokar vel í klofið. Fætur réttir ullin er vel hvít og fremur mjúk. Bjartur er jafnvaxinn holdakind. Annar í röð er Dagur 98-475. F. Jökull 92-455. M. Átta 92-008. Eigandi Jóhanna Pálma- dóttir, Akri. Dagur er hymdur, hvítur fölgulur á haus og fætur. Dagur hefur þróttmikinn haus, hálsinn er sver, herðar kúptar og holdfylltar. Bringa er breið og útlögur ágætar. Bakið er vel hold- fyllt, malir breiðar og ágætlega holdfylltar. Læri eru mikil og mikil fylling í klofi. Ullin er fremur fíngerð en með gular ill- hæmr. Þriðji hrútur í röð er nr. 98-012, heimaalinn undan M: 997 í eigu Ein- ars Svavarssonar, Hjalla- landi. Þessi hrútur er hyrndur og hvítur með gulleitan haus og fætur. Höfuð er þróttlegt, háls og herðar vel holdfylltar. Bringan breið og fram- stæð og útlögur ágætar. Bakið er sterkt og vel holdfyllt og malir vel lag- aðar. Læri ágætlega vöðvuð. Fætur sterkir og ullin gulleit. I fjórða sæti varð Mávur 98-098 frá Mávahlíð F: 93-049 M: 91-206. Eigandi Jón Árni Jónsson, Sölva- bakka. Mávur er hymdur, hvítur, fölgulur á haus og fætur. Höfuð er ffítt. Háls og herðar vel holdfylltar, bringa breið og útlögur ágætar, bakið er breitt og ágætlega vöðvað. Malir breiðar og holdfylltar. Lærvöðvi mikill og fætur réttir. Fimmti var hrútur nr. 98-602 frá Smáhömr- um Eigandi Ægir Sigur- geirsson, Stekkjardal. Hrútur nr. 98-602 er hvít- ur kollóttur með sterklegt höfuð. Háls og herðar vel holdfylltar og útlögur ágætar. Bak vel holdfyllt, malir breiðar og læri ágæt, ullin hvít. Skagafjörður Þar sem ekki hafði verið sæðingaár í Skagafirði árið 1998 var stofn veturgam- alla hrúta miklu minni en árið áður. Sýndir vom haustið 1999 135 hrútar í sýslunni og af þeim vom 17 úr flokki eldri hrúta. Veturgömlu hrútamir vom að þunga mjög áþekkir og jafnaldrar árið áður eða 79,1 kg. Við skipun í verð- launaflokka lentu 80,5% veturgömlu hrútanna í 1. verðlaunum. Á Skaganum voru sýndir 5 hrútar frá tveim- ur bæjum. Bestur þeirra var Nóri 98-031 í Ketu. Hann varð 9. í röð yfir sýsluna. Nóri er hymdur og kominn af fjárskiptafé úr Þistilfirði. Hann er virkjamikill, jafnvaxinn og með óvenju sterk bak- hold miðað við uppmna. Eini hrúturinn sem fékk 22 - FREYR 4-5/2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.