Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 13

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 13
Tafla 3. Bú með mest kjötmagn eftir skýrslufærða á haustið 1998, þar sem 100 eða fleiri ær voru skýrslufærðar Nafn Heimili Félag Tala áa Lömb til nytja Kg pr. á 1. Indriði og Lóa Skjaldfönn Blævur 206 185 31,4 2. Amar og Kjartan (H) Brimnesi Árskógshrepps 109 195 36,4 3. Félagsbúið Lundi Vallahrepps 255 187 35,1 4. Hjálmar og Guðlaug Bergsstöðum Kirkjuhvammshrepps 277 195 34,8 5. Heimir Ágústsson Sauðadalsá Kirkjuhvammshrepps 289 193 34,1 6. Félagsbúið Sauðá Kirkj uhvammshrepps 303 194 33,9 7. Ragnheiður Jónsdóttir Gestsstöðum Kirkjubólshrepps 104 183 33,7 8. Reynir og Ólöf Hafnardal Blævur 245 180 33,6 9. Helgi Steinsson Syðri-Bægisá Neisti 105 187 33,6 10. Bjöm og Guðbrandur Smáhömmm Kirkjubólshrepps 252 181 33,4 11. Ásgeir Sveinsson Innri-Múla Barðastrandarhrepps 165 173 33,2 12. Karl Kristjánsson Kambi Gils 163 186 32,9 13. Bragi Guðbrandsson Heydalsá Kirkjubólshrepps 142 189 32,9 14. Guðjón Jónsson Gestsstöðum Kirkjubólshrepps 117 189 32,8 15. Guðbrandur Sverrisson Bassastöðum Kaldrananeshrepps 219 182 32,5 hverja á. Samtals voru það 149 að- ilar sem náðu 30 kg markinu haust- ið 1998. Tafla 3 sýnir yfirlit um hæstu bú- in úr hópi alvörubúanna, þ.e. bú þar sem voru 100 eða fleiri skýrslufærðar ær. Þarna toppar eins og árið áður búið á Skjaldfönn hjá Indriða og Lóu, en þar voru 206 ær, sem skiluðu að jafnaði 1,85 lambi til nytja og er reiknað magn af dilkakjöti eftir hverja á 37,4 kg. Þetta er ótrúlegur árangur en samt eru lömbin ívíð léttari en árið áður vegna þess að þá var meðaltalið 38,9 kg með nánast sömu frjósemi ánna. I annað sætið kemur að þessu sinni bú sem oft hefur verið ofarlega á lista en aldrei þó náð sama árangri og 1998, en það eru hyrndu æmar hjá þeim bræðrum Amari og Kjartani í Brimnesi á Arskógsströnd, en þær eru 109 og skila 36,4 kg að meðaltali. Þá kemur búið í Lundi á Völlum sem mörg undanfarin ár hefur verið í röð efstu búa, en þar vom meðalafurðir eins og áður hefur komið fram 35,1 kg eftir ána. Búið hjá Hjálmari og Guð- laugu á Bergsstöðum á Vatnsnesi hefur þokað um eitt sæti í fjórða sætið og fá þau að jafnaði 34,8 kg eftir ána, en á hæla þeim fylgja sveitungar þeirra á Sauðadalsá og Sauðá. Þessi árangur búanna á Vatnsnesi er frábær, en fjárbúskap- ur þar er löngu þekktur sem einn sá öflugasti hér á landi hvort sem litið er til fóðrunar, meðferðar fjárins eða ræktunar. Árangri, eins og þeim sem að framan er rakinn, ná engir nema þeir sem standa að búskap af fyllstu fagmennsku og natni. Með breytt- um framleiðsluaðstæðum er full- ljóst að alls ekki er sama ástæða og áður að líta fyrst og fremst á jafn einfaldan mælikvarða um búrekst- urinn eins og afurðir eftir hverja á eru. í framtíðinni er ástæða til að geta metið árangurinn fremur á grunni framleiðsluverðmæta eftir hveija á. Ljóst er að með sumar- slátrun er ekki mögulegt að ná jafn miklum árangri, mælt í magni kjöts, og ef öllum lömbum er slátr- að á hefðbundnum tíma. Verðmæt- ari framleiðsla getur hins vegar skilað bóndanum meiri fram- leiðsluverðmætum á þann hátt eftir hverja á og þannig gert búrekstur hagkvæmari og skilað verðmætari vöru á markað. Breytt kjötmat árið 1998 Kjötmatinu var árið 1998 breytt í meginatriðum. Þess vegna er um- fjöllun um niðurstöður úr kjötmat- inu í annarri grein hér í blaðinu. Því miður verða þær upplýsing- ar, sem fást um ullarmagn ánna, sífellt fátæklegri. Að þessu sinni eru aðeins skráðar upplýsingar um ullarþunga hjá 589 ám í félögunum eða innan við 0,4% ánna. Hann er 2,64 kg að jafnaði. Þetta ótrúlega litla umfang á þessari skráningu stingur óneitanlega mjög í stúf við talsverða umræðu sumra fjár- bænda um það að ullarræktun sé of lítill sómi sýndur í ræktunarstarf- inu. Það sama gildir um þennan eiginleika og aðra að grunnur þess að geta unnið með hann til árang- urs í ræktuninni er að fyrir hendi sé skipuleg skráning upplýsinga. Eins og fram hefur komið eru veturgömlu æmar fleiri á skýrslu nú en nokkru sinni áður eða samtals 35.840. Nær allir skýrsluhaldarar skila orðið skýrslum um vetur- gömlu ærnar. Vænleiki þeirra ásetningshaustið er nánast sá sami og árið áður eða 40,8 kg (40,9), en eins og hjá fullorðnu ánum er þyng- ing yfir veturinn ívíð minni en vet- urinn áður eða 7,4 kg að meðaltali (11,1). Eftir hvern gemling á fóðrun, sem lifandi er í sauðburðarbyrjun, fæðist einu lambi færra en árið áð- FREYR 4-5/2000 - 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.