Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 46
Tafla 1. Grunnflokkar kindakjöts í Noregi.
Grunnflokkur Nánari lýsing.
: Ung sau 12-30 mánaða. Ær með lambaeinkenni. Geldingar einum mánuði frá geldingu. Á fengi- tíma frá 1. nóv.-31. mars flokkast ungir hrútar sem „Vær“. Geta flokkast sem „ungsau“ eftir 31. mars. Ekkert óbragð og -lykt. Engin brún fita
Sau Ær eldri en 12 mánaða með æreinkenni
Dielam Bæði kyn, yngri en 5 mánaða. Með ljósan lit af lömbum, hafa haft aðgang að mjólk, kjamfóðri og/eða beitargrasi
Lam Seint borin lömb yngri en 7 mánaða og seinþroska lömb með lambaeinkenni. Gimbrar yngri en 12 mánaða. Hrútar almennt fyrir 1. nóv. Með sem minnstum unghrútaeinkenn- um og engri ólykt og bragði. Hrútar flokkaðir sem lömb eftir 1. nóv. ef einkenni eru í lágmarki.
Vær Hrútar með greinleg einkenni þar sem hætta er á hrútabragði. Ungir og gamlir hrútar með brúna fitu. 7 mánaða og eldri. Viðmiðun 1. nóvember á 1.-3. ári frá fæðingu. Allir hrútar eftir 3. ár frá fæðingu
Úr gæðahandbók Norska yfirkjötmatsins frá Norsk Kjött 1996.
bragði. Ungir og gamlir hrútar með
brúna fitu 7 mánaða og eldri. Við-
miðun 1. nóvember á 1. - 3. ári frá
fæðingu. Allir hrútar eftir 3. ár.
Á íslandi eru aldursmörkin við
18 mánuði en ekki 30 mánuði.
Afleiöingar breytinga
Samrœming og þjálfun
kjötmatsmanna.
Eftir 1. nóvember þurfa kjötmats-
menn að geta metið einkenni full-
þroska hrúta, lit á fitu og "ólykt" af
kjötinu. Mjög erfítt er að meta
ólykt af heitum kjötskrokkum og
taka þarf fitusýni af skrokkunum og
hita upp og lykta ef þeim. Þetta er
Lægra verð til
bóndans, hærra til
neytandans
Verðkönnun, sem gerð var
í Noregi, sýndi að á
tímabilinu 1995 til 1999
lækkaði verð á nautakjöti um
11% til framleiðenda en á sama
tíma hækkaði smásöluverð á þvt
um 9%.
(Bondebladet nr. 18/2000).
mjög erfitt í framkvæmd og óvissu-
þættir eru mjög margir. Ekki lagt til
að vera með sérstakt lyktarpróf við
kjötmatið. Auðvelt er að sjá dökk-
an lit á fitu en mat á vaxtarlagi
skrokkanna verður notað til að
meta hvort um þroskað hrútlamb
hafi verið að ræða eða ekki, þ.e.
skrokkur áberandi miklir að framan
með mjög breiðan háls teljast af
þroskuðum hrútlömbum. Þannig er
hægt að meta sláturhæfni lambhrút-
anna út frá vaxtarlagi þeirra.
Meira hagrœði fyrir
sláturleyfishafa.
Breytingin mynda auka svigrúm
sláturleyfishafa við að skipulegga
flutninga og slátrun á lömbum.
Fimm til sjö sláturdagar bætast við
ef hrútadeginum er breytt úr 20.
október í 1. nóvember.
Aukið framboð affersku kjöti.
Hægt væri að auka framboð af
fersku kjöti sem myndi koma sér
vel bæði fyrir innanlandsmarkað og
útflutning.
Minni þörffyrir geldingar og
lœgri fituflokkun.
Hrútlömb eru gelt a.m.k. einn
mánuði fyrir slátrun ef þeim er
slátrað eftir 20. október. Breyting á
hrútadeginum myndi minnka þörf-
ina á geldinum og gætu með réttu
skipulagi við slátrun gert hana að
engu, sem væri mjög gott bæði út
frá dýravemdunar-, heilbrigðis- og
kostnaðarsjónarmiðum. Skrokkar
hrútlamba em að öllu jöfnu magrari
en skrokkar geldinga. Skrokkamir
myndu fara í lægri fituflokk sem
skilar innleggendum hærra verði
fyrir kjötið.
Heimildir:
Þyrí Valdimarsdóttir & Guðjón Þork-
elsson. Bragðgæði í lambakjöti. I:
Ráðunautafundur 1996, 194-205.
Þyrí Valdimarsdóttir, Stefán Sch.
Thorsteinsson, Rósa Jónsdóttir &
Guðjón Þorkelsson. Skynmat á kjöti af
haustfóðruðum hrútlömbum og gelding-
um. í: Ráðunautafundur 1999, 121-130.
Guðjón Þorkelsson, Stefán Sch.
Thorsteinsson & Þyrí Valdimarsdóttir.
Evrópuverkefni um lambakjöt. I -
Framleiðslukerfi, neytendur, sýnataka,
mælingar Ráðunautafundur 2000
Þyrí Valdimarsdóttir, Sofía Jóhanns-
dóttir, Óli Þór Hilmarsson & Guðjón
Þorkelsson. Evrópuverkefni um lamba-
kjöt. III - Skynmat og viðhorf neytenda.
í: Ráðunautafundur 2000.
Guðjón Þorkelsson, Þyrí Valdimars-
dóttir & Óli Þór Hilmarsson. Hrúta-
bragðsúlraunir. Ráðunautafundur 2000.
46 - FREYR 4-5/2000