Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 19

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 19
Þrándur 98-381, Óttars Sveinbjarnarsonar, Hellissandi. (Ljósm. Lárus G. Birgisson). Dagur 98-016 og Krapi 98-015, Mávahlíð. (Ljósm. Lárus G. Birgisson). feikilega miklar útlögur og gríðarlega vöðvafyllingu á baki, í mölum og lærahold einhver þau mestu sem sjást hjá íslenskri kind. Þessi hrútur er eins og margir topphrútar síðari ára í Mávahlíð með hvíta og mjög góða ull. Þessi einstaki gripur stigaðist haustið áður hæst allra hrútlamba á Vesturlandi, en hann er undan Draumi 97-010, sem árið áður var hlaðinn miklu lofi. Þá komu Krapi 98-015 í Mávahlíð, sem er sonur Krafts 95-056, og Þrándur Ottars Sveinbjamarsonar á Hellissandi frá Mávahlíð undan Spak 93-049. Þessir hrútar eru enn þroskameiri og vænni kindur en Dagur, en hafa ekki jaffi fádæma mikla vöðvafyllingu og hann. A sýningu í Eyrarsveit voru góðir hrútar, en efstu sætin skipuðu Glaður 98- 312 á Hálsi sonur Hnykks 91-958, gríðarlega útlögu- góður hrútur með feikilega mikil lærahold, Spakur á Hömrum sonur Djákna 93-983 var með ólíkindum væn og þroskamikil kind, var 108 kg að þyngd, mjög vel gerður, en hafði ekki bakþykkt alveg í samræmi við sinn gífurlega þroska. Þá var Þokki á Hömrum, sem er sonur Bjálfa 95- 802, ákaflega þéttvaxinn og samanrekinn holda- hnaus, en með fremur leið- inlega ull. í Helgafellssveit kom fram enn einn álitlegur sonurHnoðra 95-801 sem er Hrani 98-079 í Bjamar- höfn. Hann er útlögugóð- ur, jafnvaxinn með ágæt- an afturpart. Kollótti hrút- urinn Feilan 98-439 frá Hraunhálsi, er jafnframt með ágætum jafnvaxinn og álitlegur hrútur. Dalasýsla I Dalasýslu var feikigóð þátttaka í sýningahaldi og sýndir samtals 284 hrútar samanborið við 102 árið áður. Fjórir hrútar vom úr hópi eldri hrúta. Vetur- gömlu hrútamir vom ívíð þyngri en jafnaldrar þeirra árið áður eða 80,2 kg að meðaltali. Þetta var vel valinn hópur hrúta því að 245 eða 87,5% þeirra fengu I. verðlaun. í Dalasýslu vom hrútar skoðaðir að mestu á sam- eiginlegum sýningum en einnig heima á einstökum bæjum. Á sýningu sunnan vamargirðingar var sýndur hæst dæmdi hrúturinn í sýslunni og sá sem raðað- ist í sjöunda sæti hrúta á Vesturlandi en hann er Spakur 98-273 á Þorbergs- stöðum sonur Djákna 93- 983. Hann er gríðar útlögumikill og hold- gróinn í mölum og læmm. Gosi 98-274, sonur Galsa 93- 963 frá sama bæ, er jafnholda og sélegur hrútur einnig. Á Dunki var sýnd- ur sá hrútur sem raðaðist í hóp bestu kolla á Vestur- landi sl. haust en hann er Láms 98-291 undan Byl 94- 803, hann er ullarmik- ill, ákaflega jafhvaxinn og holdugur vel. Freyr 98-507 í Tungu er án efa einn best gerði sonur Njarðar 92- 994 en Freyr er útlögumik- ill og lærasterkur. I Laxárdal voru það hrútar frá Spágilsstöðum sem vöktu mesta athygli. Fyrstan skal nefna Djarf 98-094 undan Djákna 93- 983 en hann er með góðan frampart og feikna sterkur í læmm. Spái á Homs- stöðum en frá Spágils- stöðum er sonur Sólons 93-977, hann er hrein- hvítur með góðan aft- urpart og var í hópi bestu kollóttu hrútanna á Vest- urlandi í haust. Svo var einnig um hrút nr. 12 á Hofakri í Hvammssveit en hann er sonur Spóns 93- 993, þessi hrútur er hrein- hvítur með feikna læra- hold. Af hymdum hrútum í Hvammssveit og Fells- strönd skal fyrstan nefna Legg 98-718 á Breiða- bólsstað son Bjálfa 95-802 en hann hefur ein bestu læri sem sáust á sýningum á Vesturlandi í haust. Mjaldur 98-401 í Ásgarði ber einkenni frá föður sínum, Hnoðra 95-801, þ.e. ágætar útlögur, góðar malir og mikil lærahold. Undan Kúnna 94-997 var sýndur hrútur nr. 98-180 frá Magnússkógum (GG) sem ber nokkuð hans einkenni, þ.e. hefur feikna góð bak og malahold. Á Skarðsströnd voru hrútar skoðaðir heima á bæjum og fékk Goði 98- 552 á Geirmundarstöðum besta dóminn, hann er undan Þrótti 96-550 og því sonarsonur Dropa 91- 975 og ber sterk einkenni frá homum, þ.e. miklar útlögur og öflug læra- hold. 1 Saurbæ var nú haldin FREYR 4-5/2000 - 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.