Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.05.2000, Qupperneq 19

Freyr - 01.05.2000, Qupperneq 19
Þrándur 98-381, Óttars Sveinbjarnarsonar, Hellissandi. (Ljósm. Lárus G. Birgisson). Dagur 98-016 og Krapi 98-015, Mávahlíð. (Ljósm. Lárus G. Birgisson). feikilega miklar útlögur og gríðarlega vöðvafyllingu á baki, í mölum og lærahold einhver þau mestu sem sjást hjá íslenskri kind. Þessi hrútur er eins og margir topphrútar síðari ára í Mávahlíð með hvíta og mjög góða ull. Þessi einstaki gripur stigaðist haustið áður hæst allra hrútlamba á Vesturlandi, en hann er undan Draumi 97-010, sem árið áður var hlaðinn miklu lofi. Þá komu Krapi 98-015 í Mávahlíð, sem er sonur Krafts 95-056, og Þrándur Ottars Sveinbjamarsonar á Hellissandi frá Mávahlíð undan Spak 93-049. Þessir hrútar eru enn þroskameiri og vænni kindur en Dagur, en hafa ekki jaffi fádæma mikla vöðvafyllingu og hann. A sýningu í Eyrarsveit voru góðir hrútar, en efstu sætin skipuðu Glaður 98- 312 á Hálsi sonur Hnykks 91-958, gríðarlega útlögu- góður hrútur með feikilega mikil lærahold, Spakur á Hömrum sonur Djákna 93-983 var með ólíkindum væn og þroskamikil kind, var 108 kg að þyngd, mjög vel gerður, en hafði ekki bakþykkt alveg í samræmi við sinn gífurlega þroska. Þá var Þokki á Hömrum, sem er sonur Bjálfa 95- 802, ákaflega þéttvaxinn og samanrekinn holda- hnaus, en með fremur leið- inlega ull. í Helgafellssveit kom fram enn einn álitlegur sonurHnoðra 95-801 sem er Hrani 98-079 í Bjamar- höfn. Hann er útlögugóð- ur, jafnvaxinn með ágæt- an afturpart. Kollótti hrút- urinn Feilan 98-439 frá Hraunhálsi, er jafnframt með ágætum jafnvaxinn og álitlegur hrútur. Dalasýsla I Dalasýslu var feikigóð þátttaka í sýningahaldi og sýndir samtals 284 hrútar samanborið við 102 árið áður. Fjórir hrútar vom úr hópi eldri hrúta. Vetur- gömlu hrútamir vom ívíð þyngri en jafnaldrar þeirra árið áður eða 80,2 kg að meðaltali. Þetta var vel valinn hópur hrúta því að 245 eða 87,5% þeirra fengu I. verðlaun. í Dalasýslu vom hrútar skoðaðir að mestu á sam- eiginlegum sýningum en einnig heima á einstökum bæjum. Á sýningu sunnan vamargirðingar var sýndur hæst dæmdi hrúturinn í sýslunni og sá sem raðað- ist í sjöunda sæti hrúta á Vesturlandi en hann er Spakur 98-273 á Þorbergs- stöðum sonur Djákna 93- 983. Hann er gríðar útlögumikill og hold- gróinn í mölum og læmm. Gosi 98-274, sonur Galsa 93- 963 frá sama bæ, er jafnholda og sélegur hrútur einnig. Á Dunki var sýnd- ur sá hrútur sem raðaðist í hóp bestu kolla á Vestur- landi sl. haust en hann er Láms 98-291 undan Byl 94- 803, hann er ullarmik- ill, ákaflega jafhvaxinn og holdugur vel. Freyr 98-507 í Tungu er án efa einn best gerði sonur Njarðar 92- 994 en Freyr er útlögumik- ill og lærasterkur. I Laxárdal voru það hrútar frá Spágilsstöðum sem vöktu mesta athygli. Fyrstan skal nefna Djarf 98-094 undan Djákna 93- 983 en hann er með góðan frampart og feikna sterkur í læmm. Spái á Homs- stöðum en frá Spágils- stöðum er sonur Sólons 93-977, hann er hrein- hvítur með góðan aft- urpart og var í hópi bestu kollóttu hrútanna á Vest- urlandi í haust. Svo var einnig um hrút nr. 12 á Hofakri í Hvammssveit en hann er sonur Spóns 93- 993, þessi hrútur er hrein- hvítur með feikna læra- hold. Af hymdum hrútum í Hvammssveit og Fells- strönd skal fyrstan nefna Legg 98-718 á Breiða- bólsstað son Bjálfa 95-802 en hann hefur ein bestu læri sem sáust á sýningum á Vesturlandi í haust. Mjaldur 98-401 í Ásgarði ber einkenni frá föður sínum, Hnoðra 95-801, þ.e. ágætar útlögur, góðar malir og mikil lærahold. Undan Kúnna 94-997 var sýndur hrútur nr. 98-180 frá Magnússkógum (GG) sem ber nokkuð hans einkenni, þ.e. hefur feikna góð bak og malahold. Á Skarðsströnd voru hrútar skoðaðir heima á bæjum og fékk Goði 98- 552 á Geirmundarstöðum besta dóminn, hann er undan Þrótti 96-550 og því sonarsonur Dropa 91- 975 og ber sterk einkenni frá homum, þ.e. miklar útlögur og öflug læra- hold. 1 Saurbæ var nú haldin FREYR 4-5/2000 - 19

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.