Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 7
Yfirlit um skýrslur
fjárræktarfélaganna árið 1998
Faglegur styrkur íslenskrar
sauðfjárræktar í samanburði
við þessa grein hjá öðrum
þjóðum er vafalítið mestur hér í
hinni sterku hefð fyrir skipulegri
skráningu upplýsinga. í því starfi
hafa fjárræktarfélögin gegnt lykil-
hlutverki. Með nýjum búvöru-
samningi um þessa framleiðslu er
blásið til faglegrar sóknar þar sem
m.a. skýrsluhaldið á að vera ein
styrkasta stoð greinarinnar í sókn á
næstu árum.
Hér á eftir verður fjallað um
nokkrar af helstu niðurstöðum úr
skýrsluhaldi fjárræktarfélaganna
árið 1998. Gefið er hefðbundið yf-
irlit, sem um leið er ætlað það hlut-
verk að geta veitt þeim sem síðar
vilja skoða niðurstöður og þróun
sambærileg gögn yfir lengra tíma-
bil, þess vegna m.a eru upplýsingar
settar fram með líku sniði frá ári til
árs. Umfjöllun um skýrsluhaldið
verður einnig áfram með það í
huga að það gegni því lykilhlut-
verki að vera grunnur að skipulegri
upplýsingaöflun vegna ræktunar-
starfsins.
Því miður liggja endanlegar nið-
urstöður skýrsluhaldsins í sauðfjár-
rækt ætíð mjög seint fyrir. Megin-
hluta þeirra skýrslna, sem hér er
verið að fjalla um, var að vísu lokið
við uppgjör fyrir árslok 1998, en
þeir sem eru seinir að skila skýrsl-
um sínum, sem því miður em sömu
aðilar frá ári til árs, hafa verið að
koma upplýsingum til uppgjörs til
þessa dags og vitað að til viðbótar
þeim niðurstöðum sem hér em til
umfjöllunar koma enn til uppgjörs
skýrslur um örfá þúsund áa frá
haustinu 1998. Þennan þátt er brýn
þörf að færa til betri vegar.
Þróun síðustu ára með að skýrsl-
ur séu færðar á tölvutækt form af
skýrsluhöldurum sjálfum með að-
eftir 0%
Jón Viðar
Jónmundsson,
\
Bænda-
samtökum F
íslands J
stoð forritsins Fjárvís hefur haldið
áfram á sífellt meiri hraða. Fyrir
alla aðila er þetta jákvæð þróun.
Aðgengi skýrsluhaldar til fjöl-
breyttrar nýtingar á gögnum eykst,
vinnsla upplýsinga verður reglu-
legri og í mörgum tilvikum skapar
þessi vinna greinilega aukin áhuga
skýrsluhaldaranna á niðurstöðum
skýrsluhaldsins, sem hlýtur að vera
lykilatriði.
I töflu 1 er gefið yfirlit um allar
helstu fjölda- og meðaltalstölur fyr-
ir einstök fjárræktarfélög og landið
í heild. Þetta er með sama sniði og
verið hefur til fjölda ára að öðm
leyti en því að þama koma ekki
fram niðurstöður úr kjötmati.
Ástæða þess er sú að árið 1998 var
mati á dilkakjöti breytt í gmndvall-
aratriðum. Með því fást miklu meiri
upplýsingar en áður var. Þess vegna
er fjallað um ýmsar af niðurstöðum
kjötmatsins í sérstakri grein á öðr-
um stað í þessu blaði.
Að þessu sinni er einu fleiri félag
sem kemur fram í uppgjöri en árið
áður eða samtals 135. Þama bætist
nú við Sf. Geithellnahrepps, þar
sem tekið var upp skýrsluhald á
einu búi. Áður var allmikið skýrslu-
hald á þessu svæði sem því miður
lagðist af fyrir rúmum áratug en
vonandi er þróun nú á réttan veg
því að þama er um að ræða einhæft
sauðfjárhérað þar sem þörfm fyrir
slíkt starf ætti að vera ærin.
I því yfirliti, sem hér er rætt um,
vom skýrslur um fullorðnar ær frá
989 (974) búum. í sviga em allar
tölur í greininni sambærilegar tölur
úr uppgjöri fyrir árið 1997. Enn
fjölgar því góðu heilli búum með
skýrsluhald. Á skýrslu voru
155.362 (147.999) fullorðnar ær og
35.840 (30.629) veturgamlar ær
eða samtals 191.202 (178.628) ær
og er það fjölgun á milli ára um 7%
í fjölda sem verður að teljast um-
talsverð aukning, en er framhald
þeirrar þróunar sem verið hefur í
gangi á síðustu ámm.
Fjárflestu félögin
Eins og áður eru langsamlega
flestar ær skýrslufærðar í einu fé-
lagi hjá Sf. Öxfirðinga, eða samtals
5684 ær, og hefur fjölgað umtals-
vert frá fyrra ári, en það sem er já-
kvætt er að skýrslufærðu fé fjölgar
í mörgum stærstu félögunum, sem
ætti að geta gert þessi félög að virk-
um félagslegum einingum. Eftirtal-
in félög til viðbótar em með yfir
3000 skýrslufærðar ær. Sf. Þistill,
4.336 ær, Sf. Kolbeinsstaðahrepps,
4.244 ær, Sf. Jökull, Jökuldal,
4.152 ær, Sf. Logi, 3.952 ær,
Sveinsstaðahrepps, 3.901 ær, Sf.
Vópnfirðinga, 3.641 ær og Sf. Háls-
hrepps, 3.639 ær, Sf. Stafholts-
tungna, 3.488 ær, Sf. Hmnamanna,
3.405 ær, Sf. Vestur-ísfirðinga,
3.354 ær, Sf. Drífandi, 3.260 ær, Sf.
Sf. Kirkjuhvammshrepps, 3.200 ær,
Sf. Ytri-Torfustaðahrepps, 3.196
ær.
Vanhöld á ánum frá haustdögum
til byrjunar sauðburðar em áþekkt
og verið hefur síðustu ár, en hjá
fullorðnu ánum em 1.923 ær sem
farast á þessum tíma en 300 af
gemlingunum. Þegar kemur að út-
reikningi afurða eftir hverja á koma
þessar ær að sjálfsögðu þar hvergi
við sögu.
FREYR 4-5/2000 - 7