Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 15

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 15
Störfað sauðfjárrœktinni haustið 1999 Skipuleg vinna að dómum og mati á sauðfé hefur áreiðanlega aldrei verið jafn mikil hér á landi í hlutfalli við umfang fjárbúskapar eins og verið hefur síðustu tvö haust. Það sem blásið hefur nýju lífi í þetta starf eru skipulegar afkvæmarannsóknir tengdar kjötmatinu sem hófust haustið 1998. Um niðurstöður úr þessari vinnu er fjallað í þrem greinum hér í blaðinu. Ein þeirra fjallar um sýningar á veturgömlum hrútum sem nú fara fram í öllum héruðum landsins á hverju hausti og eru því aðeins bundnar veturgömlum hrútum. Þetta form hefur komið í stað reglulegs sýningarhalds á fullorðnum hrútum sem áður voru á fjögurra ára fresti í hverju héraði. Skoðun lamba í tengslum við ómsjár- mælingar hafa aukist ár frá ári á síðustu árum. Þar er annars vegar um að ræða afkvæmarannsóknimar og hins vegar skipulegt mat á hugsanlegum ásetningshrút- um. Um báða þessa þætti er einnig fjallað hér á eftir. Á sumum svæðum er umfang starfsins orðið það mikið að velja þarf og hafna hvaða þáttum sinnt er. Eins og fram kemur í skrifum um hrútasýningamar er eðlilegt að þær víki í forgangi við slíkar aðstæður. Til að þessu starfi verði lokið á þeim skamma tíma, sem það verður að vinna á, verða margir að koma að þessu störfum. Á svæði Búnaðarsamtaka Vesturlands stjórnaði Láms G. Birgisson starfmu og annaðist það að stærst- um hluta með aðstoð Friðrik Jóns- sonar, en eins og áður önnuðust þeir einnig þessi störf í Austur-Barða- strandarsýslu og á svæði Búnaðar- sambands Kjalamesþings nema Sig- urjón Bláfeld dæmdi nokkra vetur- gamla hrúta á höfuðborgarsvæðinu. Á öðmm hluta af svæði Bsb. Vest- fjarða, en þeim sem þegar er nefnd- ur, var Þorvaldur Þórðarson að störf- um. Eins og áður var hið umfangs- mikla starf í Strandasýslu á höndum Brynjólfs Sæmundssonar. í Vestur- Húnavatnssýslu annaðast Svanborg Einarsdóttir þessa vinnu. í Austur- Húnavatnssýslu vom störfin í hönd- um Guðbjarts Guðmundssonar. í Skagafirði vom Jóhannes Ríkharðs- son og Kristján Eymundsson að störfum en í Eyjafirði Olafur G. Vagnsson og Þórður G. Sigurjóns- son. Á svæði ráðunautaþjónustu Þingeyinga störfuðu Ari Teitsson og Marfa S. Jónsdóttir að þessum málum. Á Austurlandi var Þórarinn Lámsson að störfum og Halldór Eiðsson í Austur-Skaftafellssýslu. Á Suðurlandi vora að störfum Fanney Ólöf Láras- dóttir, Jón Vilmundarson, Guðmundur Jóhannesson og Halla Eygló Sveinsdóttir. Sýningarhaldi þar var því lokið á skemmri tíma en áður hefur verið, en þar sem margir dómarar vom að störfum fór síðan fram sam- ræmd skoðun úrvalshrúta í lokin þannig að þar fékkst líklegra heilstæðari samanburður úrvalshrútanna en á öðmm svæðum. Að hálfu BÍ var Jón Viðar Jónmundsson við störf á þessum tíma víða um land. Þar var um að ræða eftir- talin svæði. Nokkrar sveitir á Snæfellsnesi. Á Barða- strönd og í Vestur-Isafjarðarsýslu og Bolungarvík á Vestfjörðum. I Árneshreppi á Ströndum og örfáum bæjum sunnar í sýslunni. í mörgum sveitum í Norð- ur-Þingeyjarsýslu. í öllum sveitum í Austur-Skafta- fellssýslu. Mjög víða á Suðurlandi í öllum sýslum þar. Þeir sem voru aðaldómarar á hrútasýningum á hverju svæði hafa skrifað texta þar um sem Jón Viðar hefur fært saman í samræmt form. Texti um afkvæmarann- sóknir er settur saman af Jóni Viðar en yfirfarinn og færður til betri vegar af dómumm á hverju svæði. Efstu hrútar í Fljótshlíð voru þeir f.v. Drekifrá Kirkjulœk, Strútur frá Teigi II, Barði frá Teigi I og Kubburfrá Teigi I sem stóð efstur. (Ljósm. Halla Eygló Sveinsdóttir). FREYR 4-5/2000 - 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.