Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 11

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 11
Þátttaka 1998 80 SfcoS U><Z,U'bzzá<>X< Mynd 1. Hlutfallsleg þátttaka í skýrsluhaldinu eftir héruðum árið 1998. Síðari ár hefur verið lagt mat á hlutfallslega þátttöku í skýrsluhaldi í hverju héraði með því að bera saman fjölda skýrslufærðra áa og fjölda ásettra áa samkvæmt forða- gæsluskýrslum. Þessi samanburður sýnir fyrir allt landið þátttöku sem nemur 41,6% og eins og ráða má af þeim tölum sem þegar hafa verið raktar er þetta verulega meiri þátt- taka í þessu starfi þannig metin en nokkru sinni hefur verið áður og í fyrsta sinn sem skýrsluhaldið nær til meira en 40% af fénu í landinu. A mynd 1 er sýnd hvemig þátttaka er í starfinu í einstökum hémðum. Þetta er að vonum lík mynd og áð- ur, feikilega mikill munur á milli héraða þar sem Þingeyingar toppa listann afgerandi. En þátttaka í stór- um fjárhémðum eins og Borgar- firði, Austur-Húnavatnssýslu, Suð- ur-Múlasýslu og Rangárvallasýslu er til vansa lítil. Ætla má að með áherslum í nýjum búvömsamningi megi sjá jákvæða þróun í þessum efnum á næstu ámm, einnig í þess- um hémðum. Því miður minnkar ár ffá ári um- fang þess að æmar séu vigtaðar vor og haust. Það em aðeins orðin um 17% ánna sem þessar upplýsingar finnast um. Þungi ánna haustið 1997 er aðeins minni en árið áður eða 65,8 kg að jafnaði og þessar ær þyngjast að meðaltali um 6 kg yfir veturinn. Frjósemi ánna árið 1998 Fijósemi hjá fullorðnu ánum var heldur minni vorið 1998 en hún hafði verið nokkur ár þar áður eða 1,80 (1,83) lömb fædd að jafnaði eftir hverja á, lambahöld hins vegar áþekk og áður þannig að í fjölda lamba til nytja kemur fram lækkun- in í frjóseminni og fást að jafnaði 1,67 (1,69) lömb til nytja eftir hverja á. Skipting eftir fjölda fæddra lamba hjá ánum, sem em lifandi í sauðburðarbyrjun er sú að 4.520 eða 2,95% em algeldar, 28.792 ær eru en lembdar eða 18,76%, 112.820 eiga tvö lömb eða 73,53%, þrílembdar em 7.060 ær eða 4,60% og 247 ær eða 0,16 þeirra eiga fleiri en þrjú lömb. Samanburður á þess- um tölum við tölur fyrri ára sýnir að geldum ám fjölgar nokkuð, mögu- legt er að þar komi aðeins til ær sem við skráningu í Fjárvísi em skráðar geldar en em í raun dauðar við byrjun sauðburðar. Einnig virð- ist frjósemi ánna sem bera ívíð minni en árið áður og nú um langt árabil fækkar hlutfallslega marg- lembdum ám. A mynd 2 má sjá meðalfrjósemi ánna eftir sýslum, annar vegar að vori en einnig sem fjöldi lamba til nytja að hausti. Eins og svo oft áður er frjósemi ánna mest í Suður-Þing- eyjasýslu þar sem 1,86 lömb fæðast að meðaltali eftir hveija á og Norð- ur-Þingeyingar fylgja þar fast á eft- ir með 1,85 lömb fædd. Hins vegar em niðurstöður líkar með það og oft áður að þegar kemur að fjölda lamba til nytja að hausti hafa Strandamenn unnið upp forskot Þingeyinganna og gott betur með góðum lambahöldum því að þeir fá flest lömb til nytja eða 1,74, en Vestur-Húnvetningar og Suður- Þingeyingar mælast þar með 1,73 lömb til nytja að jafnaði. I einstökum félögum er mikil frjósemi, þar sem fátt fé er skýrslu- fært, og í einu félagi, Sf. Hrafna- gilshrepps, fæðast yfir tvö lömb eft- ir ána eða 2,05 að jafnaði. í mörg- um fjárfleiri félögum er einnig mjög góð frjósemi og má þar benda á félög sem ná 1,9 markinu, eins og bæði félögin í Mývatnssveit, Sf. Kirkjuhvammshrepps, Sf. Geir- mund á Skarðsströnd og Sf. Jökul á Jökuldal. Frjósemi 1998 200 150 100 50 0 £ Fædd ■ Til nytja Mynd 2. Fjöldi fœddra lamba og til nytja að hausti 1998 í einstökum héruðum. FREYR 4-5/2000 - 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.