Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 31

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 31
var Strútur, sem er sonur Mola 93-986, samanrekin holdakind og ákaflega vel gerður. Mestur á velli Fljótshlíðarhrútanna var samt Dreki á Kirkjulæk, feikilega sterklegur og öflugur hrútur, gríðarlega bollangur, en aðeins ullar- gallaður og ekki alveg eins vöðvaþykkur og toppamir í sveitinni. Rétt er að nefna einn ákaflega athyglis- verðan hrút enn frá sýning- unni í Fljótshlíð, sem er Skakkur á Eystri-Torfa- stöðum. Þessi hrútur hafði orðið fyrir áfalli í uppeldi og var því þroskah'till og sýndi ekki sitt rétta gervi, en vöðvafylling hjá þess- um hrút er með ólíkindum. Hér fer enn einn toppur undan Bút 93-982. * I Rangárvallahreppi komu nokkrir athyglis- verðir hrútar. f hinni litlu hjörð Magnúsar í Norður- bæ voru tveir topphrútar, hálfbræðurnir Óðinn og Týr. Týr er fádæma kind að vænleika og þroska en Óðinn allur fágaðri og ræktarlegri kind. Þessir hrútar eru sonarsynir Djákna 93-983. Á Selalæk var skoðaður mjög vel gerður og prúður kollóttur hrútur, sem Mjaidur heitir, en hann er einstaklega ullargóður. í Næfurholti voru tveir ágætir vet- urgamlir hrútar, Skarði frá Skarði í Landsveit, sonur Kletts, sem verið hefur mikill kynbótahrútur þar og Kubbur, heimaalinn undan Mola 93-986. Á Kaldbak voru tveir ágætir hrútar, Bylur sonur Mola 93-986 og Stefán, sonur Fóla þar heima. Hrútahópurinn í Skarði í Landsveit hlýtur að verða ógleymanlegur þeim sem Keli, Grímsstöðum í V-Landeyjum. Dreki, Kirkjulcek í Fljótshlíð. Salvar, Skarði. hann sáu haustið 1999. Þama komu fjórir af þeim hrútum sem röðuðu sér meðal tíu bestu hrúta í héraðinu. Við stigun skipaðist efstur Spænir, sem um leið skipaði annað sæti í sýslunni. Þetta er sonur Mjaldurs 93-985, fádæma vöðvaþykkur og hlaðinn vöðvum í afturhluta og auk þess með hvíta og góða ull. Smali er heimaalinn, sonur Glúms, sem verið hefur einn aðal- kynbótahrútur búsins síð- ustu ár. Þetta er vænn, bol- langur, mjög vel gerður og öflugur holdahrútur. Jafn- vel enn glæsilegri kind á velli og að þroska er Safír sonur Glamranda, en hann hafði vart eins mikil læra- hold og hinir toppanna í Skarði. Salvar, sem er son- ur Pela 94-810, er mjög jafnvaxinn og vel gerður hrútur, bakþykkur, en vart með eins gott vöðvalag og sumir hinna hrútanna. Að síðustu skal nefna Sand sem er sonur Mola 93-986. Þessi hrútur er vasaútgáfa af hinum Skarðshrútunum að stærð, því að hann er ótrúlega lágfættur (104 mm), en samtímis hefur þessi hrútur ótrúlega mikil lærahold. 1 Ásahreppi voru ágætir hrútar; Svanur í Kálfholti sonur Skrepps 92-991, Veggur á sama bæ og Hringur í Kastalabrekku,- sonur Garps 92-808. FREYR 4-5/2000 - 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.