Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 36

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 36
Breiðabólsstað bar af Dropi 94-777 með 123 í einkunn en kjötmat hjá honum gaf 139 í einkunn, sem eru miklir yfirburðir á búi með jafnræktað fé og þar er, en Dropi er sonur Soldáns 91-761. Á Klif- mýri komu fram tveir feikilega öflugir vetur- gamlir hrútar, Trölli 98- 481 með 126 í einkunn og Jötunn 98-480 með 123 í einkunn. Hrútar þessir eru albræður, undan Bjálfa 95- 802. í Innri-Fagradal stóð efstur hópur undan 96-554 með 124 í einkunn en hrútur þessi er sonur Hnykks 91-958. í Stórholti voru afgerandi yfirbuðir hjá Krabba 98-194 sem fékk 128 í einkunn. Á Kjarlaksvöllum var Kollur 96-299 með alla yfirburði og fékk 128 í heildareinkunn en hrútur þessi, sem er sonur Sólons 93-977, var einnig efstur á búinu á síðasta ári þó að yfirburðir hans væru þá ekki jafn afgerandi. Vestfirðir Á Bijánslæk voru miklir yfirburðir hjá 97-085 í hópi níu hrúta sem þar voru í rannsókn, en hann fékk 128 í einkunn með skýra yfirburði í báðum þáttum. í Birkihlíð voru yfirburðir Pjakks 95-721 enn meiri en á síðasta ári, hann fékk núna 128 í eink- unn en þetta er sonur Fóstra 90-943. Strandasýsla I Hafnardal var mjög at- hyglisverð rannsókn þar sem saman voru leiddir glæsilegir hópar undan sjö veturgömlum hrútum. Tveir þeirra sýndu mjög afgerandi yfirburði, Grím- ur 98-549, sem er sonur Fjarka 92-981, var með 130 í heildareinkunn íyrir glæsileikahóp að öllu leyti, og Baukur 98-545, sem er undan Sólon 93-977, var með 128 í einkunn fyrir enn glæsilegri hóp að gerð, en lömb undan honum voru óþarflega feit. I Litlu- Ávík var feikilega mikill munur á hópum og báru þar af hópar undan Kjama 98-084 með 136 í einkunn og þar af 157 í kjötmats- hluta og Magni 97-052 með 130 í einkunn, en þessir hrútar eru feðgar og sá eldri sonur Hlyns 96- 013 á Melum. í Bæ bar af Hlunkur 95-785 með 134 og þar af 153 í kjöt- matshluta, en þessi hrútur er sonur hins þekkta Nökkva 91-665 á Melum. Blendingshrúturinn Krókur 98-073, sem er sonur Bjarts 93-800, sýndi einnig mjög góða útkomu með 123 í heildareinkunn. Hjá Bimi á Melum stóð efstir Spakur 98-060 með 138 úr kjötmati, en þessi hrútur, er sonur Spóns 94- 993 og gefur eins og margir sona hans fitulítil föll sláturlamba. Hjá Kristjáni á Melum stóðu efstir tveir veturgamlir hrútar 98-069 sem var með 152 í einkunn í kjötmatshluta og Loki 98- 067 með 125 í einkunn, jafn á báðum þáttum, en hann er sonur Spóns 94- 993. Á Bassastöðum vom yfirburðir hjá Stúfi 97-308 mjög afgerandi með 132 í einkunn fyrir hóp lamba með mikla vöðvafyllingu. Stúfur er sonur Hnýfils 93- 285. Melur 98-398 á Geir- mundarstöðum sýndi feikilega mikla yfirburði með 146 í heildareinkunn og þar af 171 í kjötmati. Eir 96-466 skipaði efsta sæti hrútanna á Smáhömr- um þetta haustið og var hann með 136 í einkunn í kjötmatshluta rannsókn- arinnar. Hann er nú á sæð- ingarstöð með 96-840. í rannsókn þriggja hrúta á Heydalsá hjá Halldóru sýndi Arður 97-520 feiki- lega yfirburði í kjötmati með 153 í einkunn enda mat á lömbum undan honum frábært. Af fjórum hrútum á Gestsstöðum vom afgerandi yfirburðir hjá Snúði 96-484 sem var með 132 í einkunn, en þessi hrútur, sem er sonur Þyrils 94-399, fékk einnig mjög góðan dóm á síðasta ári. I Húsavík bar Þorpari 98-551 mjög af öðmm hrútum með 132 í heildar- einkunn. Þessi hrútur er frá Gmnd sonur KK 95-450. í Miðdalsgröf var efstur hrútanna Hrói 98-535 með 121 í einkunn. Á Felli bar hópur undan Rambó 98- 079 af með 133 í einkunn, þar af 154 í kjötmati. Hrútur þessi er frá Gmnd undan KK 95-450. í Stóra- Fjarðarhomi skipaði fyrsta sætir Eiður 94-735 með 122 í heildareinkunn. í Gröf stóð efstur Dalur 97- 058 eins og á síðasta ári með 117 í einkunn, en þessi hrútur, sem er sonur Þyrils 94-399, er nú á sæðingarstöð með númer 97-838. í Bæ I var ótrúleg útkoma hjá Hnefa 97-483, sem fékk 157 og þar af 183 í kjötmatshluta, fyrst og fremst vegna ótrúlega mikilla frávika í fituflokkun. Þessi undrakind er frá Melum í Ámeshreppi. í Bæ II féllu allir yfirburðir á tvo hrúta af átta í rannsókn, Ári 97- 489 frá Melum í Ámeshreppi var á toppi eins og á síðasta ári með 125 í einkunn, mest vegna afgerandi yfirburða í ómsjármælingum, en Glæsir 92-309, sem er einn af sonur Kráks 87-920, sem enn er ofan moldu, var með 120 í einkunn. I mjög stómm hrútahópi í rannsókn á Kolbeinsá bám af Verdí 97-531 og Stubbur 98-542, báðir með 129 í einkunn. Eins og á síðasta ári bar Dalur 97- 470 af hrútunum á Kollsá nú með 148 í einkunn, en hann er frá Steinadal. Vestur- Húnavatnssýsla Á Efri-Fitjum var á toppi líkt og á síðasta ári Úrsus 96-664 með 122 í heildareinkunn en hrútur þessi er frá Hjarðarfelli sonur Búa 94-586. Á Ytra- Bjargi voru yfirburðir skýrir hjá Stubb 94-315, einkum í kjötmatshluta þar sem hann var með 128 í einkunn. Hrútur þessi er sonur Fóstra 90-943. Eins og árið áður vom yfirburðir hjá Prins 97-014 mjög afgerandi í hrútahópnum á Urriðaá en hann var nú með 124 í heildareinkunn, en hrútur þessi er frá Jaðri. Á Neðri- Fitjum var feikilega góð útkoma úr kjötmati hjá Lávarði 98-540, en úr kjötmatshluta var hann með 154 í einkunn. Á Sauðá var stór rannsókn þar sem yfirburðir Hraða 97-229 vom feikilega miklir en hann fékk 136 í heildareinkunn. Hrútur þessi, sem fæddur. er á Bergsstöðum, vakti einnig vemlega athygli á síðasta ári, en hann er sonur Svaða 36 - FREYR 4-5/2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.