Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 40

Freyr - 01.05.2000, Blaðsíða 40
Skoðun á lömbum haustið 1999 Skipuleg skoðun lamba á vegum búnaðarsambandanna er orðin mjög umfangsmikil á síðustu árum eftir að umfang afkvæmarann- sókna hefur stóraukist. Aður en þær komu til var um langt árabil í gangi skipuleg skoðun hrútlamba, sem efld- ist samt verulega eftir að ómsjármæl- ingar urðu almennar snemma á ára- tugnum. Hér á eftir verður gerð til- raun til að draga fram nokkrar helstu niðurstöður úr þessu starfi haustið 1999. Þann fyrirvara þarf samt að gera strax að í þeim sameiginlegu niður- stöðum, sem unnið er með, kemur mjög lítið af niðurstöðum úr mæling- um á gimbralömbum á Suðurlandi ffam líkt og var haustið 1998. Þetta stafar af því að mælingar á gimbrum fara þar að stórum hluta fram síðar að haustinu en víða annars staðar og mælingamar ekki skráðar í hinn sam- eiginlega gagnagrunn. Umfang gimbramælinganna er þar eins og á mörgum öðrum svæðum orðið veru- legt og hefur farið vaxandi ár fra ári. í hinum sameiginlega gagnagrunni voru að þessu sinni mæhngar á 7.919 hrútlömbum, en það er meira umfang slíkra mæhnga en nokkru sinni áður. Gimbramar, sem niðurstöður mæl- inga vom fyrir, vom samtals 28.046, sem er mjög líkur fjöldi og haustið 1998. í ljósi þess sem að ffaman segir um að megni slíkra mælinga á Suður- landi vantar þama er ljóst að umfang þessara mælinga er orðið feikilega mikið og fuh ástæða hl að ætla að þessi skipulega vinna við lífgimbra- vahð síðustu tvö til þijú haust fari hvað úr hveiju að skila sér í sjáanleg- um ræktunarárangri í stofhinum þar sem þessi vinna hefur farið fram. Á mynd 1 er gefið yfirht um skipt- ingu á fjölda mælinga á milli svæða haustið 1999. Sú skiphng á milli svæða er gerð á nákvæmlega sama hátt og haustið 1998 og vísast til greinar þar um frá síðasta ári. Eins og undanfarin haust endurspegla mæl- ingamar á hrútlömbunum vemlega hvar hveiju sinni er að finna lömb úr sæðingum. Þannig em nú heldur færri lömb í mælingum á Vesturlandi en ár- ið áður en umtalsvert fleiri hins vegar víðast á Norðurlandi, nema í Vestur- Húnavatnssýslu, en bilum í ósjá á mesta annatíma starfsins kom niður á umfangi mælinga þar haustið 1999. í Múlasýslum, Austur-Skaftafellssýslu og á Suðurlandi em einnig nokkm fleiri hrútlömb í mælingum haushð 1999 en var haustið áður. Eins og áður er samt umfang þessarar starfsemi mest í Strandasýslu, þó að ívíð færri hrúhömb séu skoðuð þar en haustið áður. í mælingum á gimbmm em Strandamenn einnig eins og áður stór- tækastir og mjög hl fyrirmyndar hve vinna við fjárvalið hefur verið unnin skipulega af hendi búnaðarsambands- ins síðustu haust. Þar hefur um leið verið lögð vemleg áhersla á að bænd- ur hefðu allar niðurstöður í höndun- um starx hl að geta notað þær skipu- lega við íjárvalið eins og þarf að vera með þessa vinnu. I Skagafirði er einn- ig feikilega mikið mælt af gimbmm eins og árið áður enda hafa afkvæma- rannsóknimar hvergi fengið líkt um- fang og þar í héraði. Þá er um að ræða vemlega aukningu þessara mælinga á Austurlandi. Áffam er öflugt starf í Vestur-Húnavatnssýslu þrátt fyrir þá örðugleika sem að framan greinir. I Borgarfirði er einnig talsverð aukn- ing, en einna mest hlutfallsleg fækkun í fjölda mældra gimbra er í Dalasýslu. Námskeið í dómstörfum á Hesti Áður en vinna hófst haustið 1999 var haldið samræmingamámskeið í dómstörfum á Hesh. Greinilega virð- ist mega greina árangur þess í miklu minni mun í meðaltölum í shgagjöf á milli héraða en áður hefur verið. Hrút- lömbin á Suðurlandi shgast eins og áður hæst en munur þeirra og í öðmm hémðum er miklu minni en verið hef- ur. Á Suðurlandi kemur valdari hópur lamba að öðm jöfnu til skoðunar (lægra hlutfall sæðingarlambanna) en í flestum öðmm hémðum og því eðli- legt að lömbin þar shgst öllu betur en á öðmm svæðum. Eins og áður koma vænstu lömbin í skoðun í Norður-ísafjarðarsýslu, Strandasýslu, Vestur-Húnavatnssýslu og Múlasýslum. Á Suðurlandi var vænleiki hrútlambanna jafnvel heldur meiri en haushð áður en á Vesturlandi vantaði herslumuninn á líkan væn- leika og árið áður. Fyrir hið sameiginlega ræktunar- Lambaskoðun 1999 ■ Hrútar ■ Gimbrar Mynd 1. Fjöldi lamba í skoðun í einstökum héruðum, annars vegar hrútlömb og hins vegar gimbrarlömb. 40 - FREYR 4-5/2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.