Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.05.2000, Qupperneq 40

Freyr - 01.05.2000, Qupperneq 40
Skoðun á lömbum haustið 1999 Skipuleg skoðun lamba á vegum búnaðarsambandanna er orðin mjög umfangsmikil á síðustu árum eftir að umfang afkvæmarann- sókna hefur stóraukist. Aður en þær komu til var um langt árabil í gangi skipuleg skoðun hrútlamba, sem efld- ist samt verulega eftir að ómsjármæl- ingar urðu almennar snemma á ára- tugnum. Hér á eftir verður gerð til- raun til að draga fram nokkrar helstu niðurstöður úr þessu starfi haustið 1999. Þann fyrirvara þarf samt að gera strax að í þeim sameiginlegu niður- stöðum, sem unnið er með, kemur mjög lítið af niðurstöðum úr mæling- um á gimbralömbum á Suðurlandi ffam líkt og var haustið 1998. Þetta stafar af því að mælingar á gimbrum fara þar að stórum hluta fram síðar að haustinu en víða annars staðar og mælingamar ekki skráðar í hinn sam- eiginlega gagnagrunn. Umfang gimbramælinganna er þar eins og á mörgum öðrum svæðum orðið veru- legt og hefur farið vaxandi ár fra ári. í hinum sameiginlega gagnagrunni voru að þessu sinni mæhngar á 7.919 hrútlömbum, en það er meira umfang slíkra mæhnga en nokkru sinni áður. Gimbramar, sem niðurstöður mæl- inga vom fyrir, vom samtals 28.046, sem er mjög líkur fjöldi og haustið 1998. í ljósi þess sem að ffaman segir um að megni slíkra mælinga á Suður- landi vantar þama er ljóst að umfang þessara mælinga er orðið feikilega mikið og fuh ástæða hl að ætla að þessi skipulega vinna við lífgimbra- vahð síðustu tvö til þijú haust fari hvað úr hveiju að skila sér í sjáanleg- um ræktunarárangri í stofhinum þar sem þessi vinna hefur farið fram. Á mynd 1 er gefið yfirht um skipt- ingu á fjölda mælinga á milli svæða haustið 1999. Sú skiphng á milli svæða er gerð á nákvæmlega sama hátt og haustið 1998 og vísast til greinar þar um frá síðasta ári. Eins og undanfarin haust endurspegla mæl- ingamar á hrútlömbunum vemlega hvar hveiju sinni er að finna lömb úr sæðingum. Þannig em nú heldur færri lömb í mælingum á Vesturlandi en ár- ið áður en umtalsvert fleiri hins vegar víðast á Norðurlandi, nema í Vestur- Húnavatnssýslu, en bilum í ósjá á mesta annatíma starfsins kom niður á umfangi mælinga þar haustið 1999. í Múlasýslum, Austur-Skaftafellssýslu og á Suðurlandi em einnig nokkm fleiri hrútlömb í mælingum haushð 1999 en var haustið áður. Eins og áður er samt umfang þessarar starfsemi mest í Strandasýslu, þó að ívíð færri hrúhömb séu skoðuð þar en haustið áður. í mælingum á gimbmm em Strandamenn einnig eins og áður stór- tækastir og mjög hl fyrirmyndar hve vinna við fjárvalið hefur verið unnin skipulega af hendi búnaðarsambands- ins síðustu haust. Þar hefur um leið verið lögð vemleg áhersla á að bænd- ur hefðu allar niðurstöður í höndun- um starx hl að geta notað þær skipu- lega við íjárvalið eins og þarf að vera með þessa vinnu. I Skagafirði er einn- ig feikilega mikið mælt af gimbmm eins og árið áður enda hafa afkvæma- rannsóknimar hvergi fengið líkt um- fang og þar í héraði. Þá er um að ræða vemlega aukningu þessara mælinga á Austurlandi. Áffam er öflugt starf í Vestur-Húnavatnssýslu þrátt fyrir þá örðugleika sem að framan greinir. I Borgarfirði er einnig talsverð aukn- ing, en einna mest hlutfallsleg fækkun í fjölda mældra gimbra er í Dalasýslu. Námskeið í dómstörfum á Hesti Áður en vinna hófst haustið 1999 var haldið samræmingamámskeið í dómstörfum á Hesh. Greinilega virð- ist mega greina árangur þess í miklu minni mun í meðaltölum í shgagjöf á milli héraða en áður hefur verið. Hrút- lömbin á Suðurlandi shgast eins og áður hæst en munur þeirra og í öðmm hémðum er miklu minni en verið hef- ur. Á Suðurlandi kemur valdari hópur lamba að öðm jöfnu til skoðunar (lægra hlutfall sæðingarlambanna) en í flestum öðmm hémðum og því eðli- legt að lömbin þar shgst öllu betur en á öðmm svæðum. Eins og áður koma vænstu lömbin í skoðun í Norður-ísafjarðarsýslu, Strandasýslu, Vestur-Húnavatnssýslu og Múlasýslum. Á Suðurlandi var vænleiki hrútlambanna jafnvel heldur meiri en haushð áður en á Vesturlandi vantaði herslumuninn á líkan væn- leika og árið áður. Fyrir hið sameiginlega ræktunar- Lambaskoðun 1999 ■ Hrútar ■ Gimbrar Mynd 1. Fjöldi lamba í skoðun í einstökum héruðum, annars vegar hrútlömb og hins vegar gimbrarlömb. 40 - FREYR 4-5/2000

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.