Freyr - 01.05.2000, Síða 15
Störfað sauðfjárrœktinni
haustið 1999
Skipuleg vinna að dómum og mati á sauðfé hefur
áreiðanlega aldrei verið jafn mikil hér á landi í
hlutfalli við umfang fjárbúskapar eins og verið
hefur síðustu tvö haust. Það sem blásið hefur nýju lífi í
þetta starf eru skipulegar afkvæmarannsóknir tengdar
kjötmatinu sem hófust haustið 1998. Um niðurstöður
úr þessari vinnu er fjallað í þrem greinum hér í blaðinu.
Ein þeirra fjallar um sýningar á veturgömlum hrútum
sem nú fara fram í öllum héruðum landsins á hverju
hausti og eru því aðeins bundnar veturgömlum hrútum.
Þetta form hefur komið í stað reglulegs sýningarhalds
á fullorðnum hrútum sem áður voru á fjögurra ára fresti
í hverju héraði. Skoðun lamba í tengslum við ómsjár-
mælingar hafa aukist ár frá ári á síðustu árum. Þar er
annars vegar um að ræða afkvæmarannsóknimar og
hins vegar skipulegt mat á hugsanlegum ásetningshrút-
um. Um báða þessa þætti er einnig fjallað hér á eftir. Á
sumum svæðum er umfang starfsins orðið það mikið
að velja þarf og hafna hvaða þáttum sinnt er. Eins og
fram kemur í skrifum um hrútasýningamar er eðlilegt
að þær víki í forgangi við slíkar aðstæður. Til að þessu
starfi verði lokið á þeim skamma tíma, sem það verður
að vinna á, verða margir að koma að þessu störfum.
Á svæði Búnaðarsamtaka Vesturlands stjórnaði
Láms G. Birgisson starfmu og annaðist það að stærst-
um hluta með aðstoð Friðrik Jóns-
sonar, en eins og áður önnuðust þeir
einnig þessi störf í Austur-Barða-
strandarsýslu og á svæði Búnaðar-
sambands Kjalamesþings nema Sig-
urjón Bláfeld dæmdi nokkra vetur-
gamla hrúta á höfuðborgarsvæðinu.
Á öðmm hluta af svæði Bsb. Vest-
fjarða, en þeim sem þegar er nefnd-
ur, var Þorvaldur Þórðarson að störf-
um. Eins og áður var hið umfangs-
mikla starf í Strandasýslu á höndum
Brynjólfs Sæmundssonar. í Vestur-
Húnavatnssýslu annaðast Svanborg
Einarsdóttir þessa vinnu. í Austur-
Húnavatnssýslu vom störfin í hönd-
um Guðbjarts Guðmundssonar. í
Skagafirði vom Jóhannes Ríkharðs-
son og Kristján Eymundsson að
störfum en í Eyjafirði Olafur G.
Vagnsson og Þórður G. Sigurjóns-
son. Á svæði ráðunautaþjónustu
Þingeyinga störfuðu Ari Teitsson og
Marfa S. Jónsdóttir að þessum málum. Á Austurlandi
var Þórarinn Lámsson að störfum og Halldór Eiðsson í
Austur-Skaftafellssýslu.
Á Suðurlandi vora að störfum Fanney Ólöf Láras-
dóttir, Jón Vilmundarson, Guðmundur Jóhannesson og
Halla Eygló Sveinsdóttir. Sýningarhaldi þar var því
lokið á skemmri tíma en áður hefur verið, en þar sem
margir dómarar vom að störfum fór síðan fram sam-
ræmd skoðun úrvalshrúta í lokin þannig að þar fékkst
líklegra heilstæðari samanburður úrvalshrútanna en á
öðmm svæðum.
Að hálfu BÍ var Jón Viðar Jónmundsson við störf á
þessum tíma víða um land. Þar var um að ræða eftir-
talin svæði. Nokkrar sveitir á Snæfellsnesi. Á Barða-
strönd og í Vestur-Isafjarðarsýslu og Bolungarvík á
Vestfjörðum. I Árneshreppi á Ströndum og örfáum
bæjum sunnar í sýslunni. í mörgum sveitum í Norð-
ur-Þingeyjarsýslu. í öllum sveitum í Austur-Skafta-
fellssýslu. Mjög víða á Suðurlandi í öllum sýslum
þar.
Þeir sem voru aðaldómarar á hrútasýningum á hverju
svæði hafa skrifað texta þar um sem Jón Viðar hefur
fært saman í samræmt form. Texti um afkvæmarann-
sóknir er settur saman af Jóni Viðar en yfirfarinn og
færður til betri vegar af dómumm á hverju svæði.
Efstu hrútar í Fljótshlíð voru þeir f.v. Drekifrá Kirkjulœk, Strútur frá Teigi II,
Barði frá Teigi I og Kubburfrá Teigi I sem stóð efstur.
(Ljósm. Halla Eygló Sveinsdóttir).
FREYR 4-5/2000 - 15