Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2000, Blaðsíða 6

Freyr - 01.09.2000, Blaðsíða 6
Fjárhús, hesthús og hlaða á Syðra-Skörðugili. (Freysmynd). þá rættist auðvitað það sem Guð- mundur skólastjóri sagði. Ég hélt áfram að kaupa fé. Þannig var að ég var einu sinni sem oftar að sæða og þá hringir í mig Bjöm á Háafelli í Skorradal sem bjó síðar á Snartar- stöðum og vildi að ég kæmi í heim- sókn til að taka út fóðrið á nautkálf- um sem hann var með í uppeldi fyr- ir okkur. Hann hringir í apríl en þá var sveitarsími og margir bæir á sömu línunni. Þegar ég keyri síðan inn dalinn og kem að Hvammi þá er Hannes bóndi, þar úti á afleggjaran- um og stoppar mig. Hann er þá ákveðinn að bregða búi og spyr mig næstum umbúðalaust hvort ég vilji kaupa af sér féð? Hann átti eitthvað um 100 ær. Ég sagðist skyldi svara því þegar ég kæmi til baka, ég þyrfti fyrst að fara fram að Háafelli. Ég segi Bimi á Háafelli frá þessu og hann segir að það komi ekki annað til greina en að ég kaupi féð. Þetta em frjósamar ær og þú stór- græðir á þessu. Ég fór að ráðum hans og greiddi í upphafi smávegis til staðfestingar og mátti hafa féð þar fram á haustið, annaðist svo sauðburðinn, mest á nóttunni og svaf lítið og fékk þama um 90% tvflembt. Aðal greiðsluna innti ég svo af hendi um haustið með inn- legginu. Þetta fé var allt kollótt og meira og minna svart og mórautt, stórar og miklar bryðjur. Um sumarið frétti ég að Svein- bjöm í Þingnesi væri að hætta að búa og Ingvar á Hvítárbakka vissi það og einhvem veginn mæltist svo til að við kaupum það bú saman og Ingvar tekur á leigu Þingnesið og gerist ráðsmaður hjá mér þama að hluta til en ég fer með Hvammsféð þangað. Þetta á ég bara einn vetur því að vorið eftir fer ég í Stóra- hraun. Búskapur á Stórahrauni Ég mátti ekki fara með féð því að Hvítá skildi að vamarhólf og þá seldi ég Ingvari féð, en kaupi féð á Stórahrauni og Landbroti, bæ þar rétt hjá, alls á 5. hundrað fjár. Þá bjuggu á Stórahrauni þar þrjú syst- kini, Magnús, Sigfús og Kristrún Kristjánsbörn, með margt fjár og einar 12 kýr en af þeim keypti ég aðeins tvær. Áður en ég flutti vestur hitti Hall- dór Pálsson mig og spurði hvort ég vildi ekki koma sem vinnumaður að Hesti, en ég sagðist ekki vilja það, heldur fara að búa sjálfur. Á Stóra- hrauni vom lítil tún, ég heyjaði þau og skóf upp allt sem ég gat með orfi handa fénaðinum. Þetta var ekkert sem maður átti af heyjum um haustið. Ég var hins vegar tiltölulega heppinn með vetur og beitti mikið. Ég var líka með fjölda af hrossum, kom með öll mín hross frá Hvanneyri og keypti þama öll hross á bænum og var kominn strax með yfir 30 hross. Folöldin tók ég inn, eins og ég hafði alltaf gert, og svo setti ég á allar fallegustu gimbramar, um 40, og þær kópól ég. En ánum beitti ég og gaf þeim fiskimjöl með beitinni og háraði þeim ef illviðri vom og eyddi ekki nema bagga á kind þann vetur. Ég stóð yfir fénu á beitinn. Meðan ég stóð yfir notaði ég tímann til að temja hross. Ég man alltaf eftir því um vorið þegar fóðureftirlitsmaðurinn kom að skoða féð að hann sagði: Þetta er meira eldið á þessum gemlingum, heldurðu að þú gerir þetta nokkum tímann aftur að fóðra gemlinga svona hálfvitalega? Ég varð alveg undrandi að hlusta á þetta því að ég hélt að það væri aðalatriðið að ala vel upp ungviðið, enda var mikið homahlaup á þeim og allir með rú- kraga. Árið eftir var alveg einmuna vet- ur og alltaf hægt að beita og ég sá fram á að eiga nóg af heyjum, svo að ég tók þá mörg hross inn til að temja og folöldin en þeim hafði fjölgað og var ég með 12 folöld, ól þetta á heyjunum en ánum var alltaf beitt og þær fengu fiskimjöl með henni og aðeins þrisvar sinnum fulla heygjöf þennan vetur. Bústjóri á Hesti Þó að búskapurinn gengi vel hjá mér þá voru þama brekkur, heilsu- leysi á heimilinu og ég var einyrki með þetta allt saman. Þá var bú- stjórastaðan á Hesti auglýst. Þannig vildi þá til að ég var staddur í Reykjavík að kaupa mér stóran traktor því að ég ætlaði að búa áfram. Þá hitti ég Halldór Pálsson og hann sagði við mig að ég ætti að sækja um Hest. Fyrst ég hafi svona gaman af fé þá sé best að ég komi að Hesti. Ég sló því til og fékk starfið. Um vorið seldi ég þá Benjamín í Ystu-Görðum féð og þótti honum féð mjög vel fóðrað og tók matinn af ánum en hélt áfram að byrgja það inni á nóttunni vegna flæðihættu. Þetta var vorið 1960 sem ég fer að Hesti en Guðmundur Pétursson hættir en ræður sig um 6 - FREYR 8/2000

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.